föstudagur, júlí 23, 2004

Hér kemur föstudagsbrandarinn!!


Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman.
"Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk
ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna.
Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr
fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt
æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki
hana alltaf!" "Iss" segir hinn. "Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar
ég fer Heim þá stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn
í bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér
uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?" "Einhvern veginn þá
þykist hún alltaf vera sofandi."

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Undanfarið hafa stórtíðindi hrunið yfir landsmenn, Fjölmiðlafrumvarp, Dabbi kóngur veikur, höfðulaust lík í Írak og Logi Dregur sig úr landsliðshópnum. En það eru allt smáfréttir í samanburði við það að á morgun munu VÍN meðlimir loks hittast og halda langþráðann matarklúbb!!!! Óvíst er með óákveðinn Jóhannes hvort að hann mætir en aðrir munu ekki láta það á sig fá og hyggjast mæta gallvaskir eins og ekkert hafi í skorist. Halda mætti að Jói geri sér ekki grein fyrir því að þetta er síðasti matarklúbbskvöld Magnúsar í bili og að það hafi verið í hans verkahring að halda það með Magnúsi, allavega hans mál!!!
Sjálfur geri ég miklar væntingar til kvöldsins og hlakka mikið til og efast ekki um að aðrir meðlimir hlakki til sömuleiðis.
Þar sem að klúbburinn er ungur og enn í mótun legg ég til að menn komi með hugmyndir að nýjum hefðum og siðum sem skulu tíðkast í kringum matarkvöld! Hugmyndum skal skila í komment hér að neðan.

Að lokum langar mig til að taka það sérstaklega fram að enn hef ég ekki kosið sjálfan MIG í kosningunni hér til hliðar!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Fann þetta á einhverri ódýrri bloggsíðu:
“VIN félagar mínir geta enn ekki fengið staðfest frá mér hvort að matarklúbbur verði haldinn um komandi helgi. Ég hef einfaldlega ekki klú hvað ég ætla að gera og nenni varla að fara að keyra suður bara til að borða.”
 
Í fyrsta lagi er fyrir neðan allar hellur að halda mönnum enn einu sinni í einhverri óvissu og ætla að láta vita með tveggja daga fyrirvara hvort matarboð verði.
Í öðru lagi verður bara víst matarklúbbur ef Jóinn kemur ekki. Tökum hann bara í Lyngberginu á föstudag og fáum bara staðgengil fyrir Jósann. T.d. Jóa Dan eða jafnvel Jóa Long.
Í þriðja lagi er það særandi fyrir hinn virðulega klúbb að heyra að menn nenni ekki suður bara til að borða. Maturinn sjálfur er sjaldnast aðalnúmer kvöldsins enda er hann oftar en ekki vondur. Matarklúbburinn hefur aldrei snúist um mat heldur um lífstíl.
Í fjórða lagi er ástæðan ‘hef bara ekki klú’ vond ástæða fyrir að gefa okkur ekki svör. Það er eiginlega bara engin ástæða. Það er eins og að segja: ‘Ég veit ekki hvort ég kem vegna þess að ég veit ekki hvort ég kem…’. Þarna beitir Jói greinilega hringafstöðu sem er fræg brella í samræðulist máva. Tel ég lélegt að leggjast á sama plan og mávar.  
 
 
Hvet ég Jóa til að drulla sér í bæinn og taka léttan en nettan matarklúbb á föstudag. Bomba sér svo í bolta á laugardag, smella sér í sund og taka sveittan skyndibita áður en menn leggja svo í árlega Laugarvegsferð á laugardagskvöld. Loks tækla menn Keflavík á sunnudeginum og kíkja á FH-leik áður en hægt er að halda heim á mánudagsmorgni. Köllum þetta valkost A. Valkostur B væri þá að nenna ekki suður bara til að borða. Bið ég Jóa að leggja þessa valkosti á vogarskálarnar. Bið ég Danna að hringja í Jóa Dan og hafa hann á 'standby'.

sunnudagur, júlí 18, 2004

Í dag á bílasalinn og ÍR-ingurinn Þorgeir Arnar afmæli. Þorgeir er 23 ára gamall. Ég óska Þorgeiri til hamingju með þetta afmæli og vona að hann eigi ánægjulegan afmælisdag.
 
Þá minni ég á árlegan málsverð á flatbökustaðnum Pítsuhreysinu í Smáralind í hádeginu á morgun.
Var að heyra í Jóhannesi. Hann segist harður á að halda matarklúbb næsta föstudag. Líst mér vel á þá hugmynd. Gæti líka verið mikilvægt að peppa drenginn aðeins upp eftir að Austramenn, undir stjórn Skagfjörðs, lentu í síðasta sæti á Nikulásarmótinu í knattspyrnu. Það er auðvitað alltaf ómetanlegt þegar reyndari þjálfarar og einkum menn með nafnbótina ‘þjálfari ársins’ láta nokkur hughreystandi orð falla ef illa gengur. Við sem erum þjálfarar ársins gegnum jú líka ábyrgðarfullu hlutverki og þurfum að kappkosta við að miðla þekkingunni til óreyndari og verri manna. Manna eins og Jóhannesar.
Hér er tónlistargetraun: 
 
Spurt er um band og lag…
i) Í dag. Ég frétti hún hefði framið sjálfsmorð. Það er hennar mál. Vandamál. Einu fífli færra.
 
ii) But me and Cinderella
We put it all together
We can drive it home
With one headlight
She said it's cold
 
iii) Well I don't know why I came here tonight
I got the feeling that something ain't right
I'm so scared in case I fall off my chair
And I'm wondering how I'll get down the stairs