fimmtudagur, maí 06, 2004

Viltu segja mér sögu?
Á this.is/fh er goðsögnin pattaralega Höddi Magg að skrifa um knattspyrnuferil sinn. Hann birtir herlegheitin í þremur hlutum. Mér fannst þetta nokkuð sniðug hugmynd og datt í hug hvort Snúlli frændi allra landsmanna gæti ekki gert svipað honum Hödda. Ég er þó ekki að biðja Snúlla um að rifja upp stuttan og vesældarlegan feril sinn í fótbolta heldur datt mér í hug að hann gæti sagt frá Þýskalandsdvölinni hér á pagecannotbefound.com í tveimur eða þremur pörtum.
Gæti verið nokkuð spennandi að heyra gut abend, gut habend söguna á nýjan leik.

Hvað segir Snúllinn um þetta?

miðvikudagur, maí 05, 2004

Jabb. Cure, Björk og Nirvana. Frekar fyrirsjáanlegt hjá Danna. Snúlli Berlínarfari var að koma til landsins í gærkvöld og lét ég durginn sjóða saman músíkgetraun þar sem allar líkur voru á að Danni gerði of létta. Snúlli segir sögur frá Berlín í kvöld á Hansen frá kl. 20:00 til 1:00 og þar er einnig hægt að fá svör við eftirfarandi getraun:

Hver og hvaða?
Come with a nice young lady. Intelligent,
Yes she's gentle an' irie.
Everywhere me go, me never left her at all.
Yes, its Daddy Snow me are the roam dance mon.
Roam between a dancin' in a in a nation-a.
You never know say Daddy me Snow me are the Boom Shakata.
Me never lay-a down flat in that one cardboard box.
Yes say me Daddy me Snow me I'll go reachin' at the top, so...

Hverjir og hvaða?
3 3 3 for my heartache and
4 4 4 for my headaches and
5 5 5 for my lonely and
6 6 6 for my sorrow and
7 7 for no tomorrow and
8 8 I forget what 8 was…

Hverjir og hvaða?
Well, I'm a standing on a corner
in Winslow, Arizona
and such a fine sight to see
It's a girl, my Lord, in a flatbed
Ford slowin' down to take a look at me
Come on, baby, don't say maybe
I gotta know if your sweet love is
gonna save me…

Hverjir og hvaða?
Well’ I guess’ it’s a brandnew day after all
every time we hear the curtain call’
see the girls with the curls in the hair’
the buttons and the pins and the loud fanfares…

Og hver eru tengslin á milli flytjendanna?
Jói, rólegur hér kemur getraunin. Spurt er um flytjendur og lag.

i)
I would say I'm sorry
If I thought that it would change your mind
But I know that this time
I have said too much
Been too unkind

ii)
they're terribly terribly terribly terribly moody
then all of a sudden turn happy
but, oh, to get involved in the exchange
of human emotions
is ever so ever so satisfying

iii)
I wish I was like you
Easily amused
Find my nest of salt
Everything is my fault
I'll take all the blame
Aqua seafoam shame
Sunburn with freezeburn
Choking on the ashes of her enemy
All in all is all we are


Er ekki örugglega ennþá miðvikudagur?
klikk

menn eru greinilega að klikka á músíkgetraun í dag. Daníel varmagaur átti að sjá um hana að þessu sinni...
Danni þú ert óþekktarangi, ég vil fá músíkgetraun og ég vil hana núna!!

mánudagur, maí 03, 2004

Er að gera ferilskrárhelvíti fyrir KHÍ. Jói vildi meina að maður ætti að setja allt inn í skrána. “Eitt lítið smáatriði gæti gert það að verkum að þú komist inn”, sagði hann með alvöruþrunginni rödd. Því er ég að spá hvað eigi heima þarna og hvað ekki. Flokkast það t.d. ekki undir félagsstörf að vera stofnandi matarklúbbs? Þyrfti ég ekki að segja frá störfum mínum í hinum og þessum hljómsveitum í gegnum árin? Eða kannski bara þeim frægustu; Görlíbojs, Spilabandi Snúlla frænda, Júel Júel Júel og Auswitz? Og hvað með Hjólabrettafélagið sem við Grjóni vorum í í æsku, fótboltafélagið Fálka og strákasamtökin VHS (Við hötum stelpur)? Snúinn andskoti að þurfa að velja svona og hafna hvað kemst inn í skrána.
Get þó huggað mig við það að vera ekki Jói. Ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér þarf hann að setja inn titla sína í dragkeppnum, kórsetu og þá þarf hann að geta þess að hann er framsóknarmaður. Og ef hann ætlar að vera fullkomlega heiðarlegur þarf hann auðvitað að segja frá því er gamli kallinn ætlaði að leigja hann.

Annars eru öll ráð vel þegin! Hvað á ég að setja inn og hverju er best að sleppa?
Pælingar

Er kúl eða ekki kúl að eiga hlaupahól?
Ætlar einhver af meðlimum pagecannotbefound að dúndra sér á Ölympíuleikana í sumar með HRESS genginu?
Af hverju koma bólur?
Hvað finnst ykkur um landrekskenninguna?
Og að lokum finnst mér að það sé kominn tími á að Danni sjái um næstu tónlistargetraun.

joiskag