þriðjudagur, júlí 20, 2004

Fann þetta á einhverri ódýrri bloggsíðu:
“VIN félagar mínir geta enn ekki fengið staðfest frá mér hvort að matarklúbbur verði haldinn um komandi helgi. Ég hef einfaldlega ekki klú hvað ég ætla að gera og nenni varla að fara að keyra suður bara til að borða.”
 
Í fyrsta lagi er fyrir neðan allar hellur að halda mönnum enn einu sinni í einhverri óvissu og ætla að láta vita með tveggja daga fyrirvara hvort matarboð verði.
Í öðru lagi verður bara víst matarklúbbur ef Jóinn kemur ekki. Tökum hann bara í Lyngberginu á föstudag og fáum bara staðgengil fyrir Jósann. T.d. Jóa Dan eða jafnvel Jóa Long.
Í þriðja lagi er það særandi fyrir hinn virðulega klúbb að heyra að menn nenni ekki suður bara til að borða. Maturinn sjálfur er sjaldnast aðalnúmer kvöldsins enda er hann oftar en ekki vondur. Matarklúbburinn hefur aldrei snúist um mat heldur um lífstíl.
Í fjórða lagi er ástæðan ‘hef bara ekki klú’ vond ástæða fyrir að gefa okkur ekki svör. Það er eiginlega bara engin ástæða. Það er eins og að segja: ‘Ég veit ekki hvort ég kem vegna þess að ég veit ekki hvort ég kem…’. Þarna beitir Jói greinilega hringafstöðu sem er fræg brella í samræðulist máva. Tel ég lélegt að leggjast á sama plan og mávar.  
 
 
Hvet ég Jóa til að drulla sér í bæinn og taka léttan en nettan matarklúbb á föstudag. Bomba sér svo í bolta á laugardag, smella sér í sund og taka sveittan skyndibita áður en menn leggja svo í árlega Laugarvegsferð á laugardagskvöld. Loks tækla menn Keflavík á sunnudeginum og kíkja á FH-leik áður en hægt er að halda heim á mánudagsmorgni. Köllum þetta valkost A. Valkostur B væri þá að nenna ekki suður bara til að borða. Bið ég Jóa að leggja þessa valkosti á vogarskálarnar. Bið ég Danna að hringja í Jóa Dan og hafa hann á 'standby'.

Engin ummæli: