Fyrir u.þ.b. 10 dögum skrifaði Kristmundur pistil á þessa hálflömuðu síðu þess efnis hve lélegir matarklúbbsmeðlimir væru að blogga! Hefði maður haldið að slíkur pistill myndi nægja til að kveikja í mönnum, veit ekki með ykkur hina (nema Krissa) en mér finnst Emil ekkert nettur og alveg nóg að skoða síðuna hans bara einu sinni.
Nú veit ég að staðan er sú á virkustu (einu) skrifurum að
Jói er á Raufarhöfn og hefur ekkert að gera þar nema að sofa og drekka!
Kristmundur mætir ekki í vinnu fyrr en á hádegi (nema tvisvar í viku)!
Hvað sjálfan mig varðar þá hefur verið rólegt að gera hjá mér síðustu daga!
Um aðra meðlimi er ekkert að segja, því að hversu mikið eða lítið er að gera hjá þeim þá birta þeir ekkert á þessari síðu annað en comment endrum og eins.
Hversvegna er þetta andleysi? Varla eru menn með ritstíflu dögum saman (eða mánuðum eins og hinn helmingur matarklúbbsmeðlima), hafa frá engu að segja eða eru ekki með neinar pælingar í gangi.
Jói gæti útskýrt hvernig hann eyðir deginum á stað þar sem er ekkert að gera!
Krissi gæti skrifað um hvað hann er pirraður á að þurfa að vakna fyrr til þess að skrifa e-ð á síðuna svo að hún sé virkari!
Ég gæti talað um hvað mér leiðist mikið í vinnunni þegar það er lítið að gera eða hent inn nýrri tónlistargetraun.
Aðrir mættu jafnvel henda útskýringu á síðuna, hvers vegna þeir birti aldrei neitt.
Hvað sem menn birta þá gengur það ekki að síðunni sé haldið uppi með eina fasta dagskrárliðnum, Tónlistargetraun.
Hvernig líst mönnum annars á að Dabbi Vidd sé á leið í FH?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli