þriðjudagur, júní 22, 2004

AF RÆFLUM

Ég átta mig ekki á því hvað hinn ágæti félagi minn Jóhann Skagfjörð er að hugsa, hvað er ég að fara??? Jú þannig er mál með vexti að undanfarið mætti segja að Jói sé algerlega að skíta í brækurnar, í fyrsta lagi þá stóð til að halda matarklúbb 16. júní s.l. (Maggi og Jói), en e-a hluta vegna komst Jóhann ekki bæinn því að hann þurfti að leika sér í fótbolta daginn eftir. Í öðru lagi þá skoraði Kristmundur á Jóhann fyrr í vetur í 400m hlaup sem átti að fara fram á páskadag og ÁTTI það að koma í hlut þess sem beið lægri hlut að hlaupa kvennahlaupið 19. júni s.l.. Svo fór að Jóhann komst ekki (ég er farinn að sjá mynstur hér!!!) því hefði hann átt að taka þátt í þessu kvennahlaupi, en nei hann komst ekki, allavega fór hann ekki!!!
Það sem mér þykir verst við þetta allt saman er að Jóhann þegir þunnu hljóði og virðist halda að svona hlutir gleymist bara! Hann hefur ekki þann manndóm í sér að í það minnsta svara fyrir sig og útskýra hvernig hann ætlar að bæta fyrir allar þessar misgjörðir sínar.

Jóhann, hér með skora ég á þig að skýra mál þitt og bæta fyrir þetta

Engin ummæli: