mánudagur, apríl 19, 2004

Ný könnun

Ég er ánægður með nýju könnunina. Það er þó nokkuð ljóst að Daníel og Maggi eru alveg úr leik enda búat þeir við að fá sína gráðu eftir bara einhvern mánuð eða eitthvað. Það væri ekki nema þeir lentu í "slysi" að þeim mistækist það.
Einar Andri er líka kominn vel á veg. Það er ekki nema hann haldi áfram í erfiðleikum með grunnskólastærðfræðina að hann tefjist um eitthvað sem nemur.
Þrír líklegustu til að verða síðastir til að fá gráðu eru því ég, Krissi og Toggi.
Toggi er náttlega bara nýbyrjaður í háskóla en ég og Krissi erum bara slugsar og latir aumingjar sem getum ekki klárað neitt sem við byrjum á. Ef fer sem horfir förum við líka báðir í Kennó næsta vetur og klárum það nám líklega saman. Ég spái sumsé mér og Krissa saman í síðasta sætið. Það er ekki nema Toggi láti sölumannadjobbið í Toyota heilla sig upp úr skónum að hann gæti orðið síðastur.

joiskag

Engin ummæli: