Síðuræksni hið versta
Frægðarsól pagecannotbefoundvefsetursins er hnigin. Nú hef ég kíkt á síðuna tuttuguogfimm sinnum síðustu daga, aldrei séð neitt ferskt eða skemmtilegt og alltaf endað á því að skoða Emil hinn þýska enn einn ganginn. Nú vil ég síst meina að Emil sé ekki flottur kappi eða að músíkin hans höfði ekki til mín en öllu má ofgera og er Emil þar engin undantekning.
Legg ég til að bragarbót verði gerð á þessu öllu saman og hefst sú bragarbót á fimmþættri lausn:
a) Hvet ég Jóhann Skagfjörð til að gera grein fyrir Djúpuvíkurferð sinni hér á vefnum. Einnig mætti hann gera grein fyrir hvenær hann komi til byggða og hver áform hans eru þegar komið er í Fjörðinn.
b) Hvet ég Daníel til að hrista fram úr ermum sínum tónlistargetraun og það sem líklega er enn mikilvægara að finna fleiri myndir af Emil og sýna okkur. Mættu þær jafnvel vera enn djarfari.
c) Hvet ég Einar Andra til að byrja að drekka á ný.
d) Hvet ég Magnús Inga til að rita fáein orð um Stóra matarklúbbsmálið sem mikill ófriður hefur staðið um á vefnum. Vil ég að hann rói matarklúbbsmenn og tilkynni loks hvenær hann ætlar að halda næsta boð.
e) Hvet ég Þorgeir til að gefa skýrslu um hvernig hegðun Einars Andra hefur breyst eftir að hann ákvað að hætta að drekka. Vil ég að hann noti mannfræðileg hugtök og byrji allar setningar á bókstafnum ‘f’.
sunnudagur, júlí 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli