föstudagur, júlí 16, 2004

heilir og sælir félagar mínir kærir
 
Akkúrat þessa stundina eru miklar fréttir að frétta af mér. Miklar fréttir. Þær munu þó ekki birtast ykkur fyrr en síðar.
Ástæðan fyrir skrifum mínum eru aðrar. Ég vill nefnilega benda ykkur á nokkrar ásætður fyrir því að ÉG er líklegastur af VÍN meðlimum til að verða forseti.
 
1. Það er áberandi þegar litið er á fyrrverandi forseta að flestir séu Framsóknarmenn, nefni til sögunnar Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Ólaf Ragnar Grímsson (já og svo auðvitað mig!!)
2. Ég hef ferðast til flestra landa af okkur, og er því mesti heimsborgarinn. Mjög mikilvægur eiginleiki fyrir forseta.
3. Ég er þekktur fyrir góða framkomu.
4. Ég er þekktur fyrir að kunna að fara með vín.
5. ...ég er orðinn þreyttur og nenni ekki að skrifa allar hinar ástæðurnar fyrir því að ég sé lílegastur til að vera forseti. Berglind bíður uppí rúmi og svoleiðis...þið skiljið mig ef þið eru með eistu.
 
kveðja frá Herra Jóhanni Skagfjörð Magnússyni, verðandi 7. forseti Íslands.
 

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Svo að ég birti nú aðra grein, (lítið að gera muniði!) þá er komin ný könnun og úrslit síðustu könnunar eru þar af leiðandi ljós.

Magnús hlaut 9 atkvæði og telst því líklegastur til þess að vera laminn með hrífu í höfuðið.
Þorgeir kom næstur með 7 atkvæði
Aðrir fengu færri atkvæði.

Lítill fugl, eða svona meðalstór, ok hann var mjög stór, hvíslaði því að mér að næsti matarklúbbur væri innan seilingar og stefnt er að því að hann verði helgina 23.-25. júlí.
Fyrir u.þ.b. 10 dögum skrifaði Kristmundur pistil á þessa hálflömuðu síðu þess efnis hve lélegir matarklúbbsmeðlimir væru að blogga! Hefði maður haldið að slíkur pistill myndi nægja til að kveikja í mönnum, veit ekki með ykkur hina (nema Krissa) en mér finnst Emil ekkert nettur og alveg nóg að skoða síðuna hans bara einu sinni.

Nú veit ég að staðan er sú á virkustu (einu) skrifurum að
Jói er á Raufarhöfn og hefur ekkert að gera þar nema að sofa og drekka!
Kristmundur mætir ekki í vinnu fyrr en á hádegi (nema tvisvar í viku)!
Hvað sjálfan mig varðar þá hefur verið rólegt að gera hjá mér síðustu daga!
Um aðra meðlimi er ekkert að segja, því að hversu mikið eða lítið er að gera hjá þeim þá birta þeir ekkert á þessari síðu annað en comment endrum og eins.

Hversvegna er þetta andleysi? Varla eru menn með ritstíflu dögum saman (eða mánuðum eins og hinn helmingur matarklúbbsmeðlima), hafa frá engu að segja eða eru ekki með neinar pælingar í gangi.

Jói gæti útskýrt hvernig hann eyðir deginum á stað þar sem er ekkert að gera!
Krissi gæti skrifað um hvað hann er pirraður á að þurfa að vakna fyrr til þess að skrifa e-ð á síðuna svo að hún sé virkari!
Ég gæti talað um hvað mér leiðist mikið í vinnunni þegar það er lítið að gera eða hent inn nýrri tónlistargetraun.
Aðrir mættu jafnvel henda útskýringu á síðuna, hvers vegna þeir birti aldrei neitt.

Hvað sem menn birta þá gengur það ekki að síðunni sé haldið uppi með eina fasta dagskrárliðnum, Tónlistargetraun.

Hvernig líst mönnum annars á að Dabbi Vidd sé á leið í FH?