fimmtudagur, júlí 24, 2008

Skrifstofudjobbið

Veit ekki alveg hvernig skrifstofudjobbið er að leggjast í mig. Töluvert öðruvísi en annað sem ég hef gert. Mér fannst ég til dæmis mun frjálsari þegar ég kenndi einhentum börnum í Súdan að joggla eða þegar ég kenndi munaðarlausum börnum í Namibíu að tala íslensku.

Ég er drulluhræddur að verða snappa einn daginn, rústa básnum mínum og sulla niður fullu glasi vatni. Taka ruglið eins og þetta fólk.

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Mynd segir milljón sinnum meira en þúsund orð

Jahá, það er sko rétt og það er svei mér gott að blallamennirnir (og kannski konurnar) á dv.is eru líka með það á hreinu. Sérstaklega var það sko gott í frétt þar sem fjallað er um bandarískan barnaníðing sem gengur laus (enda erfitt að ganga fastur). Myndefnið er aldeilis frábært; stafli af blaðamöppum og stóll og mynd í bakgrunn.

Myndatextinn er svo snarpur og lýsandi hjá þeim dv.is mönnum (og kannski konum): Myndin tengist ekki málinu. Hvílík snilld!

Þess má geta að myndin hér að neðan tengist þessari bloggfærslu ekki neitt. (Ég og dv.is mennirnir (og konurnar) erum bara svo hrifin af því að hafa myndir með, bara einhverjar)- - -

Willum (á pillum) Valsþjálfari sagði í tíufréttum að það hafi verið þvert á allar áætlanir liðsins að fá á sig mark á fyrstu mínútu í Evrópuleiknum gegn Bate. Takk fyrir að leiðrétta misskilninginn sportí.

Einhver ætti síðan hugsanlega kannski (en bara hugsanlega kannski) að benda Willum (á pillum) á að það veit ekki á gott að fara í leik með margar áætlanir. Það ruglar bara treggáfuðu fótboltakallana sem missa eina heilasellu í hvert skipti sem þeir skalla boltann (og þeir eru kannski búnir að æfa síðan þeir voru 5 ára...það eru margir skallar og margar heilasellur). Þess vegna skalla ég aldrei þegar ég er í fótbolta. Hræðsla við að meiða mig kemur því sko alls ekki baun í bala við. Honestly.
Án djóks, hvað er klukkan?

Stundum segir fólk ofangreinda setningu. Eins og einhver sé alltaf að spyrja hvað klukkan er og segja svo "djók!!!".

mánudagur, júlí 21, 2008

Jóhann var að koma úr sturtu og er nakinn að horfa á sjónvarpið

Ég elska þessar litlu setningar sem fólk setur fyrir neðan nafnið sitt á MSN og Facebook. Allir eitthvað að segja voða mikið frá því hvað þeir eru / voru / ætla að gera. Mjög krúttlegt (er kannski gay að segja krúttlegt?)

Þökk sé þessum litlu skilaboðum veit ég að Hallur hennar Steinu heldur með Þrótt, Silju Úlfars hlakkar til að fá Vigni sinn heim og Hanna Guðný er "nánast bara búin að pakka og svo er það bara Tenerife á morgun."

En þar sem ég held ekki með Þrótt, hlakka ekkert til að fá Bryndísi heim af stelpukvöldinu og er ekki búinn að pakka neinu þar sem ég er ekki að fara til Tenerife á morgun hef í frá litlu að segja í mínum "smáskilaboðum".

Ég ákvað því að vera frumlegur og skapandi.


Jóhann hlakkar til næstu helgi...swinger helgi í bústaðnum með fimm pörum sem við höfum aldrei hitt áður...jei.


Vonum bara að þessir 155 Facebook vinir mínir séu allir að fatta húmorinn...
Í dag fór ég í búðina og labbaði svo til mömmu

Á laugardagskvölið kynntist ég fyndnum gaur í gegnum jútjúb. Hann heitir Demitri Martin og segir brandara undir ljúfu gítarspili.Annars eyði ég miklum tíma á jútjúb þessa dagana, aðallega í að horfa á Söru Silwermann. Það er svo sjaldgæft að finna fallega dökkhærða konu sem jafnframt er fyndin og gáfuð.

sunnudagur, júlí 20, 2008

?

Í dag er ég búinn að lesa nokkrar mismunandi fréttir um að sýndardrekkingar séu líka pyntingar. Það kemur samt hvergi fram hvað sýndardrekking er.

WTF is it?