föstudagur, febrúar 27, 2004

Raufarhafnarmafían lætur til sín taka!

Fréttin um Melrakkasléttu sem birtist á baggalutur.is ( og reyndar í blogginu fyrir neðan) hefur heldur betur vakið upp gömlu Rafarhafnarmafíuna. Margir héldu að mafía þessi væri nú dauð en atburðir dagsins hafa sýnt að svo sé ekki. Við skulum rekja þá í stuttu máli.
1. í gær birtir baggalutur.is niðrandi grein um Melrakkasléttuna
2. í morgun sýni ég sveitarstjóra Raufarhafnarhrepps fréttina
3. í tíu frímínótum sýni ég samstarfsmönnum mínum í grunnskólanum
4. í síðasta tímanum mínum í dag (kenndi 8-10. bekk) las ég upp greinina fyrir bekkinn
Skemmst er frá því að segja að viðbrögð fólksins í liðum 2, 3, og 4 voru vægast sagt góð. Fannst fólki almennt talað um Melrakkasléttuna af mikilli ósanngirni. Aðgerðum var hótað.
5. kl. 20:15 fer ég inn á síðuna baggalutur.is, en mér til mikils undurs er búið að loka síðunni.

Allt afar dularfullt.

Hér er greinilegt að Raufarhafnarmafían hefur tekið í taumana og látið loka baggalut.is.
Meira um þetta mál á næstu dögum.

joiskag

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Úff... Ég veit að þetta er kannski ekki rétti tíminn, Jói... en þetta fann ég á Baggalúti. Bið að heilsa á Sléttuna.

"Melrakkaslétta enn ömurlegust

Það kom fáum á óvart þegar Melrakkaslétta var valin ömurlegasti staður heims á stóru alheimssýningunni, sem haldin var í stjörnuþoku langt, langt í burtu - áttunda árið í röð.

Jörðin hefur verið ósigrandi í þessari keppni allt frá því að Melrakkasléttu var fyrst teflt fram, en fyrir það hafði Jörðin náð bestum árangri árið 1856 þegar hún keppti með konunglega rússneska geldingarklefann í Síberíu og lenti í 1267. sæti.

Í öðru sæti að þessu sinni urðu íbúar plánetunnar Twxw en þeir kepptu með lítið fjallaþorp sem hópur risavaxinna geimdreka hefur fyrir sið að skeina sig á."
"First we take Manhattan, then we take Berlin"
-Leonard Cohen

Bombaði mér á bókasafnið áðan að læra. Hitti þar fyrir Randver Randversson, Manhattara og heimspeking. Hann var orðinn eirðarlaus á lærdómnum og tók upp á því að kasta í mig blaðsnifsum með klárum svívirðingum um undirritaðan. Ég hunsaði hann bara en þegar hann stökk fram á gang tók ég glósurnar hans, ljósritaði þær, reif ljósritið af þeim í tætlur og dreifði yfir bókina hans. Með þessu var svo miði sem á stóð: 'Hver er fíflið núna?'
Raunverulegu glósurnar geymdi ég svo í töskunni minni.

Svo fór ég að læra og hátt í hálftími leið. Ég tók svo sjálfur pásu og fór að lesa mesta sorapésa Íslands, DV, en sá þá á eftir Randa rölta niður stigann í fullum skrúða á leið í vinnu. Ég ákvað að slá á létta strengi og ná tali af spaðanum en hann reyndist fýldur og vildi ekkert hafa með glósurnar að gera. Sagðist ætla að prenta þær sjálfur út aftur.

Allavega, þetta minnti mig allt saman á þá daga er við komum öðrum Manhattan-manni, Svavari Erni, sífellt fyrir kattarnef. Það var gott grín. Við þurfum að komast að því hvar Svavar vinnur og fokka svolítið í honum.
Lífið er ósanngjarnt'
Ef þið vissuð það ekki áður þá er lífið ósanngjarnt. Meira að segja helvíti ósanngjarnt.
Sumir verða undir í lífinu og fá að kenna á ýmsum verstu eiginleikum þess.
Aðrir verða ofaná og fá að kenna á bestu eiginleikum þess.
Ég hef tilheyrt báðum hópum.
Lengi vel bjó ég í Hafnarfirði. Lífið lék við mig. Mér leið vel, átti fullt af vinum og hafði nóg að gera. Ég var sannarlega lukkunnar panfíll.
En síðan tók ég afdrifaríka ákvörðun og flutti út á land. Nú líður mér illa, á reyndar ennþá fullt af vinum en þeir eru fæstir hér og ég hef nákvæmlega ekkert að gera (nema að vinna en það er nú ekki beint skemmtilegt).

Lífið er ósanngjarnt. Af hverju fá sumir að búa innan um vini sína og fjölskyldu í Hafnarfirði meðan aðrir eru dæmdir til að búa lengst útá landi langt frá öllu og öllum. Lífið er ósanngjarnt.
Hef mér helst til dundurs að reyna að finna upp mismunandi leiðir til að fremja sjálfsmorð með því að nota eingöngu kókó puffs. Er kominn upp í 27.

massa þunglyndiskveðja frá Raufarhöfn
joiskag

Nafn
Verðum algjörlega að koma með nafn á síðuna. Mín hugmynd er þessi:

Orðstóri elgurinn, Þruman og Varmagaurinn

Núna skuluð þið báðir koma með eina hugmynd og síðan setjum við upp svona könnun og látum fólk kjósa nafn á síðuna.
Power to the people!

joiskag

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Öskudagur

Mér tókst að klúðra öskudeginum, var að spá í að smella mér í kærleiksbjarnagallann í tilefni dagsins og mæta í varmaflutningsfræði tíma klukkan 8:00. En viti menn, tókst enn einusinni að sofa yfir mig til rúmlega 10, þrátt fyrir að hafa skutlað mömmu í vinnuna rúmlega 8 (fór bara aftur heim að sofa), en náði loks að drulla mér í skólann í hádeginu búningalaus og vitlaus....

En afhverju ætli að maður sé þannig úr garði gerður að manni finnst svona ógeðslega gott að sofa og gera ekki neitt. Afhverju vaknar maður ekki hress og kátur eins snemma og unnt er. Er eitthvað tilgangslausara en að sofa, í alvöru þetta er ótrúlega heimskulegt, eins og maður myndi frekar telja gula bíla eða horfa á málningu þorna heldur en að fara á pubbinn og fá sér einn bjóra. Og hvað er málið með gula bíla, hverjum dettur í hug að kaupa þá, er e-r bíllitur ljótari en gulur, að keyra um á gulum bíl er eins og að ganga um Kringluna í gulum samfesting, hverjum finnst það flott???

Allaveg, farinn heim, ætla að reyna að sofna snemma svona til tilbreytingar svo að ég hafa löngun til að mæta í tíma í fyrramálið.

En Jói, spurning um að þú breytir notendanafni þínu í íslenska stafi, frekar asnalegt að láta fólk giska í eyðurnar....
Ólukkans aulaháttur!

Annað árið í röð gleymdi ég að halda upp á bolludaginn. Þessi dagur læðist alltaf svo lymskulega aftan að manni að maður fattar aldrei að halda upp á hann fyrr en á öskudegi. Næsta ár stefni ég að því að muna eftir bolludeginum, bjóða vinum og kunningjum heim og blanda einhverja sterkustu og svæsnustu bollu sem gerð hefur verið norðan Pýrenafjalla. Jafnvel sterkari en bollan í útskriftarteiti Danna 2001. Rétt upp hönd sem ældi henni ekki.

Hver er maðurinn á bakvið Ripp, Rapp og Rupp? Spurning um að halda smá virðuleika og finna e-ð annað.
thegells
Fór á síðuna hjá stelpunum í dag. Helvíti flott síða hjá þeim. Þær eru að vinna okkur.
Þó var eitt sem ekki var jákvætt á þeirra síðu. Þar var linkur yfir á okkar síðu undir nafninu "Bakkabræður". Ég kommentaði strax á þetta og viti menn, nú þegar eru þær búnar að breyta nafninu. Við erum núna "3 heitir úr Firðinum". Djöfull er það flott maður.
Setti í staðinn link frá okkur til þeirra undir nafninu "6 sexy".

Í sambandi við pælingarnar hjá þér Krissi, þá held ég að ef hommar giftast þá sé annar þeirra steggjaður og hinn gæsaður. Ég held það hljóti að vera. Er ekki alltaf annar karlinn í sambandinu og hinn kellingin. Annar er leðurhommi og hinn er dragdrottning. Ég held það hljóti að vera.
Annars veit ég ekki almennilega hvað eggjastokkar eru. Held að það sé pappabakkinn sem að maður fær eggin í útí búð. Er samt ekki alveg viss. Við þurfum að rannsaka þetta nánar.
Hey

Já, kannski soldið hörð gagnrýni en á hinn bóginn réttmætur punktur. (sagði samt aldrei að það væri góð lykt af mýkingarkremi heldur af mýkingarefni. Það er allt annað. Býst samt ekki við að maður sem lætur mömmu sína þvo þvottinn sinn viti hvað það er).

Þruman lofar jafnframt meira rokki í framtíðinni þar sem ég ætla að hafa joaskag bloggsíðuna sem meira svona fyrir vini í Firðinum. Ekkert meira tal um yndisleg daga og solleiðis. Látið endilega eitthvað lið vita af síðunni minni, t.d. matarklúbbinn góða.

Samt ótrúlega nett að hafa svona síðu. Af hverju datt okkur þetta ekki í hug fyrr????
Jæjanú. Allir með aðgang og svona. Ég var farinn að taka léttan ringófíling á þetta, þið með aðgang en ég úti í kuldanum.

Þetta er sveindómsbloggið mitt svo að þau eru mörg málefnin sem ég finn mig knúinn til að tæta í mig. Af hverju mega hommar ekki giftast? Þyrfti að steggja báða hommana eða gæsa annan? Af hverju er alltaf á tali þegar ég reyni að hringja í sjálfan mig? Hvað eru eggjastokkar?

Bráðum verður tími og tækifæri til að koma öllum mínum helstu baráttumálum til skila en ég ætla að láta mér eina pælingu nægja að sinni.

Ég þakka Jóa fyrir snjalla dagbókarsíðu en vonast samt eftir örlítið meira rokki og róli af hans hálfu í framtíðinni. Ég vissi t.d. ekki að setningar eins og "dagurinn í gær var yndislegur" (!) og "það er svo góð lykt af mýkingarkremi" væru til í orðaforða Jóa (eða Þrumunnar eins og hann var kallaðir í menntaskóla). Sá grunur um að hann sé að þiggja estrógensprautur á Riben er orðinn ansi sterkur. Varð bara að minnast á þetta áður setningar á borð við "þegar ég sé strákana í bræðslunni líður mér eins og jólin séu komin" eða "nei, ég er bara að fara að skoða söfnin í Frisco" dynja yfir okkur.

Kannski fullhörð gagnrýni. Menn geta þá bara svarað fyrir sig...
Hilsen

mánudagur, febrúar 23, 2004

Hey daniel (og krissi)

Ætlaði eitthvað að fara að fikta í síðunni en gat það ekki. Það kemur ekki um valmöguleikinn "Template" hjá mér.
Ert þú sá eini okkar sem getur breytt síðunni eitthvað?
Ert þú bara einhver einráður á þessari síðu eða hvað?
Eru ég og Krissi bara einhverjar hækjur og hjálpartól? Einhverjir aukahlutir?
Hver dó og gerði þig að konungi bloggsíðanna?

jóiskag

ps. kíkið á bloggsíðuna mína. Er kominn með svona commentafítus þannig að þið getið sagt eitthvað...já og svo er teljari á henni líka:)

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Testing, testing, testing.
Jæja, þá er búið að koma þessari síðu af stað og hún orðin skrifhæf, hægt að "commenta" ef fólk hefur einhverju að bæta við tilheyrandi pistla.
Fyrsta málefni mitt sem vert er að koma á framfæri er í raun viðvörun til núverandi og verðandi gsm símtækja notendur. Mín reynsla er sú að ekkert er öruggt í þeim málum. Ætlaði að hringja í félaga minn í mestu makindum um daginn, en hvað, allt í einu búið að loka símanum, hvorki hægt að hringja úr né í símann og ég orðinn algerlega sambandslaus.....

Það að hafa lokaðan síma þarf í sjálfu sér ekki að vera svo slæmt, frábært að þurfa ekkert að hugsa um hvar síminn er eða hvort þetta sé þinn 'eigins' sími sem er að hringja og trufla allt á meðan þú ert hálfsofandi í fyrirlestri.

Allavega, eftir að síminn hafði verið lokaður í nokkra daga, fór ég að spá hvort ég hafi ekki bara gleymt að borga síðasta símreiknig og hringi til símfyrirtækisins og spyr hvað ég skulda, þá heyrist "pikk, pikk, pikk"....."pikk, pikk, pikk" og vandræðaleg rödd segir "þú skuldar 118. þús. allt fá árinu 2000", HA.... ´"Ég get ekki sagt þér meira gegnum síma, þú verður að koma til fyrirtækisins og semja um hvernig þú vilt greiða þetta".
Ég fer inneftir og spyr hvaða mistök þetta séu og fæ þær uppýsingar að þetta passi allt saman og að ég skuldi 118. þús. í gömlum símreikningum allt frá árinu 2000. Ég spyr kelluna hvort þetta séu ekki mistök, og hvernig ég hafi getað hringt í nokkur ár þó að ég skuldaði svona mikið, þá horfir hún á mig eins og hún viti minna en ég, lítur á tölvuna og pikkar á músina eins og ég sé allt í einu ekki þarna, ég spyr aftur hvernig þetta hafi getað gerst, þá lyftir hún öxlum upp að hálsi og segir: "Þú verður bara að tala við yfirmann minn".....FRÁBÆRT, TAKK FYRIR EKKERT.
Ég kem heim til mín og finn gamal reikninga stimlaða úr banka sem áttu að vera ógreiddir og hringi inneftir og þá kemur í ljós að þetta eru mistök í kerfinu, blablabla, hún gat séð það þegar ég hringi en það var ekki hægt að sjá þetta fyrr, t.d. þegar ég stóð fyrir framan starfsmann fyrirtækisins... ég búinn að gramsa í gegnum þrjú ár af uppsöfnuðum VISA reikningum og greiðsluseðlum.

Það sem ég hef lært af þessu er að skoða alltaf símreikning með gagnrýnum augum og að sumt fólk á ekki að vinna þar sem það þarf að hafa samskipti við annað fólk.

Ef þú er að lesa þetta hér byð ég þig afsökunar á tímaeyðslu þinni vegna lengdar þessa pistils sem er helst til of mikill en vegna mikillar reiði innra með mér fann ég mig knúinn til þess að segja frá þessu óheppilega atviki.