þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Strákar rakst á þessar leiðbeiningar úr kennslubók í heimilisfræði frá 1950. Svona á þetta að vera!
1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.
2. Notaðu 15mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.
3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.
4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.
5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvóttavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.
6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.
7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.
8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.
9. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.

Hvenær koma gömlu góðu tímarnir aftur????

föstudagur, október 08, 2004

NÝR TENGILL
Langt síðan síðast, en ástæða þessa bloggs er sú að nýr tengill er kominn hér til hliðar, en hann leiðir ykkur á síðu "sóðaparsins" í USA, gjöriði svo vel!

Annað sem vert er að nefna er að enginn matarklúbbur hefur verið síðan að Magnús hélt erlendis til náms, þá klúðraði Jói sínum málum eins og frægt er orðið samt hefur hann ekki séð sóma sinn í því að halda matarboð fyrir klúbbinn né gefið neinar yfirlýsingar um að eitt slíkt sé á næstu grösum!!!

Vonum bara að þetta verði ekki til þess að drepa matarklúbbinn!!!

þriðjudagur, september 07, 2004

Af hverju er betra að vera karl en kona???
1. Það er nánast alltaf fólk af gagnstæðu kyni sem sést bert í bíómyndum.
2. Þegar þú ferð í fimm daga frí þarftu bara á einni tösku að halda.
3. Enski boltinn.
4. Biðröðin á klósettinu er miklu styttri.
5. Þú getur opnað sultukrukkurnar sjálfur.
6. Félagar þínir gera ekki veður út af því þótt þú fitnir.
7. Þegar þú flakkar á milli stöðva þarftu ekki að stoppa þótt einhver sé að gráta á einni þeirra.
8. Það veltur ekki á rassinum á þér hvort þú færð vinnu eða ekki.
9. Þú færð alltaf ekta fullnægingu.
10. Þú getur náð þér í kvenmann þótt þú sért með ístru.
11. Þér er hjartanlega sama þótt Pamela Anderson geti ekki leikið.
12. Þú þarft ekki að ganga með handtösku.
13. Þú getur tékkað þig út af hóteli þótt herbergið sé í rúst.
14. Þótt einhver finni að verkum þínum í vinnunni þýðir það ekki að öllum líki illa við þig.
15. Þú vinnur þér inn ótal prik hjá hinu kyninu með örlítilli tillitsemi.
16. Þú getur hlegið að Titanic.
17. Þú getur farið í sturtu og skipt um föt á tíu mínútum.
18. Þú getur sofið hjá úti um allar trissur án þess að missa mannorðið.
19. Það þýðir ekki vinaslit þótt einhver gleymi að bjóða þér í veislu.
20. Þú getur keypt þér nærföt -- þrjú saman í pakka -- á 999 krónur.
21. Enginn af vinnufélögunum getur komið þér til að gráta.
22. Þú þarft ekki að raka þig fyrir neðan háls.
23. Það angrar engan þótt þú sért orðinn 34 ára og enn þá ógiftur.
24. Þú getur skrifað nafnið þitt með gulu í snjóinn.
25. Andlitið á þér er í upprunalegum litum.
26. Það er sama hvað þú gerir, þú getur alltaf lagað það með blómum.
27. Þú getur farið út í rigningu í bol án þess að það kosti eftirmál.
28. Þér duga þrjú pör af skóm.
29. Þú getur borðað banana á dekkjaverkstæði án þess að kallarnir leggi í það einhverja merkingu.
30. Það má sleppa forleiknum þín vegna.
31. Þeir sem eru að segja klámbrandara þagna ekki þótt þú komir inn í herbergið.
32. Þú getur farið úr að ofan ef þér er heitt.
33. Þú þarft ekki að taka til í íbúðinni þótt einhver frá Rafmagnsveitunni sé að koma til að lesa af mælunum.
34. Þú þarft ekki að hafa vit fyrir vinum þínum þótt þeir séu á leiðinni heim með vonlausri stelpu.
35. Bifvélavirkjar ljúga ekki alltaf að þér.
36. Þér er sama þótt enginn taki eftir nýju klippingunni þinni.
37. Þér finnst Clint Eastwood góður en þú þarft ekki að fara í megrun vegna þess.
38. Þú getur setið gleiður sama hvernig þú ert klæddur.
39. Þú færð meira kaup fyrir sömu vinnu.
40. Grátt hár, hrukkur og önnur aldursmerki gera þig flottari.
41. Þú þarft ekki að fara afsíðis þótt þig klæi í kynfærin.
42. Þegar einhver baktalar þig þá er það hans vandamál ekki þitt.
43. Þú getur heimsótt vini þína án þess að færa þeim gjöf.
44. Steggjapartí eru skemmtilegri en gæsapartí -- víst.
45. Þú getur keypt þér smokka án þess að apótekarinn ímyndi sér hvernig þú lítur út nakinn.
46. Þú segist ekki vera að fara að púðra á þér nefið þegar þú ert að fara að kúka.
47. Vinur þinn fer ekki í fýlu þótt þú hringir ekki í hann eins og um var talað.
48. Þú þarft ekki að fara heim úr veislu og skipta um föt þótt einhver sé í svipuðum fötum og þú.
49. Þú hættir að ganga í skóm sem meiða þig.
50. Þú þarft ekki að muna hvenær allir eiga afmæli.
51. Þótt þú sért ekki hrifin af einhverri stúlku þýðir það ekki að þú megir ekki sofa hjá henni.

föstudagur, september 03, 2004

NÝ KÖNNUN!

Ný könnun hefur litið dagsins ljós á síðunni og snýst hún um að kanna skoðun lesenda á því hvort ég eða Krissi á meira skilið að vera í stærra herberginu í íbúð sem við nýlega hófum að leigja. Þess má geta að Kristmundur er bara að dunda sér e-ð í Kennaraháskólanum á meðan ég er í vinnu allan daginn!!!

Þá eru það niðurstöður síðustu könnunar, greinilegt að Jóhann og Berglind hafa verið dugleg á netinu á endasprettinum því að Jóhann hlaut flest atkvæði eða 65 stykki sem þýða 26% greiddra atkvæða. Annars voru niðustöður eftirfarandi

Jóhann 65 atkv. 26%
Einar Andri 50 atkv. 20%
Krissi 45 atkv. 18%
Maggi 35 atkv. 14%
Þorgeir 30 atkv. 12%
Daníel 21 atkv. 9%

Þess má geta að ég kaus mig aldrei sjálfur ólíkt hinum!!!

mánudagur, ágúst 30, 2004

Kynjasögur
Ég hef ákveðið að birta hér á hverjum þriðjudegi pistil um samskipti kynjanna og muninn á kynjunum. Pistil sem ég hef kostið að kalla "Kynjasögur". Ég veit að það er reyndar bara mánudagur ennþá en ég nennti ekki að biða til miðnættis með að skella honum inn, ég er svo þreyttur. Pistlar þessir munu verða byggðir upp af bæði pælingum sem og af skemmtiefni. Efni pistilsins þessa vikuna er einn ákveðinn munur á kynjunum sem mér hefur fundist hin mesta ráðgáta.
Munurinn á okkur körlum og á konum er margþættur. Auðvitað er líkamlegur munur mest áberandi, en ekki mun ég eyða tíma í að útskýra hann í dag. Við fórum nokkuð vel yfir það allt saman í Líffræði í 6. bekk.
Einn veigamesti munurinn á kynjunum er hvernig við tölum. Eða réttara sagt hvað við segjum. Það er nokkuð algild regla að karlmenn segi einfaldlega það sem þeir meina en konur aftur á móti segja eitthvað annað og verða svo sárar ef þú sem karlmaður skilur ekki innihald þess sem sagt var. Hvað er eiginlega málið með það??? Segið bara það sem þið meinið konur!!!

Og þá að skemmtiefninu...
Hversu marga karlmenn þarf til að opna bjórdós?Engan, bjórinn á að vera opinn þegar hún kemur með hann.
Af hverju reynir maður ekki við konuna fyrir framan sig í biðröðinni á féló?Kona sem er í biðröð á féló, getur aldrei haldið þér uppi.
Af hverju hafa konur nettari fætur en karlmenn?Þetta er eitt af grunnatriðum þróunarinnar, sem gerir það að verkum að þær geta staðið nær eldhúsvaskinum.
Hvernig veistu hvenær kona er að fara að segja eitthvað gáfulegt?Hún byrjar setninguna á "hann sagði..."
Hvað kallarðu konu sem hefur misst 95% af gáfum sínum?Fráskilda!

kallakveðja
jóhann skagfjörð
5 góð ráð
pagecannotbefound má muna sinn fífil fegri. Það er ekki langt síðan þessi síða var rómuð fyrir skemmtilegan og frumlegan húmor, áhugaverð skoðanaskipti (m.a. um ofurhetjur og homma), spennandi kannanir, snúnar getraunir, umræðu um mat og vín og margt margt fleira. En þessar stundir tilheyra nú sögunni. Farnar. En þó þær séu farnar þýðir það þó ekki að þær geti aldrei komið aftur. Hér með legg ég til að meðlimir VÍN taki sér tak og geri pagecannotbefound aftur að þeirra eðalsíðu sem hún eitt sinn var.
Hér læt ég fylgja með 5 góð ráð sem ættu að geta hjálpað pagecannotbefound að ná fyrri vinsældum.

Ráð 1
Vikulega tónlistargetraunin fer aftur í gang og skal hún birtast á miðvikudögum. Kristmundi er falið að vera tilbúinn með getraun þann 1. sept.
Ráð 2
Kynlífssögur og ráð. Kynlíf selur alltaf. Prestsonurinn getur t.d. sagt hvort hann geri það aðeins í trúboðastellingunni eða hvort fjölbreytnin er meiri. Einnig tilvalið að birta nektarmyndir af meðlimum VÍN.
Ráð 3
Gerum lítið úr konum. Þannig fáum við mikinn lestur frá öllum karlmönnum sem finnst þetta fyndið, en einnig frá konum sem lesa síðuna dag eftir dag til að hneykslast á okkur karlrembunum. Setningar eins og: "konur kunna ekki að bakka" og "konur eru best geymdar í eldhúsinu" eru aldrei ofnotaðar.
Ráð 4
Spennandi kannanir. Daníel var ansi duglegur í því að setja upp spennandi kannanir. T.d um hver okkar væri líklegastur til að berja konu og fleiri góðar. Hvet ég Daníel eindregið í að hefja þetta á nýjan leik. Nú könnun á hverjum föstudegi hljómar ekki illa.
Ráð 5
Fótboltaspjall. Nú þegar FH er að brillera og enski boltinn byrjaður er af nógu að taka. Ætla menn t.d. að fara til Aachen. Einnig er alltaf gaman að tala um hvort svertingjar séu lélegri miðverðir en hvítir menn! Fullyrðing sem VÍN meðlimir hafa lengi rætt.

Nú er um að gera að vera duglegir að skrifa VÍN menn og allir að kommenta!

kv. johann skagfjord

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Þetta er ansi slöpp síða. Það slöpp að áðan fór ég að skoða gamlar færslur af því að ekkert nýtt var í gangi. Þar fann ég samt einu færslu Einars Andra á síðunni. Hún er svona:

miðvikudagur, mars 17, 2004
Þá er maður loksins kominn með aðgang að þessari mögnuðu síðu og það er alveg ljóst að hún mun ekkert annað en batna nú þegar ég er loksins farinn að skrifa hérna... Greining á síðasta matarklúbbi er er í vinnslu og mun birtast fljótlega.

Einar skrifaði 09:32



... þá er bara að bíða eftir greiningunni á matarklúbbnum.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Þjóðhátíð í Eyjum!

Þjóðhátíð í Eyjum er fyrirbrigði sem ég hef aldrei skilið. Í fyrsta lagi hef ég aldrei skilið nafnið. Ég, og meirihluti Íslendinga, stend fastur á því að þjóðhátíð Íslendinga sé á þjóðhátíðardaginn sjálfan, hinn 17. júní. Af hverju í ósköpunum heitir þetta þjóðhátíð? Allavega, kannski ekki svo stórt atriði.
Í öðru lagi hef ég aldrei skilið hvað í ósköpunum er gaman við að ferðast alla leið til Heymaeyjar til að djúsa. Ég gæti hugsanlega skilið það ef dagskráin væri spennandi, en svo er alls ekki. Hljómsveitirnar sem boðið er upp á eru yfirleitt allra verstu bönd landsins. Nefni til sögunnar Skítamóral (eða Skímó!), Land og Syni, Írafár og fokking ellismelli sellátin í Stuðmönnum! Til að bæta svörtu ofan á kolsvart þá er venja að horfa á feitan kall spila á gítar, fyrirbrigði sem kallast brekkusöngur. Fyrir utan það að maðurinn kunni ekki á gítar og að hann kunni ekki að syngja þá er hann dæmdur glæpamaður! Í fyrra, þegar þessi feiti var í fangelsi, var hins vegar fenginn fréttamaðurinn góðkunni Mr. Marshall til að spila. Ekki veit ég hvort hann er eitthvað skárri, en frekar vel ég gítarpartý með Krissa, Snúlla eða Gústa frænda hvaða dag sem er.
Svo er það veðrið, já blessað veðrið. Riging! Alltaf rigining í Eyjum. Hvað er eiginlega málið með það?
Í mínum augum er Þjóðhátíð í Eyjum hópur hálfvita í pollagöllum frá 66°norður að hlusta annaðhvort á lélegar hljómsveitir eða á feitan kall. Skríður síðan inn í míglekandi tjöldin sín og drepst þar áfengisdauða. Kemur síðan heim til sín nokkrum dögum síðar og kallar þetta bestu helgi lífs síns! Je ræt.
Ég vill drekka minn bjór í húsi, syngja með gítargaurum sem kunna að spila á gítar og sofna í mínu rúmi. Kallið mig sérvitran en svona er þetta bara.

föstudagur, júlí 23, 2004

Hér kemur föstudagsbrandarinn!!


Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman.
"Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk
ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna.
Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr
fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt
æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki
hana alltaf!" "Iss" segir hinn. "Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar
ég fer Heim þá stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn
í bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér
uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?" "Einhvern veginn þá
þykist hún alltaf vera sofandi."

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Undanfarið hafa stórtíðindi hrunið yfir landsmenn, Fjölmiðlafrumvarp, Dabbi kóngur veikur, höfðulaust lík í Írak og Logi Dregur sig úr landsliðshópnum. En það eru allt smáfréttir í samanburði við það að á morgun munu VÍN meðlimir loks hittast og halda langþráðann matarklúbb!!!! Óvíst er með óákveðinn Jóhannes hvort að hann mætir en aðrir munu ekki láta það á sig fá og hyggjast mæta gallvaskir eins og ekkert hafi í skorist. Halda mætti að Jói geri sér ekki grein fyrir því að þetta er síðasti matarklúbbskvöld Magnúsar í bili og að það hafi verið í hans verkahring að halda það með Magnúsi, allavega hans mál!!!
Sjálfur geri ég miklar væntingar til kvöldsins og hlakka mikið til og efast ekki um að aðrir meðlimir hlakki til sömuleiðis.
Þar sem að klúbburinn er ungur og enn í mótun legg ég til að menn komi með hugmyndir að nýjum hefðum og siðum sem skulu tíðkast í kringum matarkvöld! Hugmyndum skal skila í komment hér að neðan.

Að lokum langar mig til að taka það sérstaklega fram að enn hef ég ekki kosið sjálfan MIG í kosningunni hér til hliðar!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Fann þetta á einhverri ódýrri bloggsíðu:
“VIN félagar mínir geta enn ekki fengið staðfest frá mér hvort að matarklúbbur verði haldinn um komandi helgi. Ég hef einfaldlega ekki klú hvað ég ætla að gera og nenni varla að fara að keyra suður bara til að borða.”
 
Í fyrsta lagi er fyrir neðan allar hellur að halda mönnum enn einu sinni í einhverri óvissu og ætla að láta vita með tveggja daga fyrirvara hvort matarboð verði.
Í öðru lagi verður bara víst matarklúbbur ef Jóinn kemur ekki. Tökum hann bara í Lyngberginu á föstudag og fáum bara staðgengil fyrir Jósann. T.d. Jóa Dan eða jafnvel Jóa Long.
Í þriðja lagi er það særandi fyrir hinn virðulega klúbb að heyra að menn nenni ekki suður bara til að borða. Maturinn sjálfur er sjaldnast aðalnúmer kvöldsins enda er hann oftar en ekki vondur. Matarklúbburinn hefur aldrei snúist um mat heldur um lífstíl.
Í fjórða lagi er ástæðan ‘hef bara ekki klú’ vond ástæða fyrir að gefa okkur ekki svör. Það er eiginlega bara engin ástæða. Það er eins og að segja: ‘Ég veit ekki hvort ég kem vegna þess að ég veit ekki hvort ég kem…’. Þarna beitir Jói greinilega hringafstöðu sem er fræg brella í samræðulist máva. Tel ég lélegt að leggjast á sama plan og mávar.  
 
 
Hvet ég Jóa til að drulla sér í bæinn og taka léttan en nettan matarklúbb á föstudag. Bomba sér svo í bolta á laugardag, smella sér í sund og taka sveittan skyndibita áður en menn leggja svo í árlega Laugarvegsferð á laugardagskvöld. Loks tækla menn Keflavík á sunnudeginum og kíkja á FH-leik áður en hægt er að halda heim á mánudagsmorgni. Köllum þetta valkost A. Valkostur B væri þá að nenna ekki suður bara til að borða. Bið ég Jóa að leggja þessa valkosti á vogarskálarnar. Bið ég Danna að hringja í Jóa Dan og hafa hann á 'standby'.

sunnudagur, júlí 18, 2004

Í dag á bílasalinn og ÍR-ingurinn Þorgeir Arnar afmæli. Þorgeir er 23 ára gamall. Ég óska Þorgeiri til hamingju með þetta afmæli og vona að hann eigi ánægjulegan afmælisdag.
 
Þá minni ég á árlegan málsverð á flatbökustaðnum Pítsuhreysinu í Smáralind í hádeginu á morgun.
Var að heyra í Jóhannesi. Hann segist harður á að halda matarklúbb næsta föstudag. Líst mér vel á þá hugmynd. Gæti líka verið mikilvægt að peppa drenginn aðeins upp eftir að Austramenn, undir stjórn Skagfjörðs, lentu í síðasta sæti á Nikulásarmótinu í knattspyrnu. Það er auðvitað alltaf ómetanlegt þegar reyndari þjálfarar og einkum menn með nafnbótina ‘þjálfari ársins’ láta nokkur hughreystandi orð falla ef illa gengur. Við sem erum þjálfarar ársins gegnum jú líka ábyrgðarfullu hlutverki og þurfum að kappkosta við að miðla þekkingunni til óreyndari og verri manna. Manna eins og Jóhannesar.
Hér er tónlistargetraun: 
 
Spurt er um band og lag…
i) Í dag. Ég frétti hún hefði framið sjálfsmorð. Það er hennar mál. Vandamál. Einu fífli færra.
 
ii) But me and Cinderella
We put it all together
We can drive it home
With one headlight
She said it's cold
 
iii) Well I don't know why I came here tonight
I got the feeling that something ain't right
I'm so scared in case I fall off my chair
And I'm wondering how I'll get down the stairs 

föstudagur, júlí 16, 2004

heilir og sælir félagar mínir kærir
 
Akkúrat þessa stundina eru miklar fréttir að frétta af mér. Miklar fréttir. Þær munu þó ekki birtast ykkur fyrr en síðar.
Ástæðan fyrir skrifum mínum eru aðrar. Ég vill nefnilega benda ykkur á nokkrar ásætður fyrir því að ÉG er líklegastur af VÍN meðlimum til að verða forseti.
 
1. Það er áberandi þegar litið er á fyrrverandi forseta að flestir séu Framsóknarmenn, nefni til sögunnar Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Ólaf Ragnar Grímsson (já og svo auðvitað mig!!)
2. Ég hef ferðast til flestra landa af okkur, og er því mesti heimsborgarinn. Mjög mikilvægur eiginleiki fyrir forseta.
3. Ég er þekktur fyrir góða framkomu.
4. Ég er þekktur fyrir að kunna að fara með vín.
5. ...ég er orðinn þreyttur og nenni ekki að skrifa allar hinar ástæðurnar fyrir því að ég sé lílegastur til að vera forseti. Berglind bíður uppí rúmi og svoleiðis...þið skiljið mig ef þið eru með eistu.
 
kveðja frá Herra Jóhanni Skagfjörð Magnússyni, verðandi 7. forseti Íslands.
 

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Svo að ég birti nú aðra grein, (lítið að gera muniði!) þá er komin ný könnun og úrslit síðustu könnunar eru þar af leiðandi ljós.

Magnús hlaut 9 atkvæði og telst því líklegastur til þess að vera laminn með hrífu í höfuðið.
Þorgeir kom næstur með 7 atkvæði
Aðrir fengu færri atkvæði.

Lítill fugl, eða svona meðalstór, ok hann var mjög stór, hvíslaði því að mér að næsti matarklúbbur væri innan seilingar og stefnt er að því að hann verði helgina 23.-25. júlí.
Fyrir u.þ.b. 10 dögum skrifaði Kristmundur pistil á þessa hálflömuðu síðu þess efnis hve lélegir matarklúbbsmeðlimir væru að blogga! Hefði maður haldið að slíkur pistill myndi nægja til að kveikja í mönnum, veit ekki með ykkur hina (nema Krissa) en mér finnst Emil ekkert nettur og alveg nóg að skoða síðuna hans bara einu sinni.

Nú veit ég að staðan er sú á virkustu (einu) skrifurum að
Jói er á Raufarhöfn og hefur ekkert að gera þar nema að sofa og drekka!
Kristmundur mætir ekki í vinnu fyrr en á hádegi (nema tvisvar í viku)!
Hvað sjálfan mig varðar þá hefur verið rólegt að gera hjá mér síðustu daga!
Um aðra meðlimi er ekkert að segja, því að hversu mikið eða lítið er að gera hjá þeim þá birta þeir ekkert á þessari síðu annað en comment endrum og eins.

Hversvegna er þetta andleysi? Varla eru menn með ritstíflu dögum saman (eða mánuðum eins og hinn helmingur matarklúbbsmeðlima), hafa frá engu að segja eða eru ekki með neinar pælingar í gangi.

Jói gæti útskýrt hvernig hann eyðir deginum á stað þar sem er ekkert að gera!
Krissi gæti skrifað um hvað hann er pirraður á að þurfa að vakna fyrr til þess að skrifa e-ð á síðuna svo að hún sé virkari!
Ég gæti talað um hvað mér leiðist mikið í vinnunni þegar það er lítið að gera eða hent inn nýrri tónlistargetraun.
Aðrir mættu jafnvel henda útskýringu á síðuna, hvers vegna þeir birti aldrei neitt.

Hvað sem menn birta þá gengur það ekki að síðunni sé haldið uppi með eina fasta dagskrárliðnum, Tónlistargetraun.

Hvernig líst mönnum annars á að Dabbi Vidd sé á leið í FH?

þriðjudagur, júlí 06, 2004

TÓNLISTARGETRAUN!!!

Hér kemur getraun vikunnar, spurt er um lag og flytjanda/-endur.

i)
We are what we're supposed to be
illusions of your fantasy
All dots and lines that speak and say
what we do
is what you wish to do

We are the color symphony
we do the things you want to see
Frame by frame
to the extreme


ii)
Heads are hanging from the garbage man trees
Mouthwash jukebox gasoline
Pistols are pointing at a poor man's pockets
Smiling eyes ripping out of his sockets

iii)
Another mother's breakin'
Heart is taking over
When the violence causes silence
We must be mistaken
It's the same old theme since 1916
In your head,

iv)
I didn't hear you leave
I wonder how am I still here,
I don't want to move a thing,
it might change my memory
Oh I am what I am,
I'll do what I want,
but I can't hide
I won't go,
I won't sleep,
I can't breathe

(aukaspurning)
Hvert er mynstrið á flytendum???

mánudagur, júlí 05, 2004

Djúpavík

Ég fór í ferðalag til Djúpuvíkur, lítils þorps þar sem faðir minn ólst upp. Fyrsti áfangi ferðarinnar hófst seinni part þriðjudags, en þá var keyrt til Akureyrar. Annar áfanginn hófst svo á miðvikudagsmorgun, reyndar mun seinna heldur en ferðalangar höfðu áætlað. Við vorum komin á Hólmavík um hálf þrjú leytið. Þaðan er aðeins einn og hálfur tími til Djúpuvíkur. En af illri nauðsyn þurftum við að bíða á Hólmavík til fimm. Við áttum nefnilega eftir að kaupa áfengi í ferðina og ríkið nýopnaða á Hólmavík opnar ekki fyrr en þá. Það er ekki mikið að gera á Hólmavík þannig eftir að við gerðum allt sem er hægt að gera þar lögðum við bílnum niður við bryggju og fórum bara að gera…krossgátu í klukkutíma. Loksin var hægt að halda áfram. Ekkert markvert gerðist á leið til Djúpuvíkur nema að við pikkuðum upp einhvern Ungverja og gáfum honum far áleiðis. Hann var nokkuð skrítinn.
Djúpuvíkurdvölin var öll hin ánægjulegasta. Grillað á hverju kvöldi, farið í sund á Krossnesi og skoðað sig um í nágreninu. Fengum til okkar heiðursfólkið Olgu og Ragga á fimmtudeginum og börnin þeirra tvö. Gústi stórfrændi var líka á svæðinu og bauð okkur í massa húsbíla/gítarpartý á föstudagskvöldinu. Var það partý hið besta. Á laugardagskvöldinu skelltum við okkur norður í næsta fjörð, en sá fjörður heitir einmitt Norðurfjörður. Þar var hið prýðilegasta sveitaball með tilheyrandi öfögnuði. Það má með sanni segja að rollurnar hafi átt fótum fjör að launa þessa nótt.
Síðan lagði ég bara af stað frá Djúpuvík klukkan tvö á sunnudag og var ekki kominn heim fyrr en korter í tólf. Tímann sem ferðalagið tók má útskýra með miður góðu ástandi bílstjórans. Tvennt stórfurðulegt gerðist á leiðinni heim, annað skemmtilegt en hitt leiðinlegt. Í Staðarskala gleymdi ég fimmtán þúsund króna peysu sem ég á en það gleymdist allt þegar ég var kominn á Melrakkasléttuna því þá náði ég norskri útvarpsstöð sem var helvíti góð. Held meira að segja að gaurarnir tveir sem voru með þáttinn hafi bara verið nokkuð fyndnir.
Fréttir af heimkomu minni munu birtast í pistil hér á pagecannotbefound á næstu dögum.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Síðuræksni hið versta

Frægðarsól pagecannotbefoundvefsetursins er hnigin. Nú hef ég kíkt á síðuna tuttuguogfimm sinnum síðustu daga, aldrei séð neitt ferskt eða skemmtilegt og alltaf endað á því að skoða Emil hinn þýska enn einn ganginn. Nú vil ég síst meina að Emil sé ekki flottur kappi eða að músíkin hans höfði ekki til mín en öllu má ofgera og er Emil þar engin undantekning.

Legg ég til að bragarbót verði gerð á þessu öllu saman og hefst sú bragarbót á fimmþættri lausn:
a) Hvet ég Jóhann Skagfjörð til að gera grein fyrir Djúpuvíkurferð sinni hér á vefnum. Einnig mætti hann gera grein fyrir hvenær hann komi til byggða og hver áform hans eru þegar komið er í Fjörðinn.
b) Hvet ég Daníel til að hrista fram úr ermum sínum tónlistargetraun og það sem líklega er enn mikilvægara að finna fleiri myndir af Emil og sýna okkur. Mættu þær jafnvel vera enn djarfari.
c) Hvet ég Einar Andra til að byrja að drekka á ný.
d) Hvet ég Magnús Inga til að rita fáein orð um Stóra matarklúbbsmálið sem mikill ófriður hefur staðið um á vefnum. Vil ég að hann rói matarklúbbsmenn og tilkynni loks hvenær hann ætlar að halda næsta boð.
e) Hvet ég Þorgeir til að gefa skýrslu um hvernig hegðun Einars Andra hefur breyst eftir að hann ákvað að hætta að drekka. Vil ég að hann noti mannfræðileg hugtök og byrji allar setningar á bókstafnum ‘f’.
Þori að veðja að gaurinn sem hljóp inn á völlinn áðan og henti Barcafána í hausinn á landsliðsfyrirliða Portúgals fyrir framan alla portúgölsku þjóðina lifi ekki af vikuna. Er jafnvel til í að leggja pylsu og kók undir.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

SORI

Fékk sendann þennan viðbjóð í vinnunni, fannst ég skildugur til þess að deila þessu með lesendum síðunnar!
Hækkið nú vel...

1. viðbjóður
2. viðbjóður

endilega kommentið skoðun ykkar á þessu!

fimmtudagur, júní 24, 2004

AF DRUSLUM

Hvílíkar svívirðingar og ónotalegheit! Ég á bara ekki til orð. MÉR er bara kennt um allt saman! Fyrst frestaðist matarklúbburinn útaf Magga og kellingunni og svo út af mér. Það má ekki bara kenna MÉR um þetta eins og Danni gerði. Ég ætla hinsvegar ekki að fara að ota fingrum á næsta mann og byrja að ásaka eins og Daníel og Kristmundur, það er einfaldlega fyrir neðan mína virðingu.
Í stað þess ætla ég að reyna gera gott úr málunum og boða næsta matarklúbb. Hann verður haldinn í á laugardagskvöldið að heimili mínu á Aðalbraut 69, 675 Raufarhöfn. Mæting stundvíslega klukkan 19:00. Ef einhverjir hafa áhuga á að viðhalda þessum matarklúbb þá skulu þeir hinir sömu mæta á svæðið eða þegja ella.
Annar langaði mig bara að óska stórfrænda mínum til hamingju með inngönguna í kennó, æska landsins verður í hans öruggu höndum næstu ár, allavega hluti af landsins æsku.

með vinsemd og virðingu
Jóhann Skagfjörð Magnússon

miðvikudagur, júní 23, 2004

Það er ekki laust við að ofsi og heift ráði ríkjum meðal matarklúbbsmanna þessa dagana. Síðasti klúbbur var haldinn á prestsetrinu að Smyrlahrauni um miðjan apríl og var þar skýrt tekið fram hvert hlutverk næstu gestgjafa, Magnúsar og Jóhanns, væri. Þessir tveir hrosshausar hafa hins vegar ekki höndlað verkefnið og nú sjáum við fram á matarklúbbslausan júnímánuð. Þetta er ansi langt matarhlé og ég er orðinn svangur. Við höfum þurft að sitja undir afsökunum sem tengjast sumarbústaðaferðum og því að menn þurfi að “sjá um 17. júní” og fer að líða að því að menn séu komnir með upp í kok af aumingjaskapnum. Þetta er hætt að snúast um hvort menn nái að finna fínar dagsetningar heldur farið að snúast um hvort menn nenni yfir höfuð að redda þessu. Þessi vinnubrögð eru áðurnefndum einstaklingum og fjölskyldum þeirra og gæludýrum til skammar.

Tek ég undir orð Daníels hér að neðan og hvet menn til að svara fyrir sig, þegja ekki málið í hel heldur takast á við það. Sjaldan hefur þótt gæfuríkt að húka undir sæng í feluleik á Raufarhöfn þegar á móti blæs enda eru slíkir feluleikir einungis feluleikir við sinn eigin aulahátt.

þriðjudagur, júní 22, 2004

AF RÆFLUM

Ég átta mig ekki á því hvað hinn ágæti félagi minn Jóhann Skagfjörð er að hugsa, hvað er ég að fara??? Jú þannig er mál með vexti að undanfarið mætti segja að Jói sé algerlega að skíta í brækurnar, í fyrsta lagi þá stóð til að halda matarklúbb 16. júní s.l. (Maggi og Jói), en e-a hluta vegna komst Jóhann ekki bæinn því að hann þurfti að leika sér í fótbolta daginn eftir. Í öðru lagi þá skoraði Kristmundur á Jóhann fyrr í vetur í 400m hlaup sem átti að fara fram á páskadag og ÁTTI það að koma í hlut þess sem beið lægri hlut að hlaupa kvennahlaupið 19. júni s.l.. Svo fór að Jóhann komst ekki (ég er farinn að sjá mynstur hér!!!) því hefði hann átt að taka þátt í þessu kvennahlaupi, en nei hann komst ekki, allavega fór hann ekki!!!
Það sem mér þykir verst við þetta allt saman er að Jóhann þegir þunnu hljóði og virðist halda að svona hlutir gleymist bara! Hann hefur ekki þann manndóm í sér að í það minnsta svara fyrir sig og útskýra hvernig hann ætlar að bæta fyrir allar þessar misgjörðir sínar.

Jóhann, hér með skora ég á þig að skýra mál þitt og bæta fyrir þetta

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ný könnun

Það er alveg á hreinu að lesendum pagecannotbefound þykir Stefán líklegur sem góður heiðursgestur matarklúbbsins.
En hér er komin ný könnun, til að athuga hvort Jóhann og Magnús séu verðugir félagar!!!
Matarklúbbur á miðvikudag!!!

Vildi bara koma því á framfæri að afar mikilvægt er að matarklúbburinn verði haldinn næstkomandi miðvikudag, því að annars þyrfti að fresta honum fram í ágúst, sem er mjög slæmt! Jói, það er því þitt að axla þessa ábyrgð og drífa þetta af....

Annars rakst ég á þetta, frekar svekkjandi.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Tónlistargetraun dagsins er svohljóðandi:

Ávallt spurt um band og lag...
i) “And if you win you get this shiny fiddle made of gold
But if you lose the devil get’s your soul”

ii) “Take second best
Put me to the test
Things on your chest
You need to confess
I will deliver
You know I'm a forgiver”

iii) “Letting the days go by, let the water hold me down
Letting the days go by, water flowing underground
Into the blue again, after the money's gone
Once in a lifetime, water flowing underground.”

iv) “I was a lonely soul
I had nobody till I met you
But you keep-a me waiting
All of the time
What can I do”

þriðjudagur, júní 08, 2004

Fréttir af matarklúbb
Nú er það komið í ljós að matarklúbburinn sem áætlað var að halda næstkomandi föstudagskvöld frestast. Ég og Magnús höfum tekið þessa ákvörðun vegna þess að okkur sýnist gangur himintunglanna vera sérstaklega óhagstæður þessa helgina.
Stefnan er því að geyma matarklúbbinn um eina helgi. Hvað finnst öðrum VIN mönnum um það?
Í stað þess er ég því að pæla að halda léttan gleðskap að heimili foreldra minna á föstudagskvöldið. Eru menn ekki til í það?

joiskag
Jæjajá. Lokað hefur verið fyrir alltof langa könnun og eru úrslitin eftirfarandi:
Hver er liklegastur til ad berja konur?
Daníel hinn réttvísi 13%
Einar Andri prestssonur 33%
Magnús aríi 10%
Jóhann ráðvillti 32%
Kristmundur betlaraberjari 12%
Þorgeir hefti 0%

208 atkvæði voru greidd. Þessi könnun er lituð af vafasömum lýsingum Danna á þátttakendum sem varla standast og er hún ekki eins trúverðug fyrir vikið. Daníel hefur t.d. aldrei þótt vera réttvís (sérstaklega ekki við gerð þessarar könnunnar) og ég hef aldrei barið betlara. Þorgeir hefur hins vegar lengi verið kallaður Þorgeir hefti, ef ég man rétt frá því hann heftaði sjálfan sig í lærið í Lækjarskóla forðum daga.
Ljóst er þó að Einar Andri þykir líklegastur til að berja kvenfólk. Er hann því eins konar ‘Gazza’ hópsins, eða jafnvel ‘Tommy Lee’ og þykir það ekki dónalegur félagsskapur. Jói var þó aldrei langt undan enda hafa þess konar barsmíðar ákveðna forsögu hjá honum eins og rætt hefur verið áður.
Ný könnun er nú komin, sú er í höndum Danna, sem kominn er til lands á ný eftir dvöl í Afríku. Hvaða sjúkdóma hann dregur með sér kemur senn í ljós en víst er að hann er orðinn ansi feitur þar sem drakk víst svolítinn bjór þarna. Svo feitur að hann hefur fengið tilboð frá knattspyrnudeild Stjörnunnar í Garðabæ.

fimmtudagur, júní 03, 2004

næsti matarklúbbur og fyrsti heiðursfélaginn
hér með sting ég formlega upp á því að næsti matarklúbbur verði haldinn að Álfaskeiði 46, 220 Hafnarfirði á hinu ágæta föstudagskvöldi 11. júní. Gestgjafar eru Jóhann Skagfjörð og Magnús Ingi.
Aðrir félagar í matarklúbbnum VIN eru hér með beðnir um að tjá skoðun sína á þessum máli, sérstaklega Maggi.
Einnig hef ég tekið þá umdeilanlegu ákvörðun að hunsa vilja meirihlutans sem vildi fá Jón Þór sem fyrsta heiðursgest. Jón Þór hefur mér ekki fundist sýna þessari síðu og þessum félagsskap bræðra og jafningja nægjanlega athygli.
Í stað Jóns Þórs sting ég upp á því að hinn geðþekki góðvinur okkar allri, Stebbi, verði fyrsti heiðursgestur okkar VIN manna. Hef ég það eftir áreiðanlegum heimildum að Stebbi sé mikill aðdáandi síðunnar. Ég ætla ekkert að erfa það við hann að ég veit að hann er alltaf að kjósa mig í könnuninni hér til hliðar.
Hvernig líst ykkur á þetta?

joiskag

miðvikudagur, júní 02, 2004

Töluvert hefur borið á aumingjagangi af minni hálfu í bloggi. Hef ég að auki fáar afsakanir, er ekki í Bangkok eða á Djúpuvík. Þá get ég ekki sagst vera að undirbúa söngferil enda hef ég hvorki unnið Malavision né Karókíkeppni Raufarhafnar. Eins torskilið og það er að Jói hafi unnið söngkeppni er það lygilegt að Danni hafi gert slíkt hið sama í Malavision. Sebbi Stiff hreinlega hlýtur að vera mikill fagurgali.

Breytir því þó ekki að hér er tónlistargetraun. Spurt er um lag og flytjanda…

a) Cheer up, Sleepy Jean.
Oh, what can it mean.

b) I HAD AN OUT OF BODY EXPERIENCE,
THE OTHER DAY,
HER NAME WAS JESUS,
AND FOR HER EVERYONE CRIED,
EVERYONE CRIED,
EVERYONE CRIED.
TRY HER PHILOSOPHY,
TRY HER PHILOSOPHY,
TRY HER PHILOSOPHY,
TRY. YOU DIE FOR HER PHILOSOPHY,
DIE FOR HER PHILOSOPHY,
DIE HER PHILOSPHY DIE.

c) Desert loving in your eyes all the way
If I listen to your lies would you say
I'm a man without conviction
I'm a man who doesn't know
How to sell a contradiction
You come and go
You come and go

d) Can you hear me you peers and privy counsellors
I stand before you naked to the eyes
I will destroy any man who dares abuse my trust
I swear that you'll be mine

e) Valdi henti eitt sinn gömlum smokk - í feita konu
Græddi einu sinni Diet Coke - er hann át sápu

Valdi setur upp fýlusvip
er hann gleypir sinn lyfjaskammt
mamma kallar hann gallagrip
en mér þykir vænt um hann samt
Phuket

Nu er mer ljost ad mellur og vaendi var ekki svo mikid, tvi ad her a Phuket er tetta bara rugl. Skelltum okkur a lifid i gaer og la leidin a e-n stad med litrikum ljosum og harri tonlist, tegar inn var komid blostu vid okkur 12-15 barir sem var buid ad rada upp eins og a fjolskyldusyningunni i Laugardalsholl, en tetta var langt fra tvi ad vera fjolskylduvaent, vid hvern bar bidu 8 mellur og reyndu ad draga okkur ad sinum bar til ad kaupa drykk, svo a bakvid barbordin voru sulur tar sem adrar dilludu ser vid. Tad besta var ad stelpurnar voru sidur latnar i fridi og homudust mellurnar vid ad strjuka taer og segja teim hvad taer vaeru fallegar. Og hvad aetli ad kvoldstund kosti med einni mey, ju taepar 2000 kronur, ekki slaemt....

Annars er eg nykominn ur morgunverdi og aetla ad fara i tennis, legg ekki i solbad i dag, tar sem eg er lett brunninn sidan i fyrradag. I gaer forum vid med bat til Phi Phi eyja, tar sem The Beach var tekin upp. Tad var alger snilld. Snorkludum trisvar, vid eyjarnar og svo uti a midjum sjo. Koralrifin voru mjog nett en tad snjallasta voru fiskarnir, litlir gulir fiskar sem greinilega fa litid ad borda, tvi ad ef madur kastadi braudi i sjoinn ta komu svona tusund svangir fiskar til tess ad taeta tad i sig og oft fann madur fyrir nettu narti a likamanum tegar teir rugludust a okkur og braudmolanum.
I fyrrakvold heldum vid tokaparty, tar sem allir vofdu sig i lokin af rumunum. Sidan forum vid i tessu ut a strond (sem er hinumegin vid gotuna), a leidinni ut voru e-r stoppadir af starfsmonnum hotelsins, ein tau sogdu bara ad tetta vaeri tradision in Iceland og ta svaradi hann "o, then have fun" svo heldum vid gitarparti og forum skinnydipping i sjonum.

Lenti i tvi um daginn ad brjota kredidkortid mitt, tvilikt rugl, en tad hefur reddast tvi ad eg hef ennta numerid a tvi, en tad er mjog boggandi ad geta ekki notad hradbanka. Tad sem tetta hefur kennt manni er ad prutta bara meira svo ad peningurinn klarist seinna. Alger snilld hvad tad er haegt ad prutta allsstadar herna, i ollum budum bidur madur um special price for me og ta laekka teir allt strax.
Jaeja nog i bili, tarf ad fara ad undirbua mig og lidid mitt fyrir Phuket leikana sem eru i kvold.
næsti matarklúbbur
Ég og maðurinn sem missti stöðuna sína eigum víst að halda næsta matarklúbb. Þó er ég með þá hugmynd að reka Magga úr matarklúbbnum, láta hann missa stöðuna sína! Það gæti verið svona trend hjá Magga í sumar, að missa eitthvað. Í æviminningum sínum gæti hann kallað þetta Missisumarið mikla, eða Sumar hinna miklu missa.
En spáum frekar í matarklúbbnum sem ég á að halda með aríanum knáa. Ég kem næst í bæinn þarnæstu helgi, eitthvað í kringum tíunda held ég. Var að spá hvort væri ekki upplagt að halda matarklúbb þá? Mamma og pabbi verða í útlöndum þannig það er kúl. Einnig skilst mér að Danni verða að passa villuna hjá Maríu og Sigga, og Siggi er náttlega annálaður kokkur þannig það gæti verið málið að vera kannski bara þar, láta síðan Danna sitja í súpunni með uppvaksið.
Endilega kommentið og látið vita hvernig þessi helgi hentar ykkur. Danni verður nýkominn heim frá landi strákahomma og gæti sagt okkur ferskar sögur af ungstrákareiðum.
Maggi, það er sérstaklega mikilvægt að þetta henti þér ágætlega...

ps. Danni. Raggi var að pæla hvort þú nenntir að kaupa eins og eina tvær flöskur af MEKONG viskíi ef þú rekst á það. Bið að heilsa Ishmael.

joiskag

föstudagur, maí 28, 2004

Asiuferd-af strakamellum!
Tid verdid ad fyrirgefa slappa frammistodu mina a blogginu undanfarid. Tad hefur verid stift program her i Bankok, vaknad fyrir 7 alla morgna til tess ad maeta i fyrirtaeki og skodanaferdir.
Bankok er alger snilld, olik Kuala Lumpur, med meira af fataeklingum og mellum, turfti ad draga eina nokkra metra a eftir mer tegar eg var a Patpong markadnum a tridjudag.
Eitt er to slaemt vid tessa ferd, en tad er ad eg hef fengid mig fullsaddann af hladbordum eda Buffe og ta serstaklega sjavarretta buffe, hef varla bordad annad her i borg. Annars er madur buinn ad haga ser eins og kongur, let klaedskerasauma jakkafot og jakka a mig og hef farid 3 svar i fotanudd og tainudd, alger snilld.
Forum i leidinlega skodanaferd i hollina i morgun, adalega vegna tess ad guideinn okkar kann ekkert i ensku og oll ord sem hun segir a ensku enda a sss, svo var lika allt of heitt. Tvi akvadum vid strakarnir ad skella okkur a fylleri fyrir naestu ferd sem var batsferd fra 4-7 i dag hun var fin, er meira ad segja ennta vel kenndur..
I gaer lentum vid i mesta rugli, vorum ad fara saman hopur a Ko Shang RD. a fylleri og akvadum ad taka Tuk Tuk sem eru opnir 3ja hjola bilar fyrir 2-3. Vid sendum ta i kappakstur, vid toku 10 brjaladar minutur tar sem fardi var yfir a raudum ljosum, keyrt i veg fyrir bila og svinad, alger snilld en storhaettulegt. Nenni ekki ad skrifa meira tvi ad mig langar i bjor...

fimmtudagur, maí 27, 2004

Olweusaráætlunin um einelti og músíkgetraun
Á þriðjudaginn fór ég á eitthvað námskeið í skólanum um einelti. Þetta er enn eitt af þessum frábæru forvarnarprógrömmum sem eiga að gera heiminn betri. Þar kom meðal annars fram að maður getur alveg lagt einhvern í einelti án þess hreinlega að fatta það sjálfur. Allavega þetta var leiðinlegt námskeið.
Og þá að öðru. Ég var að spjalla bið Berglindi og hún sagði mér að við værum ógeðslega leiðinlegir við Togga í músíkgetrauninni. Hún sagði að við værum að leggja hann í einelti.
Þannig fléttast Olweusaráætlunin um einelti og músíkgetraunin saman. Við héldum að við værum bara að stríða stráknum, en í raun erum við sökudólgar þess að hann pissar i sig á nóttinni, rétt eftir að hann er búinn að gráta sig í svefn.
Toggi, fyrirgefðu, það var ekkert illt meint með þessu.
Til að hindra að eineltismál komi aftur upp hér á pagecannotbefound hef ég ákveðið að smella inn vikulegum pistlum um einelti. Fyrsti pistillinn gæti komið seinna í dag, annars ekki fyrr en á þriðjudag.

lifið í friði og verið góð hvert við annað.
joiskag

miðvikudagur, maí 26, 2004

dagsatt slúður frá tælandi
var að tala við mömmu, sem var að tala við mömmu ríkeyjar (þær eru saman í saumó), sem var að tala við ríkey og ríkey var víst að tala við sebba stiff (sem er einhver tennisvinur hans danna) og sebbi stiff sagði við ríkey að danni hafi sagt sér að hann (sumsé danni) væri búinn að fá sér strákhóru tvisvar sinnum í ferðinni. hann bætti víst við að líklega væri hann (aftur sumsé danni) hvergi nærri hættur. auk þess vildi hann meina að danni væri lélegur í tennis.
eins og þið sjáið þá eru þetta upplýsingar sem ég fær frá fyrstu hendi og geta á engan hátt verið ýktar eða upplognar.
Músíkgetraun

Henti þessu saman í fljótheitum. Ekki mikið varið í hana þessa.

i)lag og band (xxxx = nafnið á laginu)?
xxxxxx
What you done
She's a gun
Now what you done
Beetlebum
Get nothing done
You beetlebum
Just get numb
Now what you done
xxxxx

And when she lets me slip away
She turns me on and all my violence gone
Nothing is wrong
I just slip away and now I am gone
Nothing is wrong
Coz she turns me on
I just slip away and now I am gone


ii) lag og band?
Jubilation, she loves me again
I fall on the floor and I laughing
Jubilation, she loves me again
I fall on the floor and I laughing
Wo ho oooh ...

iii) lag og band?
You make me dizzy running circles in my head
One of these days I'll chase you down
Well look who's going crazy now
We're face to face my friend
Better get out
Better get out

iv) fyrir togga: spurt er um heiti lags
Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann siggi
hann á afmæli í dag

kv.joiskag

þriðjudagur, maí 25, 2004

Af kúrekavestrum, heimilisofbeldi og hlunkum
Opnunarleikur utandeildarinnar fór fram í gær á gervigrasinu í Laugardal. Unnum Morgan Kane 6-2. Morgan Kane var frægur bandarískur rithöfundur sem skrifaði kúrekavestra sem aðallega eru til í kiljum. Átti afar gáfulegar umræður í sturtuklefanum eftir leikinn við einn andstæðinganna um bókmenntir og þá einkum störf Morgans. Illskásti Morganmaðurinn í leiknum var Birgir Sigurðsson, fyrrverandi línumaður Víkings svo óhætt er að ímynda sér hversu burðugir þessir bókmenntapésar og mannvinir voru í fótbolta.
Annars hef ég áhyggjur af því hvað ég er að fá mörg atkvæði í könnuninni. Tel ég marga líklegri til þess að leggja hendur á kvenfólk. Jói er t.d. oft mjög ráðvilltur og óútreiknanlegur. Hann var heldur ekki lengi að eignast erkióvini á Riben. Sé ekki ástæðu fyrir því að hann geti ekki barið konur. Maggi er líklegur ef konurnar eru af erlendu bergi brotnar svo hann hlýtur að koma sterkur inn. Einar Andri er hins vegar líklegastur allra. Hann er þekktur raftur og heljarmenni sem getur vel tuskað fólk til. Svo er hann prestssonur og því hæg heimatökin fyrir hann að hljóta fyrirgefningu synda sinna... Var samt að fatta það að ef ég man rétt barði Jósi fyrrverandi kærustu sína oft. Reyndar var það í góðu glensi en hann lamdi hana engu að síður.
Það styttist óðum í Pixies. Ljóst að maður fær þar mikið fyrir krónurnar, ekki síst í ljósi þess að Frank Black er í laginu eins og körfubolti. Myndi halda því fram að hann væri feitasti maður á landinu í dag ef ekki væri fyrir það að Mihajlo Bibercic er mættur á skerið. Sterkur leikur hjá Stjörnunni að kaupa sér 36 ára og 110 kílóa hnullung í framlínuna. Á móti kemur að kílóverðið er hagstætt. Hvað sem því líður er fínt að Black sé feitur. Oft á maður erfitt með að sjá allt á svona tónleikum en nú ætti aðalkallinn alltaf að blasa við.

Skora svo að lokum á Jóa að smíða tónlistargetraun á morgun. Einnig legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði. Það skítapleis hefur alltaf verið til óþurftar.

mánudagur, maí 24, 2004

Í matarklúbb
Þegar matarklúbburinn hittist er talað um allt milli himins og jarðar; hver okkar missti sveindóminn með súkkulaðistykki, hver okkar vildi fara í leðurhommapartý, hver okkar klæðist g-streng svona svo að fátt eitt sé nefnt. En af öllum þeim uppbyggjandi samtölum sem við félagarnir höfum átt á þessu rólegu kvöldstundum stendur tvennt upp úr.
Í fyrsta lagi er mér mjög minnistætt í síðasta matarklúbb heima hjá Einari Andra þegar hann var að segja mér í hvaða stólum í stofunni hann hafði riðið stelpum í. Þessar upplýsingar reyndust mér gríðarmikilvægar þegar ákveðið var í hvaða stól ætti að sitja.
Í öðrum lagi eru yfirlýsingar aríans Magga minnistæðar. Fór hann sérstaklega á kostum heima hjá Togga í kringum áramótin. Þessi drengur hefur sterkar skoðanir á litarhafti leikmanna og telur litinn einmitt tengjast getu þeirra á knattspyrnuvellinum. Seinna um kvöldið upphófst svo mikið rifrildi milli mín og Magga um hið ágæta lið Arsenal. Maggi vildi meina að Wenger hefði enga stjórn á þeim, og að Arsenal væri grófasta lið deildarinnar. Ég vildi meina að það væri alrangt. Þetta kvöld man ég að ég tapaði rifrildinu, enda einn Arsenal maður á móti fimm. En í kvöld breytast hlutirnir rækilega, hinir síðustu munu seinna verða fyrstir, eins og segir í svörtu bókinni. Með meðfylgjandi frétt lýsi ég hér með yfir sigri.

"Fair Play deildin er deild þar sem liðum eru gefin stig fyrir rauð og gul spjöld ásamt því hvernig framkoman við dómara er og svo eru stuðningsmennirnir metnir eftir prúðleika. Liðið sem fær fæst stig vinnur og í þetta skiptið þrátt fyrir óleik á Old Trafford í haust var Arsenal á toppi þessarar deildar.

Wenger lýsti mikilli ánægju með að hafa orðið í efsta sæti í Fair Play deildinni og sagði að ekki einungis hefðum við unnið deildinna hefldur hefðum við unnið hana á mjög heiðarlegann máta og þessi verðlaun sanna það"

kv. joiskag
Lundúnaferð, dagar 1-4

Fór til London um helgina. Þessi ferð var að mörgu leyti ólík bullferðinni sem við félagarnir fórum er við vorum 17 ára. Þá sáum við akfeitan Gazza og eina fyllibyttu. Núna sá maður allt sem borgin hefur upp á að bjóða. Nenni samt ekki að telja það upp en tók magnaðan túristaböss og siglingu á Thamesfljóti. Þannig var fimmtudagurinn. Á föstudegi fór ég svo ásamt stórfrændunum og sjúkraþjálfurunum Robba og Þórði að skoða aðstæður á æfingasvæði Arsenal. Kíkti t.d. inn á skrifstofu til Hr. Wenger og skoðaði klefann hjá strákunum. Þegar enginn var að horfa náði ég að sleikja herðartré Frakkans Henry og hlaut af því slæmt munnangur sem kýs stoltur að kalla Henrymunnangrið. Tók það heim sem minjagrip (þ.e. munnangrið) svo áhugasamir geta skoðað á heimili mínu frá kl. 17-19 (frítt er fyrir 12 ára og yngri). Ræddum svo við fantanettan húsvörð og sjúkraþjálfara. Fórum í búðir og svona seinni partinn.
Laugardeginum eyddum við svo í Wales þar sem barist var um enska bikarinn. Stemmningin fyrir leikinn var engu lík og léku þar Millwallbullukollar stóra rullu. Það voru nett sjötíuogtvö þúsund manns á vellinum þennan daginn og Manchestermenn voru geipilega góðir þó við dvergvaxinn spámann væri að etja. Það var eins og Ronaldo væri að spila úti í garði við ráðvillta leikskólastráka, slíkur virtist getumunurinn vera... Við Þórður vorum í massasætum við miðjan völl en Robbi var uppstrílaður í einhverju spaðapartíi með Sveini Jörundi landsliðsþjálfara og fleiri höfðingjum sem hæglega gætu þurrkað út heilu þjóðirnar með einu pennastriki. Allavega einhver lúseralönd í þriðja heiminum... jafnvel þessi skítalönd sem Danni er að heimsækja. Þegar leikurinn var úti vorum við svo samferða hinum fræga labbakúti, Michael Owen út af svæðinu sem hreinlega hlýtur að vera undir dvergamörkum. Ég hefði kallað að honum að hann væri helvítis dvergur og undirmálsmaður ef Henrymunnangrið hefði ekki stoppað mig.
Sunnudagurinn fór svo í búðir og vitleysu auk þess að maður þurfti að koma sér heim. Ferðin var djöfulli góð, tíminn vel nýttur og mikið gert.

Þá að öðru. Nú tekur við fyrsti leikur í utandeild í kveld gegn Morgan Kane (sem er mikið snilldarnafn á knattspyrnuliði) og svo var ég að fatta að ég á miða á konsert á miðvikudag með boltanum Frank Black og vinum hans í Pixies. Enginn aumingjabragur á því. Annars er þessi síða orðin frekar döpur og vil ég meina að það sé Jóa “I’ve been bloody robbed” Skagfjörð að kenna þar sem hann er hættur að leggja sitt að mörkum. Hvet ég kauða til að ráða bót á því.

laugardagur, maí 22, 2004

Malasia dagar 4-7
Get ekki sagt annad en ad sidustu dagir hafi verid vidburdarrikir...
Tad sem er vert ad nefna er ad mer tokst ad hjalpa Einari Leif ad skafa af ser andlitid, sigra i Malavision asamt Sebba Stiff, Versla Tennisgalla med ollu, drekka 10 tequilla staup a einu kvoldi, fara i brunna a Petronas turnunum, skoda Batu hellana tar sem allt er krokkt af snikjandi opum og fa stadfestingu a tvi ad eg se ad utskrifast.
Eitt sem vakti undrun mina er matarmenningin herna, skelltum okkur a tjodlegan stad her i gaerkveldi, kraesingarnar samanstodu af hladbordi med rugl miklu urvali... allavega ta var enginn rettur godur, allt med furdulegu kryddbragdi eda fljotandi i sjo. Eftirrettirnir voru tad furdulegasta sem madur ser, blanda af karri, sykri, gulum baunum, graenum baunum, sukkuladi siropi, mosa og ollum fjandanum, ok kannski ekki mosa en ef tad hefdi verid mosi hefdi tetta bragdast betur. Tad furdulegasta er ad folkinu likar tessi matur. A Islandi vitum vid alveg ad pungar og svid eru ekkert god.
I kvold tekur vid skodunarferd ad sja e-r eldflugur sem a ad vera e-d einstakt, kemur i ljos, svo fljugum vid til Bonkok i fyrramalid.
Tetta er gott i bili, farinn i tennis og sund..

þriðjudagur, maí 18, 2004

Asiuferd, dagar 1-3.
Ta er ad baki langt ferdalag til tess ad (afsakid letrid, ekki islenskt lyklabord), komast til hennar Asiu. Get ekki sagt ad eg hafi tjadst mikid tessa 25 tima sem ferdalagid tok. Millilentum i London og kiktum vid i Windsor tar sem samnefndur kastali er, alger snilld ad slaka a i sol og blidu med kaldan ol i almenningsgardi...
Naest tok vid 12 tima flug til Kuala Lumpur, hljomar illa en er ekki svo slaemt tegar madur er med sjonvarpsskja fyrir framan sig og sina eign fjarstyringu og tokkalegt urval af mydnum, en tetta er ekki buid, fjarstyringin var lika Nintendo fjarstyring og var haegt ad velja um 40 leiki, alger snilld og til tess ad korona allt ta var fritt afengi(og reyndar allt annad) alla leidina. Tar af leidandi voru tetta 13 finir timar...
Tegar komid var til Kuala Lumpur lobbudum vid i gufubadi ad rutu sem tok a moti okkur og for med okkur a hotelid. Hotelid er aleger snilld, 5 stjornu hotel med massifu lobbii tar sem okkur var afhentur mottokudrykkur, her eru 5 veitingastadir, heilsuraekt, sundlaug og full fleirra sem eg a ekki eftir ad nota. I morgun (um 2 i nott hja ykkur) skelltum vid okkur i tennis eins og sannir folar, eftir ad hafa snaett konga morgunverdarhladbord.
Aetli tetta se ekki fint i bili, annars er um 35 stiga hiti her og 80% raki og vid vorum ad koma ur heimsokn fra Motorolla tar sem tykir ekki vid haefi ad maeta i stuttbuxum!
Jaeja, farinn i bili

laugardagur, maí 15, 2004

Þá er komin niðurstaða á kosninguna um hver á að verða næsti (og fyrsti) heiðursfélagi VÍN.
1. Jón Þór Brandsson 32% (50 atkv.)
2. Boris Sigtryggsson 31% (49 atkv.)
3. Unni 18% (28 atkv.)
4. Tryggvi Rafnsson 10% (16 atkv.)
Aðrir hlutu færri atkvæði.
Þá er það bara að kjósa í næstu könnun hér til hliðar.
Jæja farinn til Asíu í 3 vikur!

miðvikudagur, maí 12, 2004

Tja... Berlín Berlín.. svo sem ágætis pleis... já Guthaben/gut abend atvikið er ágætis byrjun... ég var nýkominn út og vantaði frelsi í þýska númerið mitt sem ég hafði fengið lánað. Mér hafð verið sagt að ég ætti bara að biðja um “Guthaben” en það væri einmitt símafrelsi á þýsku. Svo ég rölti í næstu tyrkjabúllu og ákvað að láta reyna á þýskukunnáttuna. “Uhh... Guthaben.....” tyrkjinn var augljóslega einnig nýr í landinu en svaraði “ja.. Gut abend...” ég var snöggur að taka undir... “ja ja Guthaben..” hann “Gut abend...” svona gekk þetta í smástund þar til kærastan kom og útskýrði miskilninginn. Við hlóum báðir að heimsku okkar og tungumálamiskilningi. Í framtíðinni beindi ég samt viðskiptum mínum annað.
Í Berlín gerði ég annars lítið, las nokkrara skólabækur en var annars bara heimavinnandi húsmóðir eða eins og ég endurbætti starfsheitið heimadrekkandi húsmóðir. Nokkrir kaldir rétt eftir hádegi lífga talsvert upp á annars litlausan dag við heimilsistörfin. Og þegar kalt var í veðri mallaði ég mér heitt kókó með skvettu af ódýru Captain Jack rommi. Varð samt að passa upp á að vera búinn að vaska upp eftir mig áður en stelpurnar kæmu heim úr vinnunni. Þegar ég heyrði þær snúa lyklinum í skránni hljóp ég inn í rúm og þóttist vera nývaknaður. Það virkaði venjulega. En svo skrapp ég stundum út í almenningsgarðinn í götunni. Skemmtilegt að sjá hvernig allir gátu unað sáttir við sitt. Leikskóli með smáfólk hlaupandi út um allt, fólk í lautarferð á grasinu, löng röð í ping/pong borðin, rónarnir ælandi í blómabeðin og ekkert vesen. Enginn skipti sér af öðrum, tja nema máski róninn Róland. Hann öskraði og vældi allann daginn, sníkti sígarettur, bjór eða sopa af hverju sem maður var með. Um sextugt, gráhærður með skegg og venjulega með peysu bundna um höfuðið. Tom Waits-viskíröddin hans yfirgnæfði flest annað í götunni. Ágætis granni Roland. Jæja.. nóg í bili.
Snúlli.
Hver verður næsti heiðursfélagi?
Allæsileg þróun hefur verið í könnuninni hér til hliðar. Hinn mæti sjúkraþjálfari, Jón Þór Brands, tók snemma örugga forystu en nú eru menn eins og Boris og Unni farnir að saxa allhressilega á forskotið. Spurning hvort hérinn Jón Þór sé að gefa eftir á síðustu metrunum...
Legg ég til að nú á laugardaginn komi ný könnun og menn sjái þá hver hlýtur heiðursfélagatitilinn að þessu sinni.

Þá er ljóst að Þýskalandspistill Snúlla verður kominn í hús eftir örfáar mínútur en eins og lesendur vita eru Þýskir dagar á pagecannotbefound 13. - 15. maí. Þessa daga má einungis skrifa á þýsku inn á vefinn.
Vegna anna í próflestri virðist ekkert birtast á síðunni nema einhverjar tónlistargetraunir, en maður getur samt ekki skorast undan, þannig að hér kemur getraun vikunnar. Sú síðasta var víst of auðveld þannig að hér kemur ein örlítið snúnari!!

Hvaða lag og með hverjum?

i)
junebug skipping like a stone
with the headlights pointed at the dawn
we were sure we'd never see an end to it all
and i don't even care to shake these zipper blues
and we don't know
just where our bones will rest
to dust i guess
forgotten and absorbed into the earth below

ii)
So, needless to say
I'am odds and ends but I´ll be
stumbling away
Slowly learning that life is O.K.
Say after me
It's no better to be safe than sorry
The things that you say
Is it live or just a play
My worries away
You're all the things I've got to remember
You shying away
I'll be coming for you anyway

iii)
Come on come on I see no changes wake up in the morning and I ask myself
is life worth living should I blast myself?
I'm tired of bein' poor and even worse I'm black
my stomach hurts so I'm lookin' for a purse to snatch
Cops give a damn about a negro pull the trigger kill a nigga he's a hero
Give crack to the kids who the hell cares one less ugly mouth on the welfare
First ship 'em dope & let 'em deal the brothers
give 'em guns step back watch 'em kill each other
It's time to fight back that's what Huey said
2 shots in the dark now Huey's dead
I got love for my brother but we can never go nowhere
unless we share with each other We gotta start makin' changes
learn to see me as a brother instead of 2 distant strangers
and that's how it's supposed to be
How can the Devil take a brother if he's close to me?
I'd love to go back to when we played as kids
but things changed, and that's the way it is

Og svo má ekki gleyma Þorgeiri (gerði það reyndar síðast!)
Hverjir fluttu þetta frábæra 90´s lag og hvað heitir lagið?
(ákvað að birta ekki nafnið á hljómsveitinni eins og Krissi gerði alltaf, finnst það niðurlægjandi gangvart þér!)

iv)
No no,
no no no no
No no no no
No no there´s no Limit

þriðjudagur, maí 11, 2004

Ef ég skildi Jóa rétt vildi hann fá einhvers konar pagecannotbefoundútgáfu af skrifum Hödda Magg á this.is/fh um knattspyrnuferilinn. Ætla ég því að verða við þeirri bón. Þar sem ég er “Höddi” okkar síðu og óneitanlega knattspyrnugoðsögn, hef ég ákveðið að birta sögu mína í fimm hlutum. E.t.v. eru til þeir apakettir sem halda því fram að Maggi sé líka afreksmaður í fótbolta en ég minni á að ég hef skorað a.m.k. tíu sinnum fleiri mörk en hann fyrir FH og þarf ekki að óttast að sitja á bekknum hjá mínu liði eins og Magnús gerir þessa dagana. Sömu rök gilda ef Toggi er tekinn í myndina. Jæjanú; hér eru fyrstu tveir hlutarnir:

I. hluti: 1983-1988 – Frá litlu að segja

Þarna var ég ekki byrjaður að æfa svo frá litlu er að segja.

II. hluti: 1989-1991 – Boltinn fer að rúlla

Ég fór á mitt fyrsta mót í 7.flokki og var það á Hvaleyrarholtsvelli. Ég man að ég var settur í vörn og var þar allt mótið. Í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum fékk ég að taka víti en laust skotið var varið enda boltinn harður.
Í 6. flokki kom í ljós að ég var fædd markamaskína og skoraði ég grimmt. Tók t.d. þátt í Tröllatópasmótinu og brilleraði. Við töpuðum þar reyndar einum leik þegar sigurmark Fylkismanna var skorað er markvörður okkar, Úlfar Linnet, flæktist í netinu og lá kylliflatur og pikkfastur á jörðinni.
Komust seinna í úrslit Íslandsmótsins er ég tryggði b-liði sigur á Fylki í æsilegri viðureign. Úlli Erlings varði þar víti. Komst ekki í úrslitakeppnina vegna Danmerkurferðar og grét því í viku.

Það er leiðinlegt að skrifa um knattspyrnuferil sinn og ég er þreyttur svo ég mun nú nema staðar. Seinna segi ég betur frá 6. flokksárunum sem voru mikill umbrotatími og ljóst að þau djúpu spor sem ég markaði þá verða seint máð.
Var að rekast á eina steiktustu auglýsingu sem ég hef séð.

mánudagur, maí 10, 2004

Allt að gerast á Raufarhöfn - partur 2
Enn birtas fuglaæsifréttir frá Raufarhöfn á mbl.is

Reiður rjúpukarri á Raufarhöfn þoldi ekki spegilmyndina
Ekki var svefnsamt í húsi nokkru á Raufarhöfn í gærmorgun. Íbúi í húsinu segir að „styrjaldarástand“ hafi ríkt heima hjá honum og í næsta nágrenni. Vandræðunum olli rjúpukarri sem var líklega að helga sér hluta af ásnum sem þorpið liggur undir.

„Einkennileg högg fóru að heyrast, sem bergmáluðu um húsið, svo ekki var nokkur leið að halda áfram að dorma sætt og rólega eins og tilheyrir á sunnudagsmorgni. Eftir nokkra rannsókn kom í ljós að við einn kjallaragluggann stóð rjúpukarri sem reigði sig og sperrti og þegar spegilmyndin gerði það líka þá lét hann gogginn vaða í rúðuna. Mér tókst að reka hann frá glugganum með köllum og látum, en eftir smá stund var hann kominn aftur og hélt höggunum áfram,“ segir Jónas Friðrik Guðnason frá samskiptum sínum og karrans á heimasíðu Raufarhafnarhrepps á Netinu.

Þannig hafi áfram gengið, karrinn hafi hörfað ef haft var nógu hátt inni fyrir, en kom aftur eftir skammvinnan flótta og fór að spegla sig í gluggum hússins, bæði á efri og neðri hæð. Alls staðar hafi hann séð fugl til að ráðast á.

„Síðan varð hlé á látunum og ég hélt að þetta væri búið, en þá heyrðust allt í einu högg framan við húsið og þegar að var gáð reyndist karrinn kominn í slag við bílinn minn. Þetta hefst upp úr því að halda bílnum sæmilega hreinum, ef hann hefði verið ögn drullugri þá hefði karrinn ekki getað speglað sig í honum,“ segir Jónas.

Já, það er sko nóg að gera á Raufarhöfn!!

fimmtudagur, maí 06, 2004

Viltu segja mér sögu?
Á this.is/fh er goðsögnin pattaralega Höddi Magg að skrifa um knattspyrnuferil sinn. Hann birtir herlegheitin í þremur hlutum. Mér fannst þetta nokkuð sniðug hugmynd og datt í hug hvort Snúlli frændi allra landsmanna gæti ekki gert svipað honum Hödda. Ég er þó ekki að biðja Snúlla um að rifja upp stuttan og vesældarlegan feril sinn í fótbolta heldur datt mér í hug að hann gæti sagt frá Þýskalandsdvölinni hér á pagecannotbefound.com í tveimur eða þremur pörtum.
Gæti verið nokkuð spennandi að heyra gut abend, gut habend söguna á nýjan leik.

Hvað segir Snúllinn um þetta?

miðvikudagur, maí 05, 2004

Jabb. Cure, Björk og Nirvana. Frekar fyrirsjáanlegt hjá Danna. Snúlli Berlínarfari var að koma til landsins í gærkvöld og lét ég durginn sjóða saman músíkgetraun þar sem allar líkur voru á að Danni gerði of létta. Snúlli segir sögur frá Berlín í kvöld á Hansen frá kl. 20:00 til 1:00 og þar er einnig hægt að fá svör við eftirfarandi getraun:

Hver og hvaða?
Come with a nice young lady. Intelligent,
Yes she's gentle an' irie.
Everywhere me go, me never left her at all.
Yes, its Daddy Snow me are the roam dance mon.
Roam between a dancin' in a in a nation-a.
You never know say Daddy me Snow me are the Boom Shakata.
Me never lay-a down flat in that one cardboard box.
Yes say me Daddy me Snow me I'll go reachin' at the top, so...

Hverjir og hvaða?
3 3 3 for my heartache and
4 4 4 for my headaches and
5 5 5 for my lonely and
6 6 6 for my sorrow and
7 7 for no tomorrow and
8 8 I forget what 8 was…

Hverjir og hvaða?
Well, I'm a standing on a corner
in Winslow, Arizona
and such a fine sight to see
It's a girl, my Lord, in a flatbed
Ford slowin' down to take a look at me
Come on, baby, don't say maybe
I gotta know if your sweet love is
gonna save me…

Hverjir og hvaða?
Well’ I guess’ it’s a brandnew day after all
every time we hear the curtain call’
see the girls with the curls in the hair’
the buttons and the pins and the loud fanfares…

Og hver eru tengslin á milli flytjendanna?
Jói, rólegur hér kemur getraunin. Spurt er um flytjendur og lag.

i)
I would say I'm sorry
If I thought that it would change your mind
But I know that this time
I have said too much
Been too unkind

ii)
they're terribly terribly terribly terribly moody
then all of a sudden turn happy
but, oh, to get involved in the exchange
of human emotions
is ever so ever so satisfying

iii)
I wish I was like you
Easily amused
Find my nest of salt
Everything is my fault
I'll take all the blame
Aqua seafoam shame
Sunburn with freezeburn
Choking on the ashes of her enemy
All in all is all we are


Er ekki örugglega ennþá miðvikudagur?
klikk

menn eru greinilega að klikka á músíkgetraun í dag. Daníel varmagaur átti að sjá um hana að þessu sinni...
Danni þú ert óþekktarangi, ég vil fá músíkgetraun og ég vil hana núna!!

mánudagur, maí 03, 2004

Er að gera ferilskrárhelvíti fyrir KHÍ. Jói vildi meina að maður ætti að setja allt inn í skrána. “Eitt lítið smáatriði gæti gert það að verkum að þú komist inn”, sagði hann með alvöruþrunginni rödd. Því er ég að spá hvað eigi heima þarna og hvað ekki. Flokkast það t.d. ekki undir félagsstörf að vera stofnandi matarklúbbs? Þyrfti ég ekki að segja frá störfum mínum í hinum og þessum hljómsveitum í gegnum árin? Eða kannski bara þeim frægustu; Görlíbojs, Spilabandi Snúlla frænda, Júel Júel Júel og Auswitz? Og hvað með Hjólabrettafélagið sem við Grjóni vorum í í æsku, fótboltafélagið Fálka og strákasamtökin VHS (Við hötum stelpur)? Snúinn andskoti að þurfa að velja svona og hafna hvað kemst inn í skrána.
Get þó huggað mig við það að vera ekki Jói. Ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér þarf hann að setja inn titla sína í dragkeppnum, kórsetu og þá þarf hann að geta þess að hann er framsóknarmaður. Og ef hann ætlar að vera fullkomlega heiðarlegur þarf hann auðvitað að segja frá því er gamli kallinn ætlaði að leigja hann.

Annars eru öll ráð vel þegin! Hvað á ég að setja inn og hverju er best að sleppa?
Pælingar

Er kúl eða ekki kúl að eiga hlaupahól?
Ætlar einhver af meðlimum pagecannotbefound að dúndra sér á Ölympíuleikana í sumar með HRESS genginu?
Af hverju koma bólur?
Hvað finnst ykkur um landrekskenninguna?
Og að lokum finnst mér að það sé kominn tími á að Danni sjái um næstu tónlistargetraun.

joiskag

laugardagur, maí 01, 2004

Þar sem að Krissi kann ekki að setja greinar á netið án þess að birta þær þrisvar og setja allt í rugl, þá geri ég það fyrir hann, en hann reyndi að birta eftirfarandi grein fyrr í kvöld:

Miklar umræður hafa verið í gangi á pagecannotbefound undanfarið sem hafa snúið að kynhneigð bloggverja. Þessar umræður hafa verið mismálefnalegar en þar sem ég tel mikilvægt að fá botn í málið vil ég bomba af stað könnun sem hljóðar svo:

Ef einhver okkar væri samkynhneigður, hver myndi það nú vera?

Þar sem dúndurkönnun er í gangi um þessar mundir verður að greiða atkvæði undir nafni í játningar hér að neðan. Atkvæði verða svo talin og niðurstaða fengin við fyrsta tækifæri. Kandídatar eru (í stafrófsröð):

I) Daníel Scheving. Sönnunargagn A:

II) Jói Skag (takið eftir að Skag rímar við drag). Þrjár dragkeppnir á bakinu, tveir sigrar. Semur söngleiki, hleypur Kvennahlaup og hefur verið boðinn leigusamningur á knæpum.
III) Krissi. Á vafasama fortíð með fastagestum Mannsbars. Var hársbreidd frá því að lenda í leðurhommateiti.
IV) Magnús Ingi (G)AYnarsson. Var sópranrödd í kór Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Er áskrifandi að Gays‘n Holes.
Kristmundur skrifaði 22:21

fimmtudagur, apríl 29, 2004

ALLT AÐ GERAST Á RAUFARHÖFN
Æsifrétt sem birtist á mbl.is.

Fyrsta Mandarínkollan á Íslandi gestkomandi á Raufarhöfn
Sjaldséður gestur var komin á andapollinn hjá Erlingi B. Thoroddsen, hótelstjóra hjá Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn, í gær. Hann fékk ekki betur séð en þarna væri komin Mandarínönd, og það meira að segja kolla, sem ekki hefur áður greinst á Íslandi.
Frá þessu segir á heimasíðu Raufarhafnar á Netinu en þar segir að til þess að vera viss fékk Erlingur Gauk Hjartarson á Húsavík til að rannsaka málið með sér og sameiginleg niðurstaða þeirra er sem sagt: Þann 28.04. 2004 var fyrsta Mandarínandarkollan á Íslandi greind á andapollinum við Hótel Norðurljós á Raufarhöfn.
Fleiri sjaldséðir gesti úr hópi fiðurfénaðar hafa gert vart við sig á Raufarhöfn undanfarið. Hefur gráþrastapar verið á sveimi upp í svonefndum Fenjum og þar var einnig á ferðinni hringdúfa.
Smellið hér til þess að sjá mynd af mandarínkollunni

Jói, hvernig er að vera í miðri hringiðu svona spennandi atburða?
Hart mætir hörðu - 10 ástæður af hverju frændi minn er hommi!
Set hérna fram lítinn lista. Hann er ekki í neinni ákveðinni röð, enda erfitt að segja hvað skiptir mestu máli hjá hommanum Krissa.
10. Þú daðraðir mjög oft við homma á MannsBar og lést þá bjóða þér drykk. Gera streit gaurar það?
9. Þegar gamall maður spurði mig hvort hann mætti leigja mig varst þú hissa á að ég hafi ekki spurt hvað hann væri til í að borga! Gera streit gaurar það?
8. Þú átt ekki kærustu.
7. Þú varst fúll út í Danna þegar hann vildi ekki koma með þér í partý hjá fullt af leðurhommum. Gera streit gaurar það?
6. Þú ert nú helvíti hommalegur, við skulum ekkert reyna að neita því!
5. Þú tönnglast endalaust á að aðrir séu hommar – af hverju ætli það sé? Eigin óöruggi kannski?
4. Þú ert með mynd af Jared Leto í bakgrunn á tölvunni þinni (allavega síðast þegar ég var í heimsókn, spurning hvort þú sért búinn að skipta honum út fyrir Justin Timberlake!!). Það er ekkert karlmannlegt við það!
3. Mér hefur alltaf fundist þú horfa girndaraugum á mig þegar við erum í sturtu í sundlauginni. Þessvegna hef ég alltaf “gleymt” sundfötunum mínum á Riben þegar ég kem í bæinn.
2. Þú hefur sjálfur samið söngleik, manstu eftir "Skiptinemanum Günther"???
1. Þú syngur eins og kelling og samdir þar að auki lag sem heitir "Stelpustrákur". Gera streit gaurar það?

Þú kallaðir þetta yfir þig.
Ekki vera hræddur að koma út úr skápnum, ég er ekki haldinn neinum fordómum, ég verð áfram vinur þinn. Bara svo lengi sem þú hættir að horfa svona á mig í sturtu helvítis hommatitturinn þinn!!!
Topp tíu ástæður fyrir því að Jóhann Skagfjörð sé samkynhneigður

Það er alltaf leiðinlegt þegar menn fara í felur með hneigðir sínar og tilfinningar og því ákvað ég að birta nokkur atriði því til stuðnings að Jói hætti sínum gagnslausa feluleik. Ég vil árétta að þessi atriði eru ætluð Jóa sem hvatning enda kominn tími til að hann geri e-ð í sínum málum. Þá ítreka ég að þetta er ekki hugsað sem niðrandi grein fyrir einn né neinn enda margir af mínum bestu vinum samkynhneigðir. T.d. Jói.

10. Jói samdi nýlega söngleik.
9. Um daginn spurði hann mig hvort ég gæti reddað honum miðum á tónleika með söngkonu sem heitir Pink.
8. Hann er alltaf að tala um að fylla vel upp í holur. Meira að segja í fjölmiðlum.
7. Dæmi eru um að menn hafi reynt að borga honum fyrir kynlíf á börum.
6. Fyrirsögnin á blogginu hans er ‘sætur, sexý og kolbrjálaður’.
5. Þegar hann talar hreyfir hann hendurnar eins og hann sé að dansa.
4. Hann hefur þrívegis tekið þátt í dragkeppnum og unnið tvisvar.
3. Hann hefur sungið lag með Bee Gees á opinberum vettvangi.
2. Hann notar orð eins og ‘ömó’ og ‘örbó’ á blogginu sínu.
1. Í sumar mun hann hlaupa Kvennahlaupið.
Útlönd
Var að tala við Krissa í gær og hann sagði mér að hann væri að fara á bikarúrslitaleikinn á Englandi í maí. Síðan er Danni auðvitað að fara til Thailands á svipuðum tíma.
Ég er alveg nett fúll yfir að þið séuð að fara út en ekki ég.
Og ég er líka alveg nett fúll yfir því að ég er búinn að vinna eins og svín í allan vetur en á samt engan pening, sérstaklega ekki til að sólunda í útlöndum. Þið eruð hins vegar búnir að hafa það rólegt í skóla en samt virðist þið eiga nægan pening. Eruð þið að díla eða hvað?

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Hér kemur getraun dagsins...

I) spurt er um heiti lags og hljómsveitar
I'm on my way. Can't settle down. I'm stuck in ways of being an ass and I got a lot of nerve that I'm ready to pass. I'm on my way. I'm on my way. Can't settle down. I'm stuck in ways of sadistic joy and my talent only goes as far as to annoy. I'm on my way.

II) auðvitað er aftur spurt um heiti lags og bands
Sits like a man but he smiles like a reptile
She loves him, she loves him but just for a short while
She'll scratch in the sand, won't let go his hand
He says he's a beautician and sells you nutrition
And keeps all your dead hair for making up underwear
Poor little Greenie

III) heiti lags og bands
awake to find no peace of mind,
I said, how do you live as a fugitive?
Down here where I cannot see so clear.
I said, what do I know?
Show me the right way to go

hér kemur eitt svona til að rifja upp gamla tíma. Þið eruð lélegir ef þið þekkið það ekki...

IV)
So I guess the fortune teller's right
Should have seen just what was there
And not some holy light
Which crawled beneath my veins
And now I don't care
I had no luck



þriðjudagur, apríl 27, 2004

Spennan eykst...

Já það er ljóst að spennan eykst mínútu eftir mínútu.
Það verður spennandi að sjá hvaða ákaflega heppni einstaklingur það er sem verður þess heiðurs aðnjótandi að fá að mæta í næsta matarklúbb.
En spennan eykst einnig á öðrum vígstöðvum. Mun skussinn hann Jói klikka enn einn miðvikudaginn og gleyma að setja inn tónlistargetraun?
Við komumst að því klukkan 08:00 í fyrramálið!

joiskag

mánudagur, apríl 26, 2004

Jæja, þá er komin niðurstaða á því hver lesendur telja að verði síðastur að fá háskólagráðu af e-u tagi?
Kristmundur tapaði naumlega fyrir Jóhanni með 26% atkvæða gegn 24%. Aðrir fengu minna!
Að þessu sinni verður leitast eftir áliti lesenda á því hver ætti að fá þann heiður að verða fyrsti heiðursfégi matarklúbbsins og er vert að taka fram að hér er ekki um spaug að ræða svo vanda skal valið...

Ég kemst ekki í matarklúbb þann 19. júni, sem er væntanlega þriðja á helginni í júní, er upptekinn maður þann dag.

Krissi! Hvaða fíflalæti eru þetta? Þú kastar hér fram e-m nöfnum sem huglsanlegum kandídötum óhugsað!!! Þetta er hvoki þér né nokkrum af þessum aðilum til framdráttar.
Jói talar um matarklúbb. Sjálfur er ég klár aðra eða þriðju helgina í júní. Að öðru leyti skil ég ekki hvað okkur kemur við hvernig matur verður. Og ekki heldur hverju það skiptir hvenær ‘deildin’ byrji. Ég vil minna á að utandeildin byrjar einnig um sama leyti þar sem ég verð í eldlínunni. Og ef menn eru e-ð að hugsa um hag Magga held ég að best væri að skoða 1. flokksleikina í sumar þar sem Óli Jó gæti allt eins stillt upp fuglahræðu í hægri bakverði rétt eins og þessum mannlega sorphaugi. Er ekki að reyna að vera með stæla en gaurinn hefur bara alltaf verið ofmetinn.
Hins vegar er áhugaverðar vangavelturnar um nýja félaga. Best væri samt að bjóða einhverjum nýjum og prufukeyra hann. Ef hann er ekki fyndinn eða skemmtilegur verður hann bara ekki með næst. Svo er spurning um að alltaf þegar við myndum segja “dansaðu!” þyrfti gaurinn að dansa fyrir okkur alveg þangað til við segjum honum að stoppa.

Einnig hægt að taka bara einn heiðursfélaga hvert kvöld. Frumskilyrði er samt að svona kallar séu FH-ingar. Kandídatar eins og Sigurjón Marteinn, Boris Sigtryggsson, Fiddi, Unni (?), Þorgils Óttar, Tryggvi Rafns, Jón Þór Brands, Siggi stormur, Eggert Boga, Orri Þórðar og Dr. Slavko Bambir kæmu því til greina. Legg til að við komum nýrri könnun í gagnið varðandi nýja félaga þar sem ég virðist vera að skíttapa í núverandi könnun.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Matarboð
Ef ég man rétt þá eigum við Maggi að sjá um næsta matarboð. Spurning um að fara að huga að því hvenær það á að vera. Finnst ykkur of langt að bíða með það þangað til í júní? Allavega, ég er kominn með drög að magnaðasta matseðli í heimi. Þetta matarboð á eftir að slá öllum öðrum út.
Síðan er það hitt. Vorum við ekki að tala um að færa út kvíarnar? Bjóða einhverjum fleirum að taka þátt í þessum ágæta félagsskap. Spurning hver það gæti verið? Einhverjar hugmyndir???

föstudagur, apríl 23, 2004

Eftir um það bil tvo og hálfan tíma verður undirritaður og Magnús Ingi þremur einingum nær því að fá háskólagráðu. Erum nefnilega að fara að flytja lokafyrirlestur í áfanganum Tæknileg iðnhönnun. Eins og sumir vita er nafn míns verkefnis "Hönnun glasahöldu fyrir sjáflvirka dælingu á bjór" sem verður að teljast frekar djarft verkefni! Man ekki hvað verkefni Magga heitir og ætla ekki að fletta því upp, hans vegna!
Þetta þýðir að báðir eigum við aðeins 9 einingar eftir til þess að fá gráðuna. Þar af leiðandi skil ég ekki hvernig lesendum pagecannotbefound detti í hug að kjósa mig sem hugsanlegan kandídat til þess verða síðastur... ég er með jafn mörg atkvæði og Krissi, Krissi sem nennir aldrei neinu. Ég hélt að það væru heilvita einstaklingar sem kíktu á síðuna en svo virðist ekki vera.
Hér gerið þið séð mynd af hönnuninni minni.
Það var verið að hvísla því að mér að kennarinn bjóði upp á öl að fyrirlestrum loknum!!!

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Hvílík hetja! Hvílíkur maður! Hvílík hola! Var að lesa magnaða frásögn Jóa um afrek sín á sviði holumótmæla. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að ég las auðvitað umrædda grein, oft meira að segja. Danni er hins vegar fræg naðra og svikaselur og kemur vart á óvart að hann bregðist vinum sínum á þennan hátt. Reyndar efast ég um að hann lesi DV á morgun. Við skulum samt ekki gleyma að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóinn gegnir aðalhlutverki í DV. Margir muna eftir því er kauðaleg mynd kom af honum er hann var að mótmæla fyrir hönd Palestínumanna (undir fyrirsögninni ‘HANDTEKINN!’). Einnig veit ég að í deiglunni er að birta söguna og myndaseríu af því þegar Skagfjörð hleypur Kvennahlaupið í sumar. Greinin á að heita: Holufíflið er hommi! Séð og heyrt hefur veit ég áhuga á annarri myndaseríu af kappanum í holunni og einnig segja gárungar að erlenda karlatímaritið GAYS’N HOLES sé til í frakka útgáfu af Joey the Hole með eggjandi gröfumanni sem er sannarlega til í fylla upp í holuna á mótmælandanum mikla og goðsögninni.

Bíð samt fyrst og fremst spenntur eftir DV á morgun enda fátt skemmtilegra en góð grein um góða og djúpa holu.
Ég er maður fóksins!
Fyrir þá sem það vita (og fyrir þá sem ekki vita) þá birtist grein eftir mig í Fjarðarpóstinum síðasta fimmtudag þar sem ég var að dissa bæinn fyrir að vera að byggja á Thorsplaninu og enn fremur fyrir að standa ekki við loforð um íbúalýðræði. Áður en ég held áfram er rétt að geta þess að maður sem ég áleit vin minn er ekki enn búinn að lesa þessa grein. Hann heitir Danni. Ömurlegur vinur. Reyndar er Krissi örugglega ekki heldur búinn að lesa hana því hann er ömurlegur vinur líka.
Nema hvað. Ég er búinn að fá massa viðbrögð við þessari grein og foreldrar mínir líka. M.a. var pabbi rekinn úr vinnunni sinni hjá bænum!
Sterkustu viðbrögðin voru frá blaðamanni einum hjá DV sem heitir Símon Örn (þið kannist við kauða). Hann hringdi í mig og sagði að greinin mín væri hrein og tær snilld og vildi fjalla um þetta mál í DV. Það varð úr á endanum að ég samþykkti að leyfa honum að taka viðtal við mig um þetta mál. Hann tók líka viðtal við Lúlla bæjarstjóra. Þannig að þetta er svona Jói vs. Lúlli dæmi. Mér skilst það verði birt mynd af stóru holunni og meira að segja mér líka! Solltið kúl. Spurning hvort ég sé að slá í gegn?
Allavega. Herlegheitin birtast í DV á morgun (föstudag) þannig að þið getið kíkt á þetta ef þið viljið.
Það skondnasta við þetta allt saman er að þetta er í fyrsta skiptið síðan Samfylkingin tók við í meirihluta sem gagnrýni á hana fær umfjöllun í einhverjum af stóru fjölmiðlunum (þó svo að DV sé mesti sorapési í heimi). Fyrsta skiptið! Og gagnrýnin kom ekki frá Sjálfstæðisflokknum eða öðrum flokk í Hafnarfirði. Ekki einu sinni frá manneskju sem býr í Hafnarfirði. Nei hún kom frá smápattanum mér, einhverri kennarablók úti á landi!
Það er greinilegt að gestsaugað er helvíti glöggt. Þó svo að ég sé á því að ég þurfi sterkari gleraugu.
Allaveg. Ég er helvíti ánægður með að það var ÉG sem kom þessu í fjölmiðla því ég er svo alfarið á móti þessu. Og hef heyrt það frá mörgum Hafnfirðingum að þeir séu sama sinnis. Ég er greinilega alþýðuhetja!!!
Kveðja frá manni fólksins!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Maðkurinn hann Jói er ekki búinn að setja músíkgetraun á síðuna og því ríð ég á vaðið.

Hver söng og hvert er sönglagið?

“The light in our window is fading
The candle gutters on the ledge
Well now sorrow, it comes a-stealing
And I'll cry, girl, but I'll come a-running”

Hverjir sungu þetta lag sem er hvaða lag?
“When I feel heavy-metal
And I'm pins and I'm needles
Well, I lie and I'm easy
All the time but I am never sure
Why I need you
Pleased to meet you”

Hver er sveitin og hvaða lag?
“What do you think about that now you know how I feel,
Say you can handle my love are you for real,
I won't be hasty, I'll give you a try
If you really bug me then I'll say goodbye”

mánudagur, apríl 19, 2004

Hvað er þetta ->?

Hvað er þetta "dagbók" hér til hliðar Danni?
Vinsamlegast útskýrðu til hvers hún er og hvernig maður skrifar inn á hana.
Geturu ekki skellt inn svona gestabók hjá okkur, sona svo maður viti betur hverjir kíkja á síðuna okkar
Já síðan ættuð þið endilega að kíkja á bloggið hennar ágústu sigurjóns
Ókæms er ofurhetjan og er hann á mun hærra plani en mögulegir "Mystery Men" hér að neðan. Ókæms er þeim eiginleikum gæddur að geta breytt sér í allt, í öllum stærðu, hann hefur sálræna hæfileika sem stjórnar hugsunum og gjörðum annarra auk þess að hafa undurfagra söngrödd.

Veikleikar Ókæms eru að það má ekki klippa á honum hárið....þá verður hann svo asnalegur.
Okei, ofurhetjan heitir SMÆKÓ og er með snöggklipptan dýrafeld sem gæti reynst vel í baráttunni við Kennslumann. SMÆKÓ er eins og áður segir með kostulegt sætkikk sem heitir Krákan og er með downsheilkenni.
SMÆKÓ er röndóttur, grænn og ljósbrúnn og minnir stundum á Werder Bremen búninginn. Hann er ávallt í brúnum hnésokkum, með græna skikkju og skíðagleraugu. Stundum vefur hann skikkjunni um hálsinn á sér og hermir eftir breskum aðalsmanni (hann á einglyrni). SMÆKÓ er með stórt ‘s’ á kviðnum og hring utan um það.
Helstu ofurhetjueiginleikar SMÆKÓS eru þeir er að hann getur lamað fólk með augnaráðinu einu (það lamast í u.þ.b. 12 mínútur). Einnig hleypur SMÆKÓ á ofurhraða og getur sagt hvernig öll orð tungumálsins eru sögð afturábak. Loks þekkir hann vel til allra sýrurokksveita 7. áratugsins og er þekktur fyrir hreinlæti.

Vopn SMÆKÓS eru frægu SMÆKÓSPRENGJURNAR sem hann kastar gjarnan að óvildarmönnum sínum. Þegar SMÆKÓ kastar sprengjum sínum kallar hann hátt og ákveðið svo allir heyri: SMÆ-Æ-Æ-KÓ! Þetta er nokkurn veginn vörumerki hans.

Helstu veikleikar SMÆKÓS eru að hann man illa heimilisföng og hatar söngleiki, verður yfirleitt syfjaður yfir þeim. Sætkikkið vinsæla, Krákan, er yfirleitt alltaf alveg úti á þekju en býr yfir tveimur kostum, man vel heimilisföng og elskar söngleiki.
Ný könnun

Ég er ánægður með nýju könnunina. Það er þó nokkuð ljóst að Daníel og Maggi eru alveg úr leik enda búat þeir við að fá sína gráðu eftir bara einhvern mánuð eða eitthvað. Það væri ekki nema þeir lentu í "slysi" að þeim mistækist það.
Einar Andri er líka kominn vel á veg. Það er ekki nema hann haldi áfram í erfiðleikum með grunnskólastærðfræðina að hann tefjist um eitthvað sem nemur.
Þrír líklegustu til að verða síðastir til að fá gráðu eru því ég, Krissi og Toggi.
Toggi er náttlega bara nýbyrjaður í háskóla en ég og Krissi erum bara slugsar og latir aumingjar sem getum ekki klárað neitt sem við byrjum á. Ef fer sem horfir förum við líka báðir í Kennó næsta vetur og klárum það nám líklega saman. Ég spái sumsé mér og Krissa saman í síðasta sætið. Það er ekki nema Toggi láti sölumannadjobbið í Toyota heilla sig upp úr skónum að hann gæti orðið síðastur.

joiskag

sunnudagur, apríl 18, 2004

Ofurhetjukeppni

Sit bara heima hjá mér að gera ekki neitt. Datt í hug hvað það væri örugglega gaman að vera ofurhetja. Svona eins og Supermann. Fór að pæla hvernig ofurhetja ég vildi vera. Í kjölfarið komst ég að því að þetta væri góð hugmynd að enn einni keppni hér á pagecannotbefound.blogspot.com. Ofurmannakeppni.
Reglurnar eru einfaldar:

1. Hver ofurhetja hefur þrjá yfirnáttúrulega kosti (t.d. ofurheyr eða flughæfileika - það er samt bannað að vera ódrepandi)
2. Hver ofurhetja þarf að hafa einn veikleika (eins og kryptonítið hjá Supermann)
3. Hver ofurhetja má notast við eina tegund vopns (byssur eru samt bannaðar)

Allar ofurhetjur búa að sjálfsögðu yfir kunnáttu á öllum bardagaíþróttum sem þekkjast.

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir flottasta nafnið á ofurhetjunni og fyrir flottasta búninginn.

Hér er mín ofurhetja:
Ég er með ofurskynjun (heyrn og sjón)
Ég get flogið á hraða ljóssins
Ég get lesið hugsanir fólks
Til að berja á vondu köllunum hef ég sveðju í hvorri hönd
Veikleiki minn er að ég er með ofnæmi fyrir öllum loðnum dýrum

Nafnið á minni ofurhetju er: Kennslumann (af því ég er kennari og af því að ég kenni vöndu köllunum lexíu). Veit að þetta er ekki alveg nógu gott nafn. Höfum þetta til bráðabrigða.
Er ekki ennþá búinn að ákveða hvernig búningurinn minn á að vera.

Geriði betur en þetta bojs

joiskag

föstudagur, apríl 16, 2004

Jæja. Niðurstaða könnunarinnar liggur fyrir. Jafnmargir höfðu trú á að Jói og Krissi myndu vinna áskorunina (35%) en óvæntur fjórði möguleiki reyndist réttur. Samkvæmt honum var gert ráð fyrir að keppnin færi ekki fram vegna aumingjaskapar keppenda og var 22% þátttakenda með það á hreinu. Aumingjaskapurinn er hinsvegar enn óútskýrður og ku vera á samvisku Jóa. Hér með er óskað eftir að fá útskýringar og svör svart á hvítu (reyndar hvítt á svörtu fyrstu Danni hafði bakgrunninn svartan). Sagan segir reyndar að Jói hafi ekki mætt þar sem hann var fastur í stórri holu á Thorsplani en það er önnur Elín. Danni fær því það verkefni að smella nýrri könnun inn þar sem hann er sá eini sem kann það.

Einnig legg ég til að fyrst Einar Andri og Toggi hafa ekki sjálfstraust til að tjá sig á þessari síðu vippi menn myndunum af þeim hispurslaust burt. Mér reiknast þannig til að ef þeir fari af skjánum myndist nefnilega pláss fyrir bikarinn góða sem ég held á á minni mynd. Loks langar mig að koma af stað nýrri keppni. Þar sem Danni er úti í Vestmannaeyjum um helgina vil ég að menn keppist um hvaða eiginleiki í fari Danna sé mest pirrandi. Minn 'eiginleiki' í keppninni er hve Danni getur verið böttleiðinlega samviskusamur.

Annars var ég að klára lokaverkefni í leiðindaáfanganum Málnotkun og er að sötra hollenskan bjór sem heitir Bavaria. Minnir mig á hreinsivökva.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Hérna er getraun dagsins aumingjar

I) Hver er flytjandi og hvert er lagið:

Think I'll pack it in and buy a pick-up
Take it down to L.A.
Find a place to call my own and try to fix up.
Start a brand new day.

II) aftur er spurt um flytjanda og heiti lags:

Two jumps in a week,
I bet you think that's pretty clever don't you boy?
Flying on your motorcycle,
watching all the ground beneath you drop
You'd kill yourself for recognition,
kill yourself to never, ever stop
You broke another mirror,
you're turning into something you are not

III) ...enn og aftur flytjandi og heiti lags:

Made a meal and threw it up on Sunday
I've got a lot of things to learn
Said I would and I believe in one day
Before my heart starts to burn.

Þið ættuð að ráða við þetta hálfvitarnir ykkar

mánudagur, apríl 12, 2004

Eftir að Jói taldi mínar sígildu tónlistargetraunir vera óboðlegar fyrir þetta vefsetur sóttist hann eftir að fá að sjá um þær. Hann hefur hins vegar klikkað tvívegis á að smella getraun á vefinn og því finn ég mig knúinn til að bæta úr þessu getraunaleysi. Getraun dagsins er þó að þessu sinni ekki í neinum tenglsum við tónlist.

Hver mælti svo?

“Ég myndi rústa þér í hvaða keppni sem er Krissi minn.”

“Ég er fullviss um sigur á meiðslamanninum mikla!”

“Við þekkjum öll meiðslasögu Krissa og ég þori að veðja að hann meiðist fyrir hlaupið, ja allavega á hann eftir að þykjast hafa meiðst því hann veit að hann getur ekki unnið mig.”

“Ég trúi því statt og stöðugt að ég þurfi engar æfingar til þess að vinna Krissa.”

“Hvaða flón eru það sem trúa því að Krissi muni vinna, hann er aumingi!?”

“ …hvað svo sem þið segið um íslandsmetin mín þá er nokkuð ljóst að ég pakka Krissa saman og sendi hann samanbögglaðan í Kvennahlaupið.”

sunnudagur, apríl 11, 2004

Maðurinn sem stal páskunum

Páskaundirbúningurinn var óvenjulegur í ár. Allt snerist um að komast í það líkamlega form sem myndi nægja til að leggja Skagfjörðinn í Áskoruninni miklu. Nú blasa hins vegar þær harmfregnir við að Jói er “meiddur” og “getur” ekki keppt. Vitað er að mótstjóri og verndari keppninnar vill senda meiðslarottuna beint í Kvennahlaupið en ég vil reyna að bjarga áskoruninni frá skömm og leita annarra leiða. Ég legg til að tillaga mín hér að neðan, Þríþrautin mikla, gæti útkljáð hvor hlaupi Kvennahlaupið.

Þríþrautin mikla er þríþætt og sigrar sá aðili sem vinnur minnst tvo liði hinnar þríþættu þríþrautar. Fyrsta þraut þriggja er lúdókeppni. Notast er við staðlaðar lúdóreglur, löglegan tening og færi fram á hlutlausum velli. Önnur þrautin er svo Trivial Pursuit (eða Gettu betur) og myndi Daníel Scheving taka að sér mótstjórn og nánari útfærslu. Þriðja greinin yrði svo tímataka í Frúnni í Hamborg þar sem keppendur spyrja hvorn annan. Þriðja greinin er reyndar mjög slöpp svo henni má henda út ef e-ð betra finnst.

Ég leita hér með eftir viðbrögðum frá fólki og vonast til að í sameiningu björgum við þessari áskorun frá háðulegu andláti.

föstudagur, apríl 09, 2004

VÍN 7. apríl 2004
Þar sem enginn hefur lagt í að fjalla um síðasta matarklúbb, eða fjallað um nokkuð yfir höfuð, þá skal ég taka það að mér að þessu sinni. Landið að þessu sinni var Páskaeyja sem er austasti hluti pólinesísku eyjanna í Austur-Kyrrahafi. Verður að segjast að landið sé vel valið (klassa tímasetning) og var boðið því í bland hefðir frá Páskaeyju og íslenskir páskasiðir, því að á boðstólum var íslenskur páskabjór, tortilla kökur og snittur í forrétt (fékk reyndar aldrei að smakk þessar tortilla kökur). Í aðalrétt voru grillaðar lambalærissneiðar með grilluðum kartöflum og maís ásamt fersku salati (sem náði nýjum hæðum með furuhnetunum). Allt saman afar ljúfengt og segja má að Einar Andri hafi komið mjög á óvart því að hann er ekki þekktur fyrir mikla reynslu í eldamennskunni en Þorgeir verður að teljast meiri reynslubolti. Eftirrétturinn var einnig mjög góður, en það var grillaður banani með snikkers, ís og rjóma. Nægur mjöður var á svæðinu sem er þeim félögum til framdráttar. Því gef ég þeim félögum Einari Andra og Þorgeiri Arnari fjórar stjörnur af fimm sem verður að teljast mjög gott.

Yfir í annað, þá lærði ég nýtt orð í gær, þetta er orð sem lýsir e-u sem er flott, töff eða kúl... og aðeins örfáir vita hvað þýðir, þar til nú. Þetta orð var notað fyrir mörgum árum eða einum 10-15. Orðið lærði ég þegar ég fékk yfirfarna skýrslu frá kennara mínu í Tölvuvæddri hönnun og var það skrifað fyrir neðan mynd af hönnuninni minni. Jæja þá, orðið er SMÆKÓ, ég legg til að allir fari að nota þetta orð þegar þeir lýsa hrifninu sinni á e-u.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Af áskorun
Í gærkvöldi fór ég á myndbandaleiguna með keppendum áskorunarinnar miklu. Ekkert voðalega merkilegt í sjálfu sér, allir geta leigt video spólu! Við komum okkur fyrir í mjúkum hægindastólum á heimili Jóhanns og byrjuðum að horfa. Keppendurnir kvörtuðu yfir miklu álagi undanfarna viku og áður en ég vissi af voru þeir báðir steinsofnaðir yfir miðri mynd. Fyrir ári síðan hefði það verið ég sem hefði sofnað fyrstur. En hver er ástæðan fyrir þessu mikla álagi á strákunum, jú það eru 5 dagar í að áskorunin fari fram og auðvitað nýta þeir allan sinn litla frítíma til þess að æfa sig og eru að sjálfsögðu mikið þreyttir þessa dagana auk þess þá fylgir því eflaust mikið álag að taka þátt í keppni sem þessari. En af veðbankanum er það að frétta að eins og er þykir Krissi örlítið sigurstranglegri en munurinn er innan skekkjumarka.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Rakst á umfjöllun um ferð handboltaliðs FH á Akureyri um helgina á fhingar.is:

“Heimferðin gekk mjög vel en pissupollarnir eru víst allnokkrir á þjóðveginum það var nefnilega ekkert vatn í klósettinu í rútunni og það var alveg merkilegt hvað menn þurftu oft að tæma blöðruna á leiðinni heim hmmm...

Annars erum við strákarnir bara glaðir yfir ágætisgengi undanfarnar vikur og hlökkum til að sjá ykkur FH-inga á miðvikudaginn þegar við spilum við HK í umspilinu og þá þarf að styðja við bakið á okkur þar sem við getum verið ansi brothættir og er það undir ykkur komið að halda okkur gangandi inná vellinum!!”

Úff… Ég ætlaði að skrifa helling og níða svona hugarfar í svaðið en ég á bágt með það. Hristi bara hausinn í staðinn. Vona að utandeildarhugsunarhátturinn verði geymdur heima er menn mæta í leikinn gegn HK á miðvikudaginn…

mánudagur, apríl 05, 2004

Þegar ég var lítill kunnu krakkar ekkert á hljóðfæri. Ja, þeir sem kunnu það voru flestir lagðir í einelti fyrir vikið. Munum t.d. flest eftir Jóa túbu og Fiðlu-Baldri. Ekki þóttu það merkilegir pappírar. Sem betur fer er þróunin önnur í dag. Nú kann annar hver krakkagemlingur á gítar eða trommur og allir eru í hljómsveitum. Í vetur sýndi einn guttinn sem ég er að þjálfa mér trommusettið sitt. Hann spilar ávallt á settið með massívan kappaksturhjálm á hausnum því hann á til að lemja sig firnafast í höfuðið í trommusólóum. Sá káti piltur kunni líka á gítar og var í tveimur hljómsveitum. Önnur þeirra, Gallafötin, er reyndar eiginlega hætt.

Einnig er vert að minnast þriggja félaga sem tjáðu mér um daginn að þeir kæmust ekki á næstu fótboltaæfingu þar sem þeir væru að fara í stúdíó. Níu ára gaurar! Þegar ég var níu ára var ég borðandi sand og safnandi fótboltamyndum... Milli þess sem ég henti eggjum í hús Jóa túbu og Fiðlu-Baldurs.

Síðasta dæmið er svo enn annar gaur sem ég er að þjálfa. Sá gerðist það brattur að mæta heim til mín áðan, aðallega til að segja mér frá rafmagnsgítarnum sem hann langar í. Ég missti úr mér að ég ætti nú svoleiðis apparat sem hann vildi ólmur skoða. Kemur í ljós að kauði er betri en ég á gítar, enda forsprakki sveitarinnar Þrír sykurpúðar. Það var nokkuð magnað að sjá hvað gaurinn var öflugur á gítar en ennþá magnaðri er sú staðreynd að ég náði einhvern veginn að halda hlátrinum inni í mér er hann sagði mér hljómsveitarnafnið.

Allavega, það sem ég er að reyna að segja er að ég hef ákveðið að hætta í hljómsveitinni Görlíbojs. Danni, Jói... Þetta var skemmtilegt ferðalag en ég tel að hæfileikar mínir njóti sín betur í herbúðum Þriggja sykurpúða (sem líklega verða orðnir fjórir ef ég bætist við). Ég þakka ykkur fyrir samstarfið og ítreka að ég mun alltaf bera virðingu fyrir ykkur sem listamönnum.

föstudagur, apríl 02, 2004

Ummæli Jóa í e-u kommenti hér fyrir neðan hafa kallað á enn eina stórkeppnina hér á pagecannotbefound.com. Glöggt fólk man ugglaust eftir þegar ég vann Jóa í þrautinni að stilla upp fótboltaliði með sjálfum okkur innanborðs, þegar ég tók selina í hundabeinsstríði alþingismannanna og þegar Jói vann strandblaksmót kviðmága (siðvöndun okkar hinna gerði að verkum að við tókum ekki þátt).

Nú fer önnur eins skemmtiskúta af stað sem snýst um leiðinlegustu kvikmynd sögunnar. Jói hafði áður bent á Plump Fiction en eftir að hafa hugsað um að flagga t.d Johnny Mnemonic, Look who’s talking too og Star Trek V: THE FINAL FRONTIER kaus ég að velja hina ógeðslegu Kevin & Perry Go Large sem ég horfi einu sinni á, að ég held með Danna. Toppið það, gígalóar.

Til að auka á fjölbreytnina hef ég skyndilega ákveðið að mótið verði tvíþætt að þessu sinni og felist líka í því að velja hrokafyllsta fuglinn. Minn fugl er dílaskarfur. Sigurvegarinn þarf semsagt að vera fremstur á báðum vígstöðvum.

Annars eru þau tíðindi af mér að engin þjálfun, miðar vegna þjálfunar, verkefni eða skóli hvíldu á mér í dag svo ég gerðist svo brattur að kneyfa mjöð um hálfþrjú. Dagdrykkja er gríðarlega vanmetið fyrirbæri og ákveðið tabú á Íslandi (ef við myndum ímynda okkur að Raufarhöfn væri ekki á Íslandi). En jæja, Kevin & Perry Go Large og dílaskarfur og tel ég klárt mál að sigurganga mín haldi áfram.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Í gær fékk ég ömurlegar fréttir og ekki bara eina heldur tvær...
Í fyrsta lagi kom í ljós að ég er ekki að fara á fótboltaleik í útskriftarferðinni af því að það fást engir miðar.
Í öðru lagi þá þarf að borga útskriftarferðina fyrir 14. apríl(shit shit*) og ég nýbúinn að borga rándýra viðgerð á bílnum mínum... það versta er að ég hélt að e-r söfnunarpeningur kæmi í hús fyrir fyrstu borgun en svo reyndist ekki vera...(shit shit shit**)
Þannig að í dag líður mér ekki vel og mér er illt í hendinni eftir þrjár bólusetingasprautur (sem kostuðu tæpan 7000 kall)
*(berið fram með frönskum hreim)
**(berið fram með því að halda fyrir nefið og tala afturábak)