fimmtudagur, maí 27, 2004

Olweusaráætlunin um einelti og músíkgetraun
Á þriðjudaginn fór ég á eitthvað námskeið í skólanum um einelti. Þetta er enn eitt af þessum frábæru forvarnarprógrömmum sem eiga að gera heiminn betri. Þar kom meðal annars fram að maður getur alveg lagt einhvern í einelti án þess hreinlega að fatta það sjálfur. Allavega þetta var leiðinlegt námskeið.
Og þá að öðru. Ég var að spjalla bið Berglindi og hún sagði mér að við værum ógeðslega leiðinlegir við Togga í músíkgetrauninni. Hún sagði að við værum að leggja hann í einelti.
Þannig fléttast Olweusaráætlunin um einelti og músíkgetraunin saman. Við héldum að við værum bara að stríða stráknum, en í raun erum við sökudólgar þess að hann pissar i sig á nóttinni, rétt eftir að hann er búinn að gráta sig í svefn.
Toggi, fyrirgefðu, það var ekkert illt meint með þessu.
Til að hindra að eineltismál komi aftur upp hér á pagecannotbefound hef ég ákveðið að smella inn vikulegum pistlum um einelti. Fyrsti pistillinn gæti komið seinna í dag, annars ekki fyrr en á þriðjudag.

lifið í friði og verið góð hvert við annað.
joiskag

Engin ummæli: