AF DRUSLUM
Hvílíkar svívirðingar og ónotalegheit! Ég á bara ekki til orð. MÉR er bara kennt um allt saman! Fyrst frestaðist matarklúbburinn útaf Magga og kellingunni og svo út af mér. Það má ekki bara kenna MÉR um þetta eins og Danni gerði. Ég ætla hinsvegar ekki að fara að ota fingrum á næsta mann og byrja að ásaka eins og Daníel og Kristmundur, það er einfaldlega fyrir neðan mína virðingu.
Í stað þess ætla ég að reyna gera gott úr málunum og boða næsta matarklúbb. Hann verður haldinn í á laugardagskvöldið að heimili mínu á Aðalbraut 69, 675 Raufarhöfn. Mæting stundvíslega klukkan 19:00. Ef einhverjir hafa áhuga á að viðhalda þessum matarklúbb þá skulu þeir hinir sömu mæta á svæðið eða þegja ella.
Annar langaði mig bara að óska stórfrænda mínum til hamingju með inngönguna í kennó, æska landsins verður í hans öruggu höndum næstu ár, allavega hluti af landsins æsku.
með vinsemd og virðingu
Jóhann Skagfjörð Magnússon
fimmtudagur, júní 24, 2004
miðvikudagur, júní 23, 2004
Það er ekki laust við að ofsi og heift ráði ríkjum meðal matarklúbbsmanna þessa dagana. Síðasti klúbbur var haldinn á prestsetrinu að Smyrlahrauni um miðjan apríl og var þar skýrt tekið fram hvert hlutverk næstu gestgjafa, Magnúsar og Jóhanns, væri. Þessir tveir hrosshausar hafa hins vegar ekki höndlað verkefnið og nú sjáum við fram á matarklúbbslausan júnímánuð. Þetta er ansi langt matarhlé og ég er orðinn svangur. Við höfum þurft að sitja undir afsökunum sem tengjast sumarbústaðaferðum og því að menn þurfi að “sjá um 17. júní” og fer að líða að því að menn séu komnir með upp í kok af aumingjaskapnum. Þetta er hætt að snúast um hvort menn nái að finna fínar dagsetningar heldur farið að snúast um hvort menn nenni yfir höfuð að redda þessu. Þessi vinnubrögð eru áðurnefndum einstaklingum og fjölskyldum þeirra og gæludýrum til skammar.
Tek ég undir orð Daníels hér að neðan og hvet menn til að svara fyrir sig, þegja ekki málið í hel heldur takast á við það. Sjaldan hefur þótt gæfuríkt að húka undir sæng í feluleik á Raufarhöfn þegar á móti blæs enda eru slíkir feluleikir einungis feluleikir við sinn eigin aulahátt.
Tek ég undir orð Daníels hér að neðan og hvet menn til að svara fyrir sig, þegja ekki málið í hel heldur takast á við það. Sjaldan hefur þótt gæfuríkt að húka undir sæng í feluleik á Raufarhöfn þegar á móti blæs enda eru slíkir feluleikir einungis feluleikir við sinn eigin aulahátt.
þriðjudagur, júní 22, 2004
AF RÆFLUM
Ég átta mig ekki á því hvað hinn ágæti félagi minn Jóhann Skagfjörð er að hugsa, hvað er ég að fara??? Jú þannig er mál með vexti að undanfarið mætti segja að Jói sé algerlega að skíta í brækurnar, í fyrsta lagi þá stóð til að halda matarklúbb 16. júní s.l. (Maggi og Jói), en e-a hluta vegna komst Jóhann ekki bæinn því að hann þurfti að leika sér í fótbolta daginn eftir. Í öðru lagi þá skoraði Kristmundur á Jóhann fyrr í vetur í 400m hlaup sem átti að fara fram á páskadag og ÁTTI það að koma í hlut þess sem beið lægri hlut að hlaupa kvennahlaupið 19. júni s.l.. Svo fór að Jóhann komst ekki (ég er farinn að sjá mynstur hér!!!) því hefði hann átt að taka þátt í þessu kvennahlaupi, en nei hann komst ekki, allavega fór hann ekki!!!
Það sem mér þykir verst við þetta allt saman er að Jóhann þegir þunnu hljóði og virðist halda að svona hlutir gleymist bara! Hann hefur ekki þann manndóm í sér að í það minnsta svara fyrir sig og útskýra hvernig hann ætlar að bæta fyrir allar þessar misgjörðir sínar.
Jóhann, hér með skora ég á þig að skýra mál þitt og bæta fyrir þetta
Ég átta mig ekki á því hvað hinn ágæti félagi minn Jóhann Skagfjörð er að hugsa, hvað er ég að fara??? Jú þannig er mál með vexti að undanfarið mætti segja að Jói sé algerlega að skíta í brækurnar, í fyrsta lagi þá stóð til að halda matarklúbb 16. júní s.l. (Maggi og Jói), en e-a hluta vegna komst Jóhann ekki bæinn því að hann þurfti að leika sér í fótbolta daginn eftir. Í öðru lagi þá skoraði Kristmundur á Jóhann fyrr í vetur í 400m hlaup sem átti að fara fram á páskadag og ÁTTI það að koma í hlut þess sem beið lægri hlut að hlaupa kvennahlaupið 19. júni s.l.. Svo fór að Jóhann komst ekki (ég er farinn að sjá mynstur hér!!!) því hefði hann átt að taka þátt í þessu kvennahlaupi, en nei hann komst ekki, allavega fór hann ekki!!!
Það sem mér þykir verst við þetta allt saman er að Jóhann þegir þunnu hljóði og virðist halda að svona hlutir gleymist bara! Hann hefur ekki þann manndóm í sér að í það minnsta svara fyrir sig og útskýra hvernig hann ætlar að bæta fyrir allar þessar misgjörðir sínar.
Jóhann, hér með skora ég á þig að skýra mál þitt og bæta fyrir þetta
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)