mánudagur, apríl 19, 2004

Okei, ofurhetjan heitir SMÆKÓ og er með snöggklipptan dýrafeld sem gæti reynst vel í baráttunni við Kennslumann. SMÆKÓ er eins og áður segir með kostulegt sætkikk sem heitir Krákan og er með downsheilkenni.
SMÆKÓ er röndóttur, grænn og ljósbrúnn og minnir stundum á Werder Bremen búninginn. Hann er ávallt í brúnum hnésokkum, með græna skikkju og skíðagleraugu. Stundum vefur hann skikkjunni um hálsinn á sér og hermir eftir breskum aðalsmanni (hann á einglyrni). SMÆKÓ er með stórt ‘s’ á kviðnum og hring utan um það.
Helstu ofurhetjueiginleikar SMÆKÓS eru þeir er að hann getur lamað fólk með augnaráðinu einu (það lamast í u.þ.b. 12 mínútur). Einnig hleypur SMÆKÓ á ofurhraða og getur sagt hvernig öll orð tungumálsins eru sögð afturábak. Loks þekkir hann vel til allra sýrurokksveita 7. áratugsins og er þekktur fyrir hreinlæti.

Vopn SMÆKÓS eru frægu SMÆKÓSPRENGJURNAR sem hann kastar gjarnan að óvildarmönnum sínum. Þegar SMÆKÓ kastar sprengjum sínum kallar hann hátt og ákveðið svo allir heyri: SMÆ-Æ-Æ-KÓ! Þetta er nokkurn veginn vörumerki hans.

Helstu veikleikar SMÆKÓS eru að hann man illa heimilisföng og hatar söngleiki, verður yfirleitt syfjaður yfir þeim. Sætkikkið vinsæla, Krákan, er yfirleitt alltaf alveg úti á þekju en býr yfir tveimur kostum, man vel heimilisföng og elskar söngleiki.

Engin ummæli: