Nýtt Útlit
Þá hefur síðan fengið heldur betur nýjan búning! Hvernig lýst fólki á???
föstudagur, mars 05, 2004
Jæja, nú styttist í matarklúbbinn sem að þessu sinni er í höndum frændanna og gaman verður að sjá hver útkoman verður. Ég verð að viðurkenna að væntingarnar eru ekki miklar, enda hvorugir mikið fyrir að elda, nema Jói á einn sérrétt sem ber nafnið "crispy chicken" og samanstendur af kúklingaleggjum sem eru þurir í gegn með grótharðri húð!!! En þetta þýðir þá að vobrigðin verða engin og allt sem kemur á óvart sé plús í kladdan fyrir piltana!
Eitt er þó á hreinu, en það er að það verður tekið á því í ölinu og fjörið mun ekki vanta.
Einnig verðuð gaman að hitta Jóa aftur, og fylgjast með breytingum á persónuleika hans frá síðustu heimsókn hans í siðmenninguna (skrái allar breytingar frá hverri heimsókn...).
Eitt er þó á hreinu, en það er að það verður tekið á því í ölinu og fjörið mun ekki vanta.
Einnig verðuð gaman að hitta Jóa aftur, og fylgjast með breytingum á persónuleika hans frá síðustu heimsókn hans í siðmenninguna (skrái allar breytingar frá hverri heimsókn...).
fimmtudagur, mars 04, 2004
Var að fá snilldar fréttir. Þannig er mál með vexti að ég er að fara í útskriftarferð til Tailands 16. maí (búinn í prófum 14.). Það á að millilenda í London og halda þaðan til Malasíu...
Allavega þá kom sú hugmynd upp að fara degi fyrr út og ná leik í síðstu umferð ensku deildarinnar. Þeir leikir sem koma til greina eru Arsenal-Leicester eða Chelsea-Leeds. Erfitt val, Arsenal gæti verið að lyfta bikarnum og gaman væri að sjá Eið... Langar samt mest á Liverpool-Newcastle á Anfield en sá möguleiki er víst ekki til staðar.
Veit að við getum fengið miða á Arsenal leikinn en veit ekkert með hinn leikinn og lítið mál virðist vera að breyta flugtímanum til London....
Hversu snjallt er þetta!!!:)
Auk þess er búið að opna Baggalútinn aftur,
þetta er góður dagur, fyrir utan veikindi undirritaðs!
Allavega þá kom sú hugmynd upp að fara degi fyrr út og ná leik í síðstu umferð ensku deildarinnar. Þeir leikir sem koma til greina eru Arsenal-Leicester eða Chelsea-Leeds. Erfitt val, Arsenal gæti verið að lyfta bikarnum og gaman væri að sjá Eið... Langar samt mest á Liverpool-Newcastle á Anfield en sá möguleiki er víst ekki til staðar.
Veit að við getum fengið miða á Arsenal leikinn en veit ekkert með hinn leikinn og lítið mál virðist vera að breyta flugtímanum til London....
Hversu snjallt er þetta!!!:)
Auk þess er búið að opna Baggalútinn aftur,
þetta er góður dagur, fyrir utan veikindi undirritaðs!
Hei! Tékkið á þessu http://www.pagecannotbefound.blogpot.com/ munar einum staf og þú lendir á bjáluðu trúarsíðunni!. Finndu stafamuninn og þú vinnur getraunina!!!
Annars er það að frétta af manni að maður náið sér í aldeilis fína pest, talar eins og þessi búlgarska sem keppti í American Idol síðast (Brjáluð bassa karlmannsrödd!).
Þannig að maður situr bara í vinnuni og þambar te...
Annars er það að frétta af manni að maður náið sér í aldeilis fína pest, talar eins og þessi búlgarska sem keppti í American Idol síðast (Brjáluð bassa karlmannsrödd!).
Þannig að maður situr bara í vinnuni og þambar te...
miðvikudagur, mars 03, 2004
33 gegn 29.
Ef þessar tölur táknuðu fjölda íbúa Raufarhafnar sem vita hvað handsápa er kæmi það mér ekki úr jafnvægi.
Ef þessar tölur táknuðu fjölda framsóknarmanna í Hafnarfirði sem geta klætt sig sjálfir í fötin á morgnana kæmi það mér ekki á óvart.
En að þetta séu úrslit leiks ÍBV og FH í handbolta í kvöld gerir mig bullandi fúlan. Menn ná alltaf að sökkva lægra og lægra. Nú hefur okkur tekist að tapa tvisvar fyrir ÍBV í vetur. Þvílíkt andleysi! Við erum með miklu betur mannað lið! Þvílíkur eymdarbragur yfir einu liði! Þetta stóð á eyjar.is:
"Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka fengu tveir leikmenn ÍBV tveggja mínútna brottvísun en Eyjamenn höfðu þá tveggja marka forskot."
Svo fer leikurinn bara 33-29! Eyjamenn skora tvö síðustu mörkin tveimur færri! Hvað er að? Kunna okkar menn ekki leikreglurnar? Nenna þeir ekki í úrslitakeppnina? Logi, Addi Pé, Svavar, Maggi Sigmunds, Gvendur Peð, Hjörtur, Binni; þessir menn myndu valsa inn í byrjunarlið hjá ÍBV en tapa samt leiknum, jafnvel á kafla þegar þeir eru tveimur fleiri.
Þetta er eitthvað sem risinn getur ekki sætt sig við. Leikmenn fá enn eitt tækifæri til að taka sig á og í slefandi vitleysu og blindni verða stuðningsmenn að vona að þeir geri það... En þangað til verðum við bara að óska Eyjamönnum, Selfyssingum, Mosfellingum og öðrum lítilfjörlegum miðlungsliðum til hamingju með stigin. Usss....
Ef þessar tölur táknuðu fjölda íbúa Raufarhafnar sem vita hvað handsápa er kæmi það mér ekki úr jafnvægi.
Ef þessar tölur táknuðu fjölda framsóknarmanna í Hafnarfirði sem geta klætt sig sjálfir í fötin á morgnana kæmi það mér ekki á óvart.
En að þetta séu úrslit leiks ÍBV og FH í handbolta í kvöld gerir mig bullandi fúlan. Menn ná alltaf að sökkva lægra og lægra. Nú hefur okkur tekist að tapa tvisvar fyrir ÍBV í vetur. Þvílíkt andleysi! Við erum með miklu betur mannað lið! Þvílíkur eymdarbragur yfir einu liði! Þetta stóð á eyjar.is:
"Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka fengu tveir leikmenn ÍBV tveggja mínútna brottvísun en Eyjamenn höfðu þá tveggja marka forskot."
Svo fer leikurinn bara 33-29! Eyjamenn skora tvö síðustu mörkin tveimur færri! Hvað er að? Kunna okkar menn ekki leikreglurnar? Nenna þeir ekki í úrslitakeppnina? Logi, Addi Pé, Svavar, Maggi Sigmunds, Gvendur Peð, Hjörtur, Binni; þessir menn myndu valsa inn í byrjunarlið hjá ÍBV en tapa samt leiknum, jafnvel á kafla þegar þeir eru tveimur fleiri.
Þetta er eitthvað sem risinn getur ekki sætt sig við. Leikmenn fá enn eitt tækifæri til að taka sig á og í slefandi vitleysu og blindni verða stuðningsmenn að vona að þeir geri það... En þangað til verðum við bara að óska Eyjamönnum, Selfyssingum, Mosfellingum og öðrum lítilfjörlegum miðlungsliðum til hamingju með stigin. Usss....
Daníel
Ég á vin sem heitir Daníel. Allavega kalla ég hann vin minn.
Ég á samt betri vin sem heitr Kristmundur. Enda er hann frændi minn og ég er búinn að þekkja hann lengur.
Danni kom bara í skólann okkar í 9. bekk, og hefur eiginlega dröslast með mér og Krissa síðan þá. Eiginlega svona óvart. Hann byrjaði bara að elta Krissa alltaf heim úr skólanum og fyrr en varði fóru ég og Krissi að venjast því að hafa hann alltaf. Hann var alls ekki skemmtilegur, en maður var svosem ekkert að drepast úr leiðindum að hafa hann. Tilfinningin var svipuð og þegar manni er kalt á eyrunum - óþægilegt en maður lætur sig hafa það.
Síðan þegar við komum í framhaldsskóla ætluðum við Krissi að hætta að tala við Danna. En hann varð var við það og keypti sér þá vináttu okkar með því að kaupa sér bíl. Hann skutlaði okkur um allar trissur og var, eins og sagt er í fangelsum, tíkin okkar. Það var gaman að eiga tík. Tík hafði ég aldrei átt áður.
Nú eru mörg ár liðin. Ég og Krissi eigum nú okkar eigin bíla, en samt tölum við ennþá við Danna. Ég minna en Krissi vegna fjarlægðarinnar. Að því leytinu er ég feginn að búa á Raufarhöfn.
Eitt sem mér finnst ótrúlega pirrandi við Danna er...hann sjálfur. Já, eiginlega allt við hann er pirrandi. Tónlistarsmekkurinn hans er þó að mestu leyti ágætur, en er dreginn niður af laginu Daniel með Elton John. En hann Danni heldur einmitt að það sé gott lag og raular það í tíma og ótíma - sérstaklega fullur.
Mér finnst einnig pirrandi við Danna er að hann heldur að hann sé betri en við. Rausar í sífellu um varmafræði, burðarþol og mengjareikning. Skilur síðan ekkert í því að við skiljum þetta ekki.
Það sem mér finnst samt mest pirrandi við Danna er að hann er ekki búinn að stilla upp fótboltaliði gegn liðinu mínu og Krissa.
Alla hina lestina get ég þolað, en það að hann skuli ekki stilla upp fótboltaliði fyllti mælinn.
joiskag
Ég á vin sem heitir Daníel. Allavega kalla ég hann vin minn.
Ég á samt betri vin sem heitr Kristmundur. Enda er hann frændi minn og ég er búinn að þekkja hann lengur.
Danni kom bara í skólann okkar í 9. bekk, og hefur eiginlega dröslast með mér og Krissa síðan þá. Eiginlega svona óvart. Hann byrjaði bara að elta Krissa alltaf heim úr skólanum og fyrr en varði fóru ég og Krissi að venjast því að hafa hann alltaf. Hann var alls ekki skemmtilegur, en maður var svosem ekkert að drepast úr leiðindum að hafa hann. Tilfinningin var svipuð og þegar manni er kalt á eyrunum - óþægilegt en maður lætur sig hafa það.
Síðan þegar við komum í framhaldsskóla ætluðum við Krissi að hætta að tala við Danna. En hann varð var við það og keypti sér þá vináttu okkar með því að kaupa sér bíl. Hann skutlaði okkur um allar trissur og var, eins og sagt er í fangelsum, tíkin okkar. Það var gaman að eiga tík. Tík hafði ég aldrei átt áður.
Nú eru mörg ár liðin. Ég og Krissi eigum nú okkar eigin bíla, en samt tölum við ennþá við Danna. Ég minna en Krissi vegna fjarlægðarinnar. Að því leytinu er ég feginn að búa á Raufarhöfn.
Eitt sem mér finnst ótrúlega pirrandi við Danna er...hann sjálfur. Já, eiginlega allt við hann er pirrandi. Tónlistarsmekkurinn hans er þó að mestu leyti ágætur, en er dreginn niður af laginu Daniel með Elton John. En hann Danni heldur einmitt að það sé gott lag og raular það í tíma og ótíma - sérstaklega fullur.
Mér finnst einnig pirrandi við Danna er að hann heldur að hann sé betri en við. Rausar í sífellu um varmafræði, burðarþol og mengjareikning. Skilur síðan ekkert í því að við skiljum þetta ekki.
Það sem mér finnst samt mest pirrandi við Danna er að hann er ekki búinn að stilla upp fótboltaliði gegn liðinu mínu og Krissa.
Alla hina lestina get ég þolað, en það að hann skuli ekki stilla upp fótboltaliði fyllti mælinn.
joiskag
Spurning um að missa sig ekki í tónlistargetraunum. Ég legg til að smella einni getraun inn á viku og það á miðvikudögum. Í dag er miðvikudagur...
i) Hver er sveitin er söng svona?
“We skipped the light fandango
And turned cartwheels across the floor
I was feeling kind of seasick
But the crowd called out for more”
ii) Hver er sveitin?
“Þú varst alltaf mínu fangi í,
Ó, elsku litli sæti Dmitri
Nú horfinn ertu upp í himnaský
Í drottins faðmi verður alla tíð.
Flýgur með hörpu og segir bíbíbí
og sitji guðs englar saman á ný.
Ég bíð og sit, bara bíð eftir því
að komast til þín elsku Dmitri.”
iii) Og loks… Hver er XXXX og eftir hvern er lagið?
“The hostages were tremblin' when they heard a man exclaim,
"Let's blow this place to kingdom come, let Con Edison take the blame."
But XXXX stepped up, he raised his hand, said, "We're not those kind of men.
It's peace and quiet that we need to go back to work again."”
i) Hver er sveitin er söng svona?
“We skipped the light fandango
And turned cartwheels across the floor
I was feeling kind of seasick
But the crowd called out for more”
ii) Hver er sveitin?
“Þú varst alltaf mínu fangi í,
Ó, elsku litli sæti Dmitri
Nú horfinn ertu upp í himnaský
Í drottins faðmi verður alla tíð.
Flýgur með hörpu og segir bíbíbí
og sitji guðs englar saman á ný.
Ég bíð og sit, bara bíð eftir því
að komast til þín elsku Dmitri.”
iii) Og loks… Hver er XXXX og eftir hvern er lagið?
“The hostages were tremblin' when they heard a man exclaim,
"Let's blow this place to kingdom come, let Con Edison take the blame."
But XXXX stepped up, he raised his hand, said, "We're not those kind of men.
It's peace and quiet that we need to go back to work again."”
þriðjudagur, mars 02, 2004
Hér er skárri getraun en sú sem Jósinn stillit upp:
"Bjartar vonir rætast
brosum og hlæjum glaðir
er við göngum bæinn
vinátta og þreyta mætast
höldum upp á daginn
og fögnum tveggja ára bið"
Band og lag?
"I sucked
The moon
I spoke
To soon
And how much
did it cost?
I was dropped from
Moonbeams
And sailed
On shooting stars
Maybe you´ll
be president
But know
right from wrong
Or in the flood you´ll
build an Ark
And sail us to the moon"
band og lag?
"Bjartar vonir rætast
brosum og hlæjum glaðir
er við göngum bæinn
vinátta og þreyta mætast
höldum upp á daginn
og fögnum tveggja ára bið"
Band og lag?
"I sucked
The moon
I spoke
To soon
And how much
did it cost?
I was dropped from
Moonbeams
And sailed
On shooting stars
Maybe you´ll
be president
But know
right from wrong
Or in the flood you´ll
build an Ark
And sail us to the moon"
band og lag?
hér er ný tónlistargetraun. Reynið við þessa án þess að nota netið:
Hvaða hljómsveit söng þetta lag og hvað heitir það?
"No trophy, no flowers, no flashbulbs, no wine,
He's haunted by something he cannot define.
Bowel-shaking earthquakes of doubt and remorse,
Assail him, impale him with monster-truck force."
Hvaða tónlistarmaður söng þetta og hvað heitir lagið?
"Whenever blue tear drops are falling
And my emotional stability is leaving me
There is something I can do
I can get on the telephone and call you up baby, and
Honey I know you'll be there to relieve me"
Held samt að þetta sé aðeins of létt.
joiskag
Hvaða hljómsveit söng þetta lag og hvað heitir það?
"No trophy, no flowers, no flashbulbs, no wine,
He's haunted by something he cannot define.
Bowel-shaking earthquakes of doubt and remorse,
Assail him, impale him with monster-truck force."
Hvaða tónlistarmaður söng þetta og hvað heitir lagið?
"Whenever blue tear drops are falling
And my emotional stability is leaving me
There is something I can do
I can get on the telephone and call you up baby, and
Honey I know you'll be there to relieve me"
Held samt að þetta sé aðeins of létt.
joiskag
Okei. Þið fáið annan sjens. Það er hundabein á sokkunum í Skautahöllinni, að öðru leyti staðlaðar hundabeinsreglur. Þið megið velja fimm alþingismenn í ykkar lið. Mitt lið er svona:
Bjarni Benediktsson
Lúðvík Bergvinsson
Þorgerður Katrín
Sigurður Kári
Gunnar Örlygsson
Toppiði þessa hundabeinsdrápsmaskínu...
Bjarni Benediktsson
Lúðvík Bergvinsson
Þorgerður Katrín
Sigurður Kári
Gunnar Örlygsson
Toppiði þessa hundabeinsdrápsmaskínu...
mánudagur, mars 01, 2004
Dreymdi að Roberto Carlos hefði mætt á 6.flokks æfingu hjá mér. Man ekki alveg hvað gerðist svo en þetta vakti upp spurningar. Væri hann a-liðsmaður eða b-liðsmaður? Ætli hann geti e-ð í stórfiskaleik? Eða í tröllaleiknum? Og loks; ætli Jói eða Danni geti stillt upp fótboltaliði (með sjálfum sér innanborðs) sem gæti unnið mitt lið (að neðan)? Reglurnar yrðu að vera þær að þeir mættu bara nota þrjá leikmenn sem ég hef þegar notað og það er bannað að skipta sjálfum sér útaf.
Buffon
Thuram Ferdinand Nesta Carlos
Beckham Viera Zidane (c) Duff
Henry Krissi
Þið eigið gólfið...
Buffon
Thuram Ferdinand Nesta Carlos
Beckham Viera Zidane (c) Duff
Henry Krissi
Þið eigið gólfið...
Tónlistargetraun dagsins:
Hvaða hljómsveit söng svo:
"Old man on the back porch, old man on the back porch,
old man on the back porch, and that old man is me"
Og hverjir rauluðu þetta:
"Well it seems to me that you have seen to much in too few years
your mother who neglected you owes a million dollars tax
on our first trip i tried so hard to rearrange you mind"
Svara ber í svaradálkinn að neðan.
Hvaða hljómsveit söng svo:
"Old man on the back porch, old man on the back porch,
old man on the back porch, and that old man is me"
Og hverjir rauluðu þetta:
"Well it seems to me that you have seen to much in too few years
your mother who neglected you owes a million dollars tax
on our first trip i tried so hard to rearrange you mind"
Svara ber í svaradálkinn að neðan.
Matarklúbbur
Eins og þeir sem vita vita þá mun matarklúbburinn hittast um næstu helgi í kjölfar endurkomu joaskag í menninguna. Ég og Krissi eigum að sjá um matinn sem veit alls ekki á gott.
Spurningin er að reyna að sleppa sem léttast frá þessu og til þess hef ég nokkrar hugmyndir Krissi minn.
Þemalandið getur verið Kína. Þá gefum við bara liðinu grjón að éta.
Það getur líka verið Súdan. Þar fær fólk bara að borða annan hvern dag og á laugardaginn getur við hinn dagurinn.
Einnig spurning um að hafa Grænland og gefa strákunum ísmola að borða.
Fleiri hugmyndir eru vel þegnar.
Mér líst samt vel á að byrja þetta fyrr en vanalega og taka þá bara einhvern massa bæ á þetta.
joiskag
Eins og þeir sem vita vita þá mun matarklúbburinn hittast um næstu helgi í kjölfar endurkomu joaskag í menninguna. Ég og Krissi eigum að sjá um matinn sem veit alls ekki á gott.
Spurningin er að reyna að sleppa sem léttast frá þessu og til þess hef ég nokkrar hugmyndir Krissi minn.
Þemalandið getur verið Kína. Þá gefum við bara liðinu grjón að éta.
Það getur líka verið Súdan. Þar fær fólk bara að borða annan hvern dag og á laugardaginn getur við hinn dagurinn.
Einnig spurning um að hafa Grænland og gefa strákunum ísmola að borða.
Fleiri hugmyndir eru vel þegnar.
Mér líst samt vel á að byrja þetta fyrr en vanalega og taka þá bara einhvern massa bæ á þetta.
joiskag
sunnudagur, febrúar 29, 2004
Endurfundir
Skellti mér í partí með gömlu félögunum síðan úr Öldutúnsskóla. Skrítið að hitta gamla pakkið aftur eftir langan tíma. Þegar ég gekk inn í stofuna flugu myndir um hugann, allt eins og það var í "gamla daga". Meira að segja um leið og maður settist niður og fór að spjalla leiddist talið strax út í þá sálma að tala illa um "lúðana" eða þá sem fundu sig ekki í neinum hóp í grunnskóla. Setningar eins og; "XXX en ennþá alger(t) hlussa(nörd)" eða "XXXXX er komin með kærasta" í niðrandi tón. Eins og fólk væri enn á sama stað og það var í grunnskóla. Mér leiddist þessar umræður og fór ég meira að segja að leiða hugann að því hvernig ég ætti að leysa ákveðið verkefni í skólanum frekar en að hlusta á þetta...
Sem betur fer fór umræðan út í aðra sálma og var gaman að sjá hvað allir eru á sitthvorum staðnum í lífinu m.v. í grunnskóla, sumir byrjaðir að ala börn og buru eða í húsakaupa hugleiðingum á meðan aðrir eru áhyggjulausir í skóla, fullir allar helgar.
Eftir dágóða drykkju og spjall lá leið hópsins niður á bæjarpöbb allra bæjarpöbba eða sjálfan A. Hansen þar sem stefnt var að því að þenja raddböndin í kareoke... þar skildu leiðir því að ég
varð að halda heim á leið vegna mikilla anna í skólanum. Krissi gæti kannski komið með framhaldið héðan....
Allavega var mjög snjallt að hitta gömlu félagana og sjá hvar þeir eru niðurkomnir, verst var hvað vantaði marga, en það er nú bara alltaf þannig...
Skellti mér í partí með gömlu félögunum síðan úr Öldutúnsskóla. Skrítið að hitta gamla pakkið aftur eftir langan tíma. Þegar ég gekk inn í stofuna flugu myndir um hugann, allt eins og það var í "gamla daga". Meira að segja um leið og maður settist niður og fór að spjalla leiddist talið strax út í þá sálma að tala illa um "lúðana" eða þá sem fundu sig ekki í neinum hóp í grunnskóla. Setningar eins og; "XXX en ennþá alger(t) hlussa(nörd)" eða "XXXXX er komin með kærasta" í niðrandi tón. Eins og fólk væri enn á sama stað og það var í grunnskóla. Mér leiddist þessar umræður og fór ég meira að segja að leiða hugann að því hvernig ég ætti að leysa ákveðið verkefni í skólanum frekar en að hlusta á þetta...
Sem betur fer fór umræðan út í aðra sálma og var gaman að sjá hvað allir eru á sitthvorum staðnum í lífinu m.v. í grunnskóla, sumir byrjaðir að ala börn og buru eða í húsakaupa hugleiðingum á meðan aðrir eru áhyggjulausir í skóla, fullir allar helgar.
Eftir dágóða drykkju og spjall lá leið hópsins niður á bæjarpöbb allra bæjarpöbba eða sjálfan A. Hansen þar sem stefnt var að því að þenja raddböndin í kareoke... þar skildu leiðir því að ég
varð að halda heim á leið vegna mikilla anna í skólanum. Krissi gæti kannski komið með framhaldið héðan....
Allavega var mjög snjallt að hitta gömlu félagana og sjá hvar þeir eru niðurkomnir, verst var hvað vantaði marga, en það er nú bara alltaf þannig...
Raufarhafnarmafían - partur 2
Enn er baggalutur.is lokaður.
Þrátt fyrir að ein vinsælasta síða landsins sé ekki lengur í gangi hafa fjölmiðlar ekki fjallað neitt um þetta mál. Hver er ástæða?
Svarið liggur í augum uppi. Raufarhafnarmafían hefur þaggað málið niður. Það er ljóst að þetta gamla stórveldi í mafíubransanum hefur enn meiri ítök en nokkurn mann hafi grunað.
Var meira að segja að frétta að don Guðný hafi látið taka Enter höndum og heldur honum nú nauðugum í yfirgefnu húsi á Riben. Leit stendur yfir af öðrum meðlimum ritstjórnar.
Ef þessari síðu verður lokað bráðum vitum við hver var þar að verki.
Og ef ég hverf, þá vitið þið hvar þið eigið að leita - í höfnum landsins.
joiskag
Enn er baggalutur.is lokaður.
Þrátt fyrir að ein vinsælasta síða landsins sé ekki lengur í gangi hafa fjölmiðlar ekki fjallað neitt um þetta mál. Hver er ástæða?
Svarið liggur í augum uppi. Raufarhafnarmafían hefur þaggað málið niður. Það er ljóst að þetta gamla stórveldi í mafíubransanum hefur enn meiri ítök en nokkurn mann hafi grunað.
Var meira að segja að frétta að don Guðný hafi látið taka Enter höndum og heldur honum nú nauðugum í yfirgefnu húsi á Riben. Leit stendur yfir af öðrum meðlimum ritstjórnar.
Ef þessari síðu verður lokað bráðum vitum við hver var þar að verki.
Og ef ég hverf, þá vitið þið hvar þið eigið að leita - í höfnum landsins.
joiskag
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)