laugardagur, mars 13, 2004

Strandblakslið

Ef ég skildi skrif Krissa frá síðasta fimmdudegi rétt þá áttum við að stilla upp fjögurra manna strandblaksliði sem skipað er kviðmágum okkar. Þetta er helvíti snúið enda þekki ég ekki alla rekkjunauta hjásvæfa minna. En hér er tilraun.

Einar Andri (er ekki stutt síðan þú hættir í handbolta, enn í smá formi?)
Krissi (þrátt fyrir hnévandamál er hann fimur og snöggur eins og köttur)
Handboltagaurinn (kærastinn hennar bobbu. Er hann ekki að æfa handbolta???)
Pétur Run (einhver fótboltagaur, hlýtur að vera í ágætis formi. Vitið þið hver það er???)

Held að þetta sé nokkuð gott lið hjá mér. Allt miklir íþróttamenn. Held að ég hafi ykkur.
Annars var þetta nokkuð snúið. Var að hugsa um að fara að hringja í stelpur sem ég hef sofið hjá og spurja þær hvort þær hafi ekki sofið hjá einhverjum landsliðsmönnum í blaki. Gekk reyndar ekki svo langt.

joiskag
Jahérnahér. Þetta var einn fantaflottasti konsert sem ég hef orðið vitni að. Árshátíð Úlpu og Botnleðju heima á Hansen. Botnleðjubræður hljóta að vera einhverjir húmorískustu og færustu tónlistarmenn sögunnar. Haraldur reytti af sér grínið og Heiðar söng með Týrolhatt og risastóran uppstoppaðan mink á herðum sér. Menn tóku Drullumallið og allt. Svívirðilegt.

Ekki það sem ég ætlaði að skrifa um en stundum tekur tíma að ná andanum... Sögu ætlaði ég hins vegar að segja af ónefndum rafti. Rafti sem eina kvöldstund afréð að taka til í íbúð sinni, ryksuga og hreinsa allar bjórflöskurnar af eldhúsborðinu. Á meðan tiltektin fór fram opnaði byttan bjór og hóf svo aðgerðirnar. Eftir mikið streð og juð fékk hann sér svo sæti í sófann og andvarpaði. Leit á eldhúsborðið og hugsaði af hverju í andskotanum bjórflöskurnar væru enn á borðinu, hann hefði tekið þær saman fyrir löngu. Uppgötvaði svo að á meðan hann tók til drakk hann sama magn af bjór og kvöldið áður. Þegar hann ætlaði að standa upp úr sófanum og taka bjórinn saman steinféll hann með fés við gólf vegna ölvunar og bölvaði slefandi. Þessi raftur bjó á Raufarhöfn.

Þar sem Jói Skagfjörð situr heima á Riben teljandi bjórana sem hann sötrar ákvað ég að skora á hann í keppni. Ég legg til að hann hætti sínu bjórþambi, tileinki sér nýjan lífstíl og komi sér í fantaformið sem hann var í er frjálsíþróttaferillinn var í mestum blóma.

Jói Skag, ég skora á þig í 400 m hlaup á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika á páskadag kl. 10.00. Sá er sigrar fær fyrir vikið kassa af bjór og sá er tapar þarf að taka þátt í Kvennahlaupinu næsta sumar. Takir þú veðmáli þessu er ljóst að við eigum báðir mikla vinnu fyrir höndum. Takir þú því ekki ertu forsmán og garmur.

föstudagur, mars 12, 2004

Snilldar samhverfa á Baggalút:

tásunag og anusát

var ekki búinn að sjá þessa...

Hér með skora ég á Einar Andra að gera úttekt á síðasta matarklúbb! Hef ekki fengið póst frá honum né Þorgeiri um að þeir hafi samþykkt aðgang að síðunni.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Jæjanú. Sé að Gnúsi er farinn að tjá sig og það gera hinir merðirnir væntanlega líka brátt. Viðurkenni fúslega að ég hef áhyggjur af því að fólk af svörtum kynstofni hætti að sækja síðuna þar sem "knattspyrnurasismi" hefur ávallt haft sterk ítök í máli Magnúsar. Hann bara hatar fólkið. Var einnig að spá í að koma af stað keppni í framhaldi af hundabeinsstyrjöld alþingismannanna sem fram fór fyrir nokkru. Í kjölfar umræðu undanfarinna daga snýst þrautin nú um að tefla fram fjögurra manna strandblaksliði sem einungis er skipað kviðmágum þess sem stillir liðinu upp. Í ljósi þess að ég hef alltaf byrjað að stilla mínu upp ætla ég að vera síðastur núna.

Annars klikkaði ég á músíkgetraun í gær og bæti fyrir það hér með. Hún er þríþætt.

i) Hverjir ortu?
"Allir voru hér. Að leita að mér.
Enginn gáði í skápinn
sem pabbi geymir Jóa frænda í.
En lyktin þar gerir út af við mig.
Jói hann er vondur. Hann er rýr.
Ég er að klára kjötið.
Það er úldið. Ég er fárveikur.
Börnin mín frömdu sjálfsmorð í nótt."


ii) Hverjir eru þetta eiginlega og hver er lagstúfurinn?
"...
I wear high heels,
Suspendies, and a bra.
I wish I'd been a girlie,
Just like my dear Papa."

iii) Hverjir sungu þetta og hvert er lagið?

"Pioneer of aerodynamics
Thought he was a real smart Alec
Thought big but they called it a phallic
Didn't know he was panoramic

Little Eiffel stands in the archways
Keeping low doesn't make no sense"
Heilir og sælir

Kva er eiginlega að gerast með síðuna? Það bara skrifar enginn neitta.
Ekki nógu gott.
Ákvað að skella inn einni tónlistargetraun svona aðeins til að koma smá lífi í þetta.

1)
I will confess to you
because you made me think about the times
you turn the picture on to me and I'll turn over
the vision was a masterpiece of comic timing
but you wouldn't laugh at all

2)
Your daddy he's an outlaw
and a wanderer by trade
he´ll teach you how to pick and chooce
and how to throw the blade
(skrifaði þetta upp eftir minni, gætu verið ponsu villur)

Endilega reynið við þetta...

joiskag

mánudagur, mars 08, 2004

Kviðmágar og matarklúbbur

Var eitthvað að pæla í þessari kviðmága síðu. Er ekki snjallara að veita bara hinum aðgang að þessari síðu í stað þess að fara að stofna nýja? Held að það sé nettara. Hvað finnst ykkur.

Annað. Er ekki einhver til í að taka að sér að skrifa umsögn um matarklúbbinn eins og rætt var um? Einar Andri var eitthvað að tala um það, en getur það víst ekki fyrr en hann fær aðgan að sjálfsögðu.

Held að málið sé að Danni útbýti gaurunum bara aðgang að þessari. Danni, málið er í þínum mjúku höndum.


joiskag