fimmtudagur, apríl 22, 2004

Ég er maður fóksins!
Fyrir þá sem það vita (og fyrir þá sem ekki vita) þá birtist grein eftir mig í Fjarðarpóstinum síðasta fimmtudag þar sem ég var að dissa bæinn fyrir að vera að byggja á Thorsplaninu og enn fremur fyrir að standa ekki við loforð um íbúalýðræði. Áður en ég held áfram er rétt að geta þess að maður sem ég áleit vin minn er ekki enn búinn að lesa þessa grein. Hann heitir Danni. Ömurlegur vinur. Reyndar er Krissi örugglega ekki heldur búinn að lesa hana því hann er ömurlegur vinur líka.
Nema hvað. Ég er búinn að fá massa viðbrögð við þessari grein og foreldrar mínir líka. M.a. var pabbi rekinn úr vinnunni sinni hjá bænum!
Sterkustu viðbrögðin voru frá blaðamanni einum hjá DV sem heitir Símon Örn (þið kannist við kauða). Hann hringdi í mig og sagði að greinin mín væri hrein og tær snilld og vildi fjalla um þetta mál í DV. Það varð úr á endanum að ég samþykkti að leyfa honum að taka viðtal við mig um þetta mál. Hann tók líka viðtal við Lúlla bæjarstjóra. Þannig að þetta er svona Jói vs. Lúlli dæmi. Mér skilst það verði birt mynd af stóru holunni og meira að segja mér líka! Solltið kúl. Spurning hvort ég sé að slá í gegn?
Allavega. Herlegheitin birtast í DV á morgun (föstudag) þannig að þið getið kíkt á þetta ef þið viljið.
Það skondnasta við þetta allt saman er að þetta er í fyrsta skiptið síðan Samfylkingin tók við í meirihluta sem gagnrýni á hana fær umfjöllun í einhverjum af stóru fjölmiðlunum (þó svo að DV sé mesti sorapési í heimi). Fyrsta skiptið! Og gagnrýnin kom ekki frá Sjálfstæðisflokknum eða öðrum flokk í Hafnarfirði. Ekki einu sinni frá manneskju sem býr í Hafnarfirði. Nei hún kom frá smápattanum mér, einhverri kennarablók úti á landi!
Það er greinilegt að gestsaugað er helvíti glöggt. Þó svo að ég sé á því að ég þurfi sterkari gleraugu.
Allaveg. Ég er helvíti ánægður með að það var ÉG sem kom þessu í fjölmiðla því ég er svo alfarið á móti þessu. Og hef heyrt það frá mörgum Hafnfirðingum að þeir séu sama sinnis. Ég er greinilega alþýðuhetja!!!
Kveðja frá manni fólksins!

Engin ummæli: