fimmtudagur, apríl 29, 2004

ALLT AÐ GERAST Á RAUFARHÖFN
Æsifrétt sem birtist á mbl.is.

Fyrsta Mandarínkollan á Íslandi gestkomandi á Raufarhöfn
Sjaldséður gestur var komin á andapollinn hjá Erlingi B. Thoroddsen, hótelstjóra hjá Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn, í gær. Hann fékk ekki betur séð en þarna væri komin Mandarínönd, og það meira að segja kolla, sem ekki hefur áður greinst á Íslandi.
Frá þessu segir á heimasíðu Raufarhafnar á Netinu en þar segir að til þess að vera viss fékk Erlingur Gauk Hjartarson á Húsavík til að rannsaka málið með sér og sameiginleg niðurstaða þeirra er sem sagt: Þann 28.04. 2004 var fyrsta Mandarínandarkollan á Íslandi greind á andapollinum við Hótel Norðurljós á Raufarhöfn.
Fleiri sjaldséðir gesti úr hópi fiðurfénaðar hafa gert vart við sig á Raufarhöfn undanfarið. Hefur gráþrastapar verið á sveimi upp í svonefndum Fenjum og þar var einnig á ferðinni hringdúfa.
Smellið hér til þess að sjá mynd af mandarínkollunni

Jói, hvernig er að vera í miðri hringiðu svona spennandi atburða?

Engin ummæli: