miðvikudagur, júní 23, 2004

Það er ekki laust við að ofsi og heift ráði ríkjum meðal matarklúbbsmanna þessa dagana. Síðasti klúbbur var haldinn á prestsetrinu að Smyrlahrauni um miðjan apríl og var þar skýrt tekið fram hvert hlutverk næstu gestgjafa, Magnúsar og Jóhanns, væri. Þessir tveir hrosshausar hafa hins vegar ekki höndlað verkefnið og nú sjáum við fram á matarklúbbslausan júnímánuð. Þetta er ansi langt matarhlé og ég er orðinn svangur. Við höfum þurft að sitja undir afsökunum sem tengjast sumarbústaðaferðum og því að menn þurfi að “sjá um 17. júní” og fer að líða að því að menn séu komnir með upp í kok af aumingjaskapnum. Þetta er hætt að snúast um hvort menn nái að finna fínar dagsetningar heldur farið að snúast um hvort menn nenni yfir höfuð að redda þessu. Þessi vinnubrögð eru áðurnefndum einstaklingum og fjölskyldum þeirra og gæludýrum til skammar.

Tek ég undir orð Daníels hér að neðan og hvet menn til að svara fyrir sig, þegja ekki málið í hel heldur takast á við það. Sjaldan hefur þótt gæfuríkt að húka undir sæng í feluleik á Raufarhöfn þegar á móti blæs enda eru slíkir feluleikir einungis feluleikir við sinn eigin aulahátt.

Engin ummæli: