miðvikudagur, apríl 07, 2004

Af áskorun
Í gærkvöldi fór ég á myndbandaleiguna með keppendum áskorunarinnar miklu. Ekkert voðalega merkilegt í sjálfu sér, allir geta leigt video spólu! Við komum okkur fyrir í mjúkum hægindastólum á heimili Jóhanns og byrjuðum að horfa. Keppendurnir kvörtuðu yfir miklu álagi undanfarna viku og áður en ég vissi af voru þeir báðir steinsofnaðir yfir miðri mynd. Fyrir ári síðan hefði það verið ég sem hefði sofnað fyrstur. En hver er ástæðan fyrir þessu mikla álagi á strákunum, jú það eru 5 dagar í að áskorunin fari fram og auðvitað nýta þeir allan sinn litla frítíma til þess að æfa sig og eru að sjálfsögðu mikið þreyttir þessa dagana auk þess þá fylgir því eflaust mikið álag að taka þátt í keppni sem þessari. En af veðbankanum er það að frétta að eins og er þykir Krissi örlítið sigurstranglegri en munurinn er innan skekkjumarka.

Engin ummæli: