föstudagur, mars 19, 2004

"Maggi eipaði"

Var að kíkja á this.is/fh og lesa um leik FH og Fram sem fór 2:1 fyrir okkur fimleikamönnum.
Allan og Ármann skoruðu FH mörkin en Framarar úr víti eftir að Maggi netverji hafði brotið á einhverjum kappa.
Segir um þetta á síðunni:

Á 33. mínútu dró svo aftur til tíðinda þegar dómarinn geðþekki, Garðar Örn Hinriksson, dæmdi víti á FH eftir að Andri Steinn hafði þvælst eitthvað í lappirnar á Magga. Maggi "eipaði" gjörsamlega"

Eins og ég þekki Magga þá er hann rólyndismaður og því kom þetta mér á óvart.

Í kjölfarið hef ég nokkrar spurningar fyrir Magga:

i) Hvað er að eipa gjörsamlega?
ii) Ætlarðu oft að gefa víti í leikjum, ef svo er nenniru þá að fara í KR?
iii) Megum við eiga von á því að þú eipir einhverntímann á okkur í matarboði af því að maturinn var ekki nógu góður?
iv) iVarstu pirraður út í dóminn eða bara að því að það er langt síðan þú hefur fengið að ríða?

bara forvitni
Kæri Jóhann.

Ég vorkenndi þér þegar ég frétti að þú flyttir á Raufarhöfn, staðinn sem ekki einu sinni rottur heimsækja nema til að deyja.

Ég vorkenndi þér þegar ég frétti að enginn hiti væri í íbúðinni þinni og þú þyrftir að sofa dúðaður eins og Ikingut litli.

Ég vorkenndi þér þegar ég frétti að vegna ófærðar væri engan mat að hafa á Riben og þú værir byrjaður að naga gólfteppi til að sporna gegn næringarskorti.

En nú berast fréttir þess efnis að þú, fullorðinn maðurinn, sért byrjaður að spila jatsí sjálfviljugur. Þú veist hvað þeir segja um jatsí, eitt jatsíspilerí er tilviljun – tvö er hegðunarmynstur. Áhyggjur mínar af þér hafa stóraukist.
Jatsí er leiðinlegasta spilið. Enginn maður sem spilar jatsí getur talist ganga heill til skógar. Þegar refsa átti ósamvinnuþýðu búaliði á tímum Stalíns var jatsí hluti af píningunum. Þegar draga átti sannleikann upp úr Atla Helgasyni var hann látinn spila jatsí.

Með þessar staðreyndir í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram og taka við afplánun þinni á Riben. Hér með býðst ég til að taka við starfi þínu sem grunnskólakennari á Raufarhöfn og get hafið störf strax á mánudaginn.

Með von um skjót viðbrögð,
Kristmundur
Halló hundar

Kannist þið við þegar maður fer á hverjum degi inn á ákveðna síðu og hlakkar til að sjá eitthvað skemmtilegt lestrarefni?
Þessi síða er ekki þannig. Ég legg til að við tökum okkur saman í mélkisusmettinu og uppfærum þessa síðu reglulega. Ekkert búið að gerast síðan á miðvikudag - skammarlegt.

Talandi um eitthvað skammarlegt. Það er nokkuð skammarlegt að vera gaurarnir í MR sem töpuðu byrir bifvélavirkjunum í gær. Maður er samt auðvitað hæstánægður með það. Pælið í því að þessir gaurar eiga eftir að vera þekktir í sögu MR sem gaurarnir sem TÖPUÐU í fyrsta skiptið í einhver ellefu ár.. Kæmi mér ekki á óvart þótt þeir verði kallaðir tapararnir miklu.

Ég og hún íðilfagra Berglind vorum að enduruppgvötva hinn forna og afar skemmtilega leik Yatzi og höfum spilað hann af kappi tvö kvöld í röð. Snilldar leikur... mæli með honum ef þið búið í litlu sjávarplássi úti á landi...

miðvikudagur, mars 17, 2004

Þá er maður loksins kominn með aðgang að þessari mögnuðu síðu og það er alveg ljóst að hún mun ekkert annað en batna nú þegar ég er loksins farinn að skrifa hérna... Greining á síðasta matarklúbbi er er í vinnslu og mun birtast fljótlega.
Í dag er miðvikudagur og sá dagur vikunnar er vissulega dagur tónlistargetrauna. Hér er ein slík.

Hver er sveitin og hvað nefnist þetta þekkta lag?
“When routine bites hard, and ambitions are low
And resentment rides high, but emotions won't grow
And we're changing our ways, taking different roads”

Hverjir eru þetta og hvert er lagið?
“Father wears his Sunday best
Mother's tired she needs a rest
The kids are playing up downstairs
Sister's sighing in her sleep
Brother's got a date to keep
He can't hang around”

Rúsínan í pylsuendanum í þetta skiptið er svo ‘súkkulaðikleinan’. Hæfni manna er misjöfn og legg ég áherslu á að allir fái verkefni við sitt hæfi. Ég minni á að öllum öðrum en Togga er meinað að taka þátt í umræddri kleinu. Súkkulaðikleinan hljóðar svona:

Í hvaða hljómsveit voru Bítlarnir John, Paul, Ringo og George?

þriðjudagur, mars 16, 2004

1.000 heimsóknin

Bráðum líður að því að síðan fái 1.000 heimsóknina, merkur áfangi í sögu þessa bloggs. Af því tilefni legg ég til að sá sem er svo heppinn að vera 1.000 asti heimsækjandinn fái að verðlaunum þann heiður að fá að nefna sig "nafn" með viðskeytinu þúsund fyrir aftan. Tökum lítið dæmi: Jón fengi þá að kalla sig Jón þúsund. Til þess að fullvissa aðstandendur síðunnar að þú sért númer 1.000 þá þarftu að nota print screen skipunina sem prentar það sem sést á skjánum og koma því til Einars Andra.
Þarf að fá eina mynd af hverjum meðlim matarklúbbsins á stafrænu formi, sendið á mig á dsh@hi.is. Tók veðbankann út, hann var ekki alveg að virka, hægt að kjósa oft og svo breytti hann öllu letri á síðunni...
Tilkynning:

Hef stofnað nýja síðu á www.nautnaseggir.blogspot.com. Ég legg hér með til að við notum þessa síðu í eitthvað annað en VÍN, og færum eitthvað af þessu stórveldi yfir á hina síðuna (til dæmis gagnrýnina/umsögnina sem mikið hefur verið auglýst eftir). Vildi gjarnan heyra ykkar skoðanir á þessu.

Kveðja,
Þorgeir.

mánudagur, mars 15, 2004

Jói tekur áskorun Krissa!

1972 var háð einvígi aldarinnar í Reykjavík. Spassky og Fischer háðu þar stríð stútfullt af heilabrotum og hugarleikfimi. Nú er hins vegar ljóst að einvígi 21. aldarinnar verður líkamlegt.

Öll löggild leyfi hafa verið fengin og keppendur hafa tilkynnt þátttöku á opinberum vettvangi. Eftir tæpan mánuð, á páskadag (11. apríl) mun klukkan slá tíu og í sömu andrá munu tveir spóaleggir etja kappi í 400 m hlaupi á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika. Þessir menn eiga það sameiginlegt að vera í versta formi ævi sinnar í dag en munu kappkosta við að bæta úr því áður en flautan gellur páskadaginn örlagaríka. Á þeirri stundu verður það ljóst hver reynist í betra formi og hver þarf að taka þátt í Kvennahlaupinu.

Vefmiðillinn pagecannotbefound.blogspot.com mun vitaskuld fylgja þessu kapphlaupi eftir næstu vikur. Í deiglunni er að koma á fót veðbanka, smella könnun á vefinn og taka hetjurnar tali og fá innsýn í undirbúninginn.

Gott fólk... Verður það nærsýni rafturinn eða gamli meiðslapésinn sem fagnar sigri? Fylgist vel með...

sunnudagur, mars 14, 2004

Af því tilefni að fyrir 23 árum kom ég í heiminn, þá mun ég vera á heimili mínu að Lækjarhvammi 23 milli 16 og 18 í dag að taka á móti gjöfum.
Í dag er það ljóst að jarðlíf Daníels Scheving spannar nákvæmlega 23 ár. Ekki þori ég þó að fullyrða hvort tilvera hans hafi einhverja þýðingu en í tilefni dagsins ætla ég samt sem áður að birta ágrip af lífi þessa pörupilts.

14. mars 1981 – Fæddur var sonur Elísabetar Daníelsdóttur og Hallgríms Scheving (Halli bömp). Barnið var skírt Daníel en hlaut í flimtingum gælunafnið Uglufés í skírnarveislunni.
1984-89 – Lítið er vitað um líf Daníels þessi ár. Þó eru heimildir fyrir því að hann hafi verið kallaður Dondi og veit það ekki á gott. Vitað er að hann sá einu sinni apana í Sædýrasafninu. Þá er vitað að snæuglurnar gerðu sér afar dælt við Donda í sömu för.
1991 – Meig í heitan pott fyrir áeggjan Péturs frænda síns. Engin meðmæli það.
1992 – Vitað til að hann hafi ælt í flugvél og ælt á Pálma Hlöðversson, æskufélaga sinn. Oft vísað til þessa tímabils í lífi Daníels sem æluáranna.
1996 – Fór úr axlarliði í fyrsta sinn á flótta undan lögreglumönnum. Lögreglumennirnir höfðu ekkert á Daníel en flóttinn var vel heppnaður. Lögreglan í Hafnarfirði klófesti þennan 14 ára pörupilt þó síðar þar sem einn félaga hans sagði til hans.
1997 – Fór á sitt fyrsta framhaldsskólaball og kynntist fyrstu ást sinni, Helenu. Hún var með grænt, hrokkið hár og var frá þeirri stundu ávallt erfitt að fylla skarð hennar (þ.e. skarð hennar var afar stórt... ). Einnig var hún frekar feit.
1999 – Fór í ferð á Akureyri og steig í vænginn við einhverja skröggfurðulega skrautpíu er kallaðist Kristrún. Hvað varð eiginlega um þá fígúru?
2000 – Fór í ferð á Akureyri og festi sjálf sitt í hlekkjum mongólitans Mongó. Eftir hálftíma baráttu viðstaddra við að halda Mongó í líkama Daníels kom Danni því miður aftur.
2001 – Oft talað um þetta ár sem glæpatímabil Daníels. Meðal þess er hann stal á ófyrirleitinn hátt var málverk, leðurstóll og snjókarl. Meðal þeirra sem skiptu sér af þessari óprúttnu hegðun voru lögreglan í Hafnarfirði, starfsmenn knæpu og hópur leðurhomma undir forystu framkvæmdarstjóra Flugleiða.
2003 – Stóð fyrir glaðbeittu en vafasömu kabarettsjói á skemmtun verkfræðinema. Daníel kom af fúsum og frjálsum vilja fram í sokkabuxum og g-streng og vakti kátínu sumra og losta annarra. Samt fyrirlitningu flestra. Seinna á árinu drap hann gullfisk á kráarrölti og var gómaður við að stela skeið af skemmtistað (reyndar ansi grand skeið).

Af gefnu tilefni er það ítrekað að þessi ótrúlega lífssaga er á allan hátt sönn og mega þeir sem sjá eitthvað athugavert við hana stíga fram sem fyrst. Einnig væri vel þegið að heyra þær sögur sem ég gleymdi.