föstudagur, apríl 23, 2004

Eftir um það bil tvo og hálfan tíma verður undirritaður og Magnús Ingi þremur einingum nær því að fá háskólagráðu. Erum nefnilega að fara að flytja lokafyrirlestur í áfanganum Tæknileg iðnhönnun. Eins og sumir vita er nafn míns verkefnis "Hönnun glasahöldu fyrir sjáflvirka dælingu á bjór" sem verður að teljast frekar djarft verkefni! Man ekki hvað verkefni Magga heitir og ætla ekki að fletta því upp, hans vegna!
Þetta þýðir að báðir eigum við aðeins 9 einingar eftir til þess að fá gráðuna. Þar af leiðandi skil ég ekki hvernig lesendum pagecannotbefound detti í hug að kjósa mig sem hugsanlegan kandídat til þess verða síðastur... ég er með jafn mörg atkvæði og Krissi, Krissi sem nennir aldrei neinu. Ég hélt að það væru heilvita einstaklingar sem kíktu á síðuna en svo virðist ekki vera.
Hér gerið þið séð mynd af hönnuninni minni.
Það var verið að hvísla því að mér að kennarinn bjóði upp á öl að fyrirlestrum loknum!!!

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Hvílík hetja! Hvílíkur maður! Hvílík hola! Var að lesa magnaða frásögn Jóa um afrek sín á sviði holumótmæla. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að ég las auðvitað umrædda grein, oft meira að segja. Danni er hins vegar fræg naðra og svikaselur og kemur vart á óvart að hann bregðist vinum sínum á þennan hátt. Reyndar efast ég um að hann lesi DV á morgun. Við skulum samt ekki gleyma að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóinn gegnir aðalhlutverki í DV. Margir muna eftir því er kauðaleg mynd kom af honum er hann var að mótmæla fyrir hönd Palestínumanna (undir fyrirsögninni ‘HANDTEKINN!’). Einnig veit ég að í deiglunni er að birta söguna og myndaseríu af því þegar Skagfjörð hleypur Kvennahlaupið í sumar. Greinin á að heita: Holufíflið er hommi! Séð og heyrt hefur veit ég áhuga á annarri myndaseríu af kappanum í holunni og einnig segja gárungar að erlenda karlatímaritið GAYS’N HOLES sé til í frakka útgáfu af Joey the Hole með eggjandi gröfumanni sem er sannarlega til í fylla upp í holuna á mótmælandanum mikla og goðsögninni.

Bíð samt fyrst og fremst spenntur eftir DV á morgun enda fátt skemmtilegra en góð grein um góða og djúpa holu.
Ég er maður fóksins!
Fyrir þá sem það vita (og fyrir þá sem ekki vita) þá birtist grein eftir mig í Fjarðarpóstinum síðasta fimmtudag þar sem ég var að dissa bæinn fyrir að vera að byggja á Thorsplaninu og enn fremur fyrir að standa ekki við loforð um íbúalýðræði. Áður en ég held áfram er rétt að geta þess að maður sem ég áleit vin minn er ekki enn búinn að lesa þessa grein. Hann heitir Danni. Ömurlegur vinur. Reyndar er Krissi örugglega ekki heldur búinn að lesa hana því hann er ömurlegur vinur líka.
Nema hvað. Ég er búinn að fá massa viðbrögð við þessari grein og foreldrar mínir líka. M.a. var pabbi rekinn úr vinnunni sinni hjá bænum!
Sterkustu viðbrögðin voru frá blaðamanni einum hjá DV sem heitir Símon Örn (þið kannist við kauða). Hann hringdi í mig og sagði að greinin mín væri hrein og tær snilld og vildi fjalla um þetta mál í DV. Það varð úr á endanum að ég samþykkti að leyfa honum að taka viðtal við mig um þetta mál. Hann tók líka viðtal við Lúlla bæjarstjóra. Þannig að þetta er svona Jói vs. Lúlli dæmi. Mér skilst það verði birt mynd af stóru holunni og meira að segja mér líka! Solltið kúl. Spurning hvort ég sé að slá í gegn?
Allavega. Herlegheitin birtast í DV á morgun (föstudag) þannig að þið getið kíkt á þetta ef þið viljið.
Það skondnasta við þetta allt saman er að þetta er í fyrsta skiptið síðan Samfylkingin tók við í meirihluta sem gagnrýni á hana fær umfjöllun í einhverjum af stóru fjölmiðlunum (þó svo að DV sé mesti sorapési í heimi). Fyrsta skiptið! Og gagnrýnin kom ekki frá Sjálfstæðisflokknum eða öðrum flokk í Hafnarfirði. Ekki einu sinni frá manneskju sem býr í Hafnarfirði. Nei hún kom frá smápattanum mér, einhverri kennarablók úti á landi!
Það er greinilegt að gestsaugað er helvíti glöggt. Þó svo að ég sé á því að ég þurfi sterkari gleraugu.
Allaveg. Ég er helvíti ánægður með að það var ÉG sem kom þessu í fjölmiðla því ég er svo alfarið á móti þessu. Og hef heyrt það frá mörgum Hafnfirðingum að þeir séu sama sinnis. Ég er greinilega alþýðuhetja!!!
Kveðja frá manni fólksins!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Maðkurinn hann Jói er ekki búinn að setja músíkgetraun á síðuna og því ríð ég á vaðið.

Hver söng og hvert er sönglagið?

“The light in our window is fading
The candle gutters on the ledge
Well now sorrow, it comes a-stealing
And I'll cry, girl, but I'll come a-running”

Hverjir sungu þetta lag sem er hvaða lag?
“When I feel heavy-metal
And I'm pins and I'm needles
Well, I lie and I'm easy
All the time but I am never sure
Why I need you
Pleased to meet you”

Hver er sveitin og hvaða lag?
“What do you think about that now you know how I feel,
Say you can handle my love are you for real,
I won't be hasty, I'll give you a try
If you really bug me then I'll say goodbye”

mánudagur, apríl 19, 2004

Hvað er þetta ->?

Hvað er þetta "dagbók" hér til hliðar Danni?
Vinsamlegast útskýrðu til hvers hún er og hvernig maður skrifar inn á hana.
Geturu ekki skellt inn svona gestabók hjá okkur, sona svo maður viti betur hverjir kíkja á síðuna okkar
Já síðan ættuð þið endilega að kíkja á bloggið hennar ágústu sigurjóns
Ókæms er ofurhetjan og er hann á mun hærra plani en mögulegir "Mystery Men" hér að neðan. Ókæms er þeim eiginleikum gæddur að geta breytt sér í allt, í öllum stærðu, hann hefur sálræna hæfileika sem stjórnar hugsunum og gjörðum annarra auk þess að hafa undurfagra söngrödd.

Veikleikar Ókæms eru að það má ekki klippa á honum hárið....þá verður hann svo asnalegur.
Okei, ofurhetjan heitir SMÆKÓ og er með snöggklipptan dýrafeld sem gæti reynst vel í baráttunni við Kennslumann. SMÆKÓ er eins og áður segir með kostulegt sætkikk sem heitir Krákan og er með downsheilkenni.
SMÆKÓ er röndóttur, grænn og ljósbrúnn og minnir stundum á Werder Bremen búninginn. Hann er ávallt í brúnum hnésokkum, með græna skikkju og skíðagleraugu. Stundum vefur hann skikkjunni um hálsinn á sér og hermir eftir breskum aðalsmanni (hann á einglyrni). SMÆKÓ er með stórt ‘s’ á kviðnum og hring utan um það.
Helstu ofurhetjueiginleikar SMÆKÓS eru þeir er að hann getur lamað fólk með augnaráðinu einu (það lamast í u.þ.b. 12 mínútur). Einnig hleypur SMÆKÓ á ofurhraða og getur sagt hvernig öll orð tungumálsins eru sögð afturábak. Loks þekkir hann vel til allra sýrurokksveita 7. áratugsins og er þekktur fyrir hreinlæti.

Vopn SMÆKÓS eru frægu SMÆKÓSPRENGJURNAR sem hann kastar gjarnan að óvildarmönnum sínum. Þegar SMÆKÓ kastar sprengjum sínum kallar hann hátt og ákveðið svo allir heyri: SMÆ-Æ-Æ-KÓ! Þetta er nokkurn veginn vörumerki hans.

Helstu veikleikar SMÆKÓS eru að hann man illa heimilisföng og hatar söngleiki, verður yfirleitt syfjaður yfir þeim. Sætkikkið vinsæla, Krákan, er yfirleitt alltaf alveg úti á þekju en býr yfir tveimur kostum, man vel heimilisföng og elskar söngleiki.
Ný könnun

Ég er ánægður með nýju könnunina. Það er þó nokkuð ljóst að Daníel og Maggi eru alveg úr leik enda búat þeir við að fá sína gráðu eftir bara einhvern mánuð eða eitthvað. Það væri ekki nema þeir lentu í "slysi" að þeim mistækist það.
Einar Andri er líka kominn vel á veg. Það er ekki nema hann haldi áfram í erfiðleikum með grunnskólastærðfræðina að hann tefjist um eitthvað sem nemur.
Þrír líklegustu til að verða síðastir til að fá gráðu eru því ég, Krissi og Toggi.
Toggi er náttlega bara nýbyrjaður í háskóla en ég og Krissi erum bara slugsar og latir aumingjar sem getum ekki klárað neitt sem við byrjum á. Ef fer sem horfir förum við líka báðir í Kennó næsta vetur og klárum það nám líklega saman. Ég spái sumsé mér og Krissa saman í síðasta sætið. Það er ekki nema Toggi láti sölumannadjobbið í Toyota heilla sig upp úr skónum að hann gæti orðið síðastur.

joiskag

sunnudagur, apríl 18, 2004

Ofurhetjukeppni

Sit bara heima hjá mér að gera ekki neitt. Datt í hug hvað það væri örugglega gaman að vera ofurhetja. Svona eins og Supermann. Fór að pæla hvernig ofurhetja ég vildi vera. Í kjölfarið komst ég að því að þetta væri góð hugmynd að enn einni keppni hér á pagecannotbefound.blogspot.com. Ofurmannakeppni.
Reglurnar eru einfaldar:

1. Hver ofurhetja hefur þrjá yfirnáttúrulega kosti (t.d. ofurheyr eða flughæfileika - það er samt bannað að vera ódrepandi)
2. Hver ofurhetja þarf að hafa einn veikleika (eins og kryptonítið hjá Supermann)
3. Hver ofurhetja má notast við eina tegund vopns (byssur eru samt bannaðar)

Allar ofurhetjur búa að sjálfsögðu yfir kunnáttu á öllum bardagaíþróttum sem þekkjast.

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir flottasta nafnið á ofurhetjunni og fyrir flottasta búninginn.

Hér er mín ofurhetja:
Ég er með ofurskynjun (heyrn og sjón)
Ég get flogið á hraða ljóssins
Ég get lesið hugsanir fólks
Til að berja á vondu köllunum hef ég sveðju í hvorri hönd
Veikleiki minn er að ég er með ofnæmi fyrir öllum loðnum dýrum

Nafnið á minni ofurhetju er: Kennslumann (af því ég er kennari og af því að ég kenni vöndu köllunum lexíu). Veit að þetta er ekki alveg nógu gott nafn. Höfum þetta til bráðabrigða.
Er ekki ennþá búinn að ákveða hvernig búningurinn minn á að vera.

Geriði betur en þetta bojs

joiskag