mánudagur, ágúst 30, 2004

Kynjasögur
Ég hef ákveðið að birta hér á hverjum þriðjudegi pistil um samskipti kynjanna og muninn á kynjunum. Pistil sem ég hef kostið að kalla "Kynjasögur". Ég veit að það er reyndar bara mánudagur ennþá en ég nennti ekki að biða til miðnættis með að skella honum inn, ég er svo þreyttur. Pistlar þessir munu verða byggðir upp af bæði pælingum sem og af skemmtiefni. Efni pistilsins þessa vikuna er einn ákveðinn munur á kynjunum sem mér hefur fundist hin mesta ráðgáta.
Munurinn á okkur körlum og á konum er margþættur. Auðvitað er líkamlegur munur mest áberandi, en ekki mun ég eyða tíma í að útskýra hann í dag. Við fórum nokkuð vel yfir það allt saman í Líffræði í 6. bekk.
Einn veigamesti munurinn á kynjunum er hvernig við tölum. Eða réttara sagt hvað við segjum. Það er nokkuð algild regla að karlmenn segi einfaldlega það sem þeir meina en konur aftur á móti segja eitthvað annað og verða svo sárar ef þú sem karlmaður skilur ekki innihald þess sem sagt var. Hvað er eiginlega málið með það??? Segið bara það sem þið meinið konur!!!

Og þá að skemmtiefninu...
Hversu marga karlmenn þarf til að opna bjórdós?Engan, bjórinn á að vera opinn þegar hún kemur með hann.
Af hverju reynir maður ekki við konuna fyrir framan sig í biðröðinni á féló?Kona sem er í biðröð á féló, getur aldrei haldið þér uppi.
Af hverju hafa konur nettari fætur en karlmenn?Þetta er eitt af grunnatriðum þróunarinnar, sem gerir það að verkum að þær geta staðið nær eldhúsvaskinum.
Hvernig veistu hvenær kona er að fara að segja eitthvað gáfulegt?Hún byrjar setninguna á "hann sagði..."
Hvað kallarðu konu sem hefur misst 95% af gáfum sínum?Fráskilda!

kallakveðja
jóhann skagfjörð

Engin ummæli: