föstudagur, apríl 16, 2004

Jæja. Niðurstaða könnunarinnar liggur fyrir. Jafnmargir höfðu trú á að Jói og Krissi myndu vinna áskorunina (35%) en óvæntur fjórði möguleiki reyndist réttur. Samkvæmt honum var gert ráð fyrir að keppnin færi ekki fram vegna aumingjaskapar keppenda og var 22% þátttakenda með það á hreinu. Aumingjaskapurinn er hinsvegar enn óútskýrður og ku vera á samvisku Jóa. Hér með er óskað eftir að fá útskýringar og svör svart á hvítu (reyndar hvítt á svörtu fyrstu Danni hafði bakgrunninn svartan). Sagan segir reyndar að Jói hafi ekki mætt þar sem hann var fastur í stórri holu á Thorsplani en það er önnur Elín. Danni fær því það verkefni að smella nýrri könnun inn þar sem hann er sá eini sem kann það.

Einnig legg ég til að fyrst Einar Andri og Toggi hafa ekki sjálfstraust til að tjá sig á þessari síðu vippi menn myndunum af þeim hispurslaust burt. Mér reiknast þannig til að ef þeir fari af skjánum myndist nefnilega pláss fyrir bikarinn góða sem ég held á á minni mynd. Loks langar mig að koma af stað nýrri keppni. Þar sem Danni er úti í Vestmannaeyjum um helgina vil ég að menn keppist um hvaða eiginleiki í fari Danna sé mest pirrandi. Minn 'eiginleiki' í keppninni er hve Danni getur verið böttleiðinlega samviskusamur.

Annars var ég að klára lokaverkefni í leiðindaáfanganum Málnotkun og er að sötra hollenskan bjór sem heitir Bavaria. Minnir mig á hreinsivökva.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Hérna er getraun dagsins aumingjar

I) Hver er flytjandi og hvert er lagið:

Think I'll pack it in and buy a pick-up
Take it down to L.A.
Find a place to call my own and try to fix up.
Start a brand new day.

II) aftur er spurt um flytjanda og heiti lags:

Two jumps in a week,
I bet you think that's pretty clever don't you boy?
Flying on your motorcycle,
watching all the ground beneath you drop
You'd kill yourself for recognition,
kill yourself to never, ever stop
You broke another mirror,
you're turning into something you are not

III) ...enn og aftur flytjandi og heiti lags:

Made a meal and threw it up on Sunday
I've got a lot of things to learn
Said I would and I believe in one day
Before my heart starts to burn.

Þið ættuð að ráða við þetta hálfvitarnir ykkar

mánudagur, apríl 12, 2004

Eftir að Jói taldi mínar sígildu tónlistargetraunir vera óboðlegar fyrir þetta vefsetur sóttist hann eftir að fá að sjá um þær. Hann hefur hins vegar klikkað tvívegis á að smella getraun á vefinn og því finn ég mig knúinn til að bæta úr þessu getraunaleysi. Getraun dagsins er þó að þessu sinni ekki í neinum tenglsum við tónlist.

Hver mælti svo?

“Ég myndi rústa þér í hvaða keppni sem er Krissi minn.”

“Ég er fullviss um sigur á meiðslamanninum mikla!”

“Við þekkjum öll meiðslasögu Krissa og ég þori að veðja að hann meiðist fyrir hlaupið, ja allavega á hann eftir að þykjast hafa meiðst því hann veit að hann getur ekki unnið mig.”

“Ég trúi því statt og stöðugt að ég þurfi engar æfingar til þess að vinna Krissa.”

“Hvaða flón eru það sem trúa því að Krissi muni vinna, hann er aumingi!?”

“ …hvað svo sem þið segið um íslandsmetin mín þá er nokkuð ljóst að ég pakka Krissa saman og sendi hann samanbögglaðan í Kvennahlaupið.”

sunnudagur, apríl 11, 2004

Maðurinn sem stal páskunum

Páskaundirbúningurinn var óvenjulegur í ár. Allt snerist um að komast í það líkamlega form sem myndi nægja til að leggja Skagfjörðinn í Áskoruninni miklu. Nú blasa hins vegar þær harmfregnir við að Jói er “meiddur” og “getur” ekki keppt. Vitað er að mótstjóri og verndari keppninnar vill senda meiðslarottuna beint í Kvennahlaupið en ég vil reyna að bjarga áskoruninni frá skömm og leita annarra leiða. Ég legg til að tillaga mín hér að neðan, Þríþrautin mikla, gæti útkljáð hvor hlaupi Kvennahlaupið.

Þríþrautin mikla er þríþætt og sigrar sá aðili sem vinnur minnst tvo liði hinnar þríþættu þríþrautar. Fyrsta þraut þriggja er lúdókeppni. Notast er við staðlaðar lúdóreglur, löglegan tening og færi fram á hlutlausum velli. Önnur þrautin er svo Trivial Pursuit (eða Gettu betur) og myndi Daníel Scheving taka að sér mótstjórn og nánari útfærslu. Þriðja greinin yrði svo tímataka í Frúnni í Hamborg þar sem keppendur spyrja hvorn annan. Þriðja greinin er reyndar mjög slöpp svo henni má henda út ef e-ð betra finnst.

Ég leita hér með eftir viðbrögðum frá fólki og vonast til að í sameiningu björgum við þessari áskorun frá háðulegu andláti.