Allt að gerast á Raufarhöfn - partur 2
Enn birtas fuglaæsifréttir frá Raufarhöfn á mbl.is
Reiður rjúpukarri á Raufarhöfn þoldi ekki spegilmyndina
Ekki var svefnsamt í húsi nokkru á Raufarhöfn í gærmorgun. Íbúi í húsinu segir að „styrjaldarástand“ hafi ríkt heima hjá honum og í næsta nágrenni. Vandræðunum olli rjúpukarri sem var líklega að helga sér hluta af ásnum sem þorpið liggur undir.
„Einkennileg högg fóru að heyrast, sem bergmáluðu um húsið, svo ekki var nokkur leið að halda áfram að dorma sætt og rólega eins og tilheyrir á sunnudagsmorgni. Eftir nokkra rannsókn kom í ljós að við einn kjallaragluggann stóð rjúpukarri sem reigði sig og sperrti og þegar spegilmyndin gerði það líka þá lét hann gogginn vaða í rúðuna. Mér tókst að reka hann frá glugganum með köllum og látum, en eftir smá stund var hann kominn aftur og hélt höggunum áfram,“ segir Jónas Friðrik Guðnason frá samskiptum sínum og karrans á heimasíðu Raufarhafnarhrepps á Netinu.
Þannig hafi áfram gengið, karrinn hafi hörfað ef haft var nógu hátt inni fyrir, en kom aftur eftir skammvinnan flótta og fór að spegla sig í gluggum hússins, bæði á efri og neðri hæð. Alls staðar hafi hann séð fugl til að ráðast á.
„Síðan varð hlé á látunum og ég hélt að þetta væri búið, en þá heyrðust allt í einu högg framan við húsið og þegar að var gáð reyndist karrinn kominn í slag við bílinn minn. Þetta hefst upp úr því að halda bílnum sæmilega hreinum, ef hann hefði verið ögn drullugri þá hefði karrinn ekki getað speglað sig í honum,“ segir Jónas.
Já, það er sko nóg að gera á Raufarhöfn!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli