Maðurinn sem stal páskunum
Páskaundirbúningurinn var óvenjulegur í ár. Allt snerist um að komast í það líkamlega form sem myndi nægja til að leggja Skagfjörðinn í Áskoruninni miklu. Nú blasa hins vegar þær harmfregnir við að Jói er “meiddur” og “getur” ekki keppt. Vitað er að mótstjóri og verndari keppninnar vill senda meiðslarottuna beint í Kvennahlaupið en ég vil reyna að bjarga áskoruninni frá skömm og leita annarra leiða. Ég legg til að tillaga mín hér að neðan, Þríþrautin mikla, gæti útkljáð hvor hlaupi Kvennahlaupið.
Þríþrautin mikla er þríþætt og sigrar sá aðili sem vinnur minnst tvo liði hinnar þríþættu þríþrautar. Fyrsta þraut þriggja er lúdókeppni. Notast er við staðlaðar lúdóreglur, löglegan tening og færi fram á hlutlausum velli. Önnur þrautin er svo Trivial Pursuit (eða Gettu betur) og myndi Daníel Scheving taka að sér mótstjórn og nánari útfærslu. Þriðja greinin yrði svo tímataka í Frúnni í Hamborg þar sem keppendur spyrja hvorn annan. Þriðja greinin er reyndar mjög slöpp svo henni má henda út ef e-ð betra finnst.
Ég leita hér með eftir viðbrögðum frá fólki og vonast til að í sameiningu björgum við þessari áskorun frá háðulegu andláti.
sunnudagur, apríl 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli