sunnudagur, apríl 18, 2004

Ofurhetjukeppni

Sit bara heima hjá mér að gera ekki neitt. Datt í hug hvað það væri örugglega gaman að vera ofurhetja. Svona eins og Supermann. Fór að pæla hvernig ofurhetja ég vildi vera. Í kjölfarið komst ég að því að þetta væri góð hugmynd að enn einni keppni hér á pagecannotbefound.blogspot.com. Ofurmannakeppni.
Reglurnar eru einfaldar:

1. Hver ofurhetja hefur þrjá yfirnáttúrulega kosti (t.d. ofurheyr eða flughæfileika - það er samt bannað að vera ódrepandi)
2. Hver ofurhetja þarf að hafa einn veikleika (eins og kryptonítið hjá Supermann)
3. Hver ofurhetja má notast við eina tegund vopns (byssur eru samt bannaðar)

Allar ofurhetjur búa að sjálfsögðu yfir kunnáttu á öllum bardagaíþróttum sem þekkjast.

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir flottasta nafnið á ofurhetjunni og fyrir flottasta búninginn.

Hér er mín ofurhetja:
Ég er með ofurskynjun (heyrn og sjón)
Ég get flogið á hraða ljóssins
Ég get lesið hugsanir fólks
Til að berja á vondu köllunum hef ég sveðju í hvorri hönd
Veikleiki minn er að ég er með ofnæmi fyrir öllum loðnum dýrum

Nafnið á minni ofurhetju er: Kennslumann (af því ég er kennari og af því að ég kenni vöndu köllunum lexíu). Veit að þetta er ekki alveg nógu gott nafn. Höfum þetta til bráðabrigða.
Er ekki ennþá búinn að ákveða hvernig búningurinn minn á að vera.

Geriði betur en þetta bojs

joiskag

Engin ummæli: