miðvikudagur, júlí 28, 2004

Þjóðhátíð í Eyjum!

Þjóðhátíð í Eyjum er fyrirbrigði sem ég hef aldrei skilið. Í fyrsta lagi hef ég aldrei skilið nafnið. Ég, og meirihluti Íslendinga, stend fastur á því að þjóðhátíð Íslendinga sé á þjóðhátíðardaginn sjálfan, hinn 17. júní. Af hverju í ósköpunum heitir þetta þjóðhátíð? Allavega, kannski ekki svo stórt atriði.
Í öðru lagi hef ég aldrei skilið hvað í ósköpunum er gaman við að ferðast alla leið til Heymaeyjar til að djúsa. Ég gæti hugsanlega skilið það ef dagskráin væri spennandi, en svo er alls ekki. Hljómsveitirnar sem boðið er upp á eru yfirleitt allra verstu bönd landsins. Nefni til sögunnar Skítamóral (eða Skímó!), Land og Syni, Írafár og fokking ellismelli sellátin í Stuðmönnum! Til að bæta svörtu ofan á kolsvart þá er venja að horfa á feitan kall spila á gítar, fyrirbrigði sem kallast brekkusöngur. Fyrir utan það að maðurinn kunni ekki á gítar og að hann kunni ekki að syngja þá er hann dæmdur glæpamaður! Í fyrra, þegar þessi feiti var í fangelsi, var hins vegar fenginn fréttamaðurinn góðkunni Mr. Marshall til að spila. Ekki veit ég hvort hann er eitthvað skárri, en frekar vel ég gítarpartý með Krissa, Snúlla eða Gústa frænda hvaða dag sem er.
Svo er það veðrið, já blessað veðrið. Riging! Alltaf rigining í Eyjum. Hvað er eiginlega málið með það?
Í mínum augum er Þjóðhátíð í Eyjum hópur hálfvita í pollagöllum frá 66°norður að hlusta annaðhvort á lélegar hljómsveitir eða á feitan kall. Skríður síðan inn í míglekandi tjöldin sín og drepst þar áfengisdauða. Kemur síðan heim til sín nokkrum dögum síðar og kallar þetta bestu helgi lífs síns! Je ræt.
Ég vill drekka minn bjór í húsi, syngja með gítargaurum sem kunna að spila á gítar og sofna í mínu rúmi. Kallið mig sérvitran en svona er þetta bara.