Jæja. Niðurstaða könnunarinnar liggur fyrir. Jafnmargir höfðu trú á að Jói og Krissi myndu vinna áskorunina (35%) en óvæntur fjórði möguleiki reyndist réttur. Samkvæmt honum var gert ráð fyrir að keppnin færi ekki fram vegna aumingjaskapar keppenda og var 22% þátttakenda með það á hreinu. Aumingjaskapurinn er hinsvegar enn óútskýrður og ku vera á samvisku Jóa. Hér með er óskað eftir að fá útskýringar og svör svart á hvítu (reyndar hvítt á svörtu fyrstu Danni hafði bakgrunninn svartan). Sagan segir reyndar að Jói hafi ekki mætt þar sem hann var fastur í stórri holu á Thorsplani en það er önnur Elín. Danni fær því það verkefni að smella nýrri könnun inn þar sem hann er sá eini sem kann það.
Einnig legg ég til að fyrst Einar Andri og Toggi hafa ekki sjálfstraust til að tjá sig á þessari síðu vippi menn myndunum af þeim hispurslaust burt. Mér reiknast þannig til að ef þeir fari af skjánum myndist nefnilega pláss fyrir bikarinn góða sem ég held á á minni mynd. Loks langar mig að koma af stað nýrri keppni. Þar sem Danni er úti í Vestmannaeyjum um helgina vil ég að menn keppist um hvaða eiginleiki í fari Danna sé mest pirrandi. Minn 'eiginleiki' í keppninni er hve Danni getur verið böttleiðinlega samviskusamur.
Annars var ég að klára lokaverkefni í leiðindaáfanganum Málnotkun og er að sötra hollenskan bjór sem heitir Bavaria. Minnir mig á hreinsivökva.
föstudagur, apríl 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli