föstudagur, maí 28, 2004

Asiuferd-af strakamellum!
Tid verdid ad fyrirgefa slappa frammistodu mina a blogginu undanfarid. Tad hefur verid stift program her i Bankok, vaknad fyrir 7 alla morgna til tess ad maeta i fyrirtaeki og skodanaferdir.
Bankok er alger snilld, olik Kuala Lumpur, med meira af fataeklingum og mellum, turfti ad draga eina nokkra metra a eftir mer tegar eg var a Patpong markadnum a tridjudag.
Eitt er to slaemt vid tessa ferd, en tad er ad eg hef fengid mig fullsaddann af hladbordum eda Buffe og ta serstaklega sjavarretta buffe, hef varla bordad annad her i borg. Annars er madur buinn ad haga ser eins og kongur, let klaedskerasauma jakkafot og jakka a mig og hef farid 3 svar i fotanudd og tainudd, alger snilld.
Forum i leidinlega skodanaferd i hollina i morgun, adalega vegna tess ad guideinn okkar kann ekkert i ensku og oll ord sem hun segir a ensku enda a sss, svo var lika allt of heitt. Tvi akvadum vid strakarnir ad skella okkur a fylleri fyrir naestu ferd sem var batsferd fra 4-7 i dag hun var fin, er meira ad segja ennta vel kenndur..
I gaer lentum vid i mesta rugli, vorum ad fara saman hopur a Ko Shang RD. a fylleri og akvadum ad taka Tuk Tuk sem eru opnir 3ja hjola bilar fyrir 2-3. Vid sendum ta i kappakstur, vid toku 10 brjaladar minutur tar sem fardi var yfir a raudum ljosum, keyrt i veg fyrir bila og svinad, alger snilld en storhaettulegt. Nenni ekki ad skrifa meira tvi ad mig langar i bjor...

fimmtudagur, maí 27, 2004

Olweusaráætlunin um einelti og músíkgetraun
Á þriðjudaginn fór ég á eitthvað námskeið í skólanum um einelti. Þetta er enn eitt af þessum frábæru forvarnarprógrömmum sem eiga að gera heiminn betri. Þar kom meðal annars fram að maður getur alveg lagt einhvern í einelti án þess hreinlega að fatta það sjálfur. Allavega þetta var leiðinlegt námskeið.
Og þá að öðru. Ég var að spjalla bið Berglindi og hún sagði mér að við værum ógeðslega leiðinlegir við Togga í músíkgetrauninni. Hún sagði að við værum að leggja hann í einelti.
Þannig fléttast Olweusaráætlunin um einelti og músíkgetraunin saman. Við héldum að við værum bara að stríða stráknum, en í raun erum við sökudólgar þess að hann pissar i sig á nóttinni, rétt eftir að hann er búinn að gráta sig í svefn.
Toggi, fyrirgefðu, það var ekkert illt meint með þessu.
Til að hindra að eineltismál komi aftur upp hér á pagecannotbefound hef ég ákveðið að smella inn vikulegum pistlum um einelti. Fyrsti pistillinn gæti komið seinna í dag, annars ekki fyrr en á þriðjudag.

lifið í friði og verið góð hvert við annað.
joiskag

miðvikudagur, maí 26, 2004

dagsatt slúður frá tælandi
var að tala við mömmu, sem var að tala við mömmu ríkeyjar (þær eru saman í saumó), sem var að tala við ríkey og ríkey var víst að tala við sebba stiff (sem er einhver tennisvinur hans danna) og sebbi stiff sagði við ríkey að danni hafi sagt sér að hann (sumsé danni) væri búinn að fá sér strákhóru tvisvar sinnum í ferðinni. hann bætti víst við að líklega væri hann (aftur sumsé danni) hvergi nærri hættur. auk þess vildi hann meina að danni væri lélegur í tennis.
eins og þið sjáið þá eru þetta upplýsingar sem ég fær frá fyrstu hendi og geta á engan hátt verið ýktar eða upplognar.
Músíkgetraun

Henti þessu saman í fljótheitum. Ekki mikið varið í hana þessa.

i)lag og band (xxxx = nafnið á laginu)?
xxxxxx
What you done
She's a gun
Now what you done
Beetlebum
Get nothing done
You beetlebum
Just get numb
Now what you done
xxxxx

And when she lets me slip away
She turns me on and all my violence gone
Nothing is wrong
I just slip away and now I am gone
Nothing is wrong
Coz she turns me on
I just slip away and now I am gone


ii) lag og band?
Jubilation, she loves me again
I fall on the floor and I laughing
Jubilation, she loves me again
I fall on the floor and I laughing
Wo ho oooh ...

iii) lag og band?
You make me dizzy running circles in my head
One of these days I'll chase you down
Well look who's going crazy now
We're face to face my friend
Better get out
Better get out

iv) fyrir togga: spurt er um heiti lags
Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann siggi
hann á afmæli í dag

kv.joiskag

þriðjudagur, maí 25, 2004

Af kúrekavestrum, heimilisofbeldi og hlunkum
Opnunarleikur utandeildarinnar fór fram í gær á gervigrasinu í Laugardal. Unnum Morgan Kane 6-2. Morgan Kane var frægur bandarískur rithöfundur sem skrifaði kúrekavestra sem aðallega eru til í kiljum. Átti afar gáfulegar umræður í sturtuklefanum eftir leikinn við einn andstæðinganna um bókmenntir og þá einkum störf Morgans. Illskásti Morganmaðurinn í leiknum var Birgir Sigurðsson, fyrrverandi línumaður Víkings svo óhætt er að ímynda sér hversu burðugir þessir bókmenntapésar og mannvinir voru í fótbolta.
Annars hef ég áhyggjur af því hvað ég er að fá mörg atkvæði í könnuninni. Tel ég marga líklegri til þess að leggja hendur á kvenfólk. Jói er t.d. oft mjög ráðvilltur og óútreiknanlegur. Hann var heldur ekki lengi að eignast erkióvini á Riben. Sé ekki ástæðu fyrir því að hann geti ekki barið konur. Maggi er líklegur ef konurnar eru af erlendu bergi brotnar svo hann hlýtur að koma sterkur inn. Einar Andri er hins vegar líklegastur allra. Hann er þekktur raftur og heljarmenni sem getur vel tuskað fólk til. Svo er hann prestssonur og því hæg heimatökin fyrir hann að hljóta fyrirgefningu synda sinna... Var samt að fatta það að ef ég man rétt barði Jósi fyrrverandi kærustu sína oft. Reyndar var það í góðu glensi en hann lamdi hana engu að síður.
Það styttist óðum í Pixies. Ljóst að maður fær þar mikið fyrir krónurnar, ekki síst í ljósi þess að Frank Black er í laginu eins og körfubolti. Myndi halda því fram að hann væri feitasti maður á landinu í dag ef ekki væri fyrir það að Mihajlo Bibercic er mættur á skerið. Sterkur leikur hjá Stjörnunni að kaupa sér 36 ára og 110 kílóa hnullung í framlínuna. Á móti kemur að kílóverðið er hagstætt. Hvað sem því líður er fínt að Black sé feitur. Oft á maður erfitt með að sjá allt á svona tónleikum en nú ætti aðalkallinn alltaf að blasa við.

Skora svo að lokum á Jóa að smíða tónlistargetraun á morgun. Einnig legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði. Það skítapleis hefur alltaf verið til óþurftar.

mánudagur, maí 24, 2004

Í matarklúbb
Þegar matarklúbburinn hittist er talað um allt milli himins og jarðar; hver okkar missti sveindóminn með súkkulaðistykki, hver okkar vildi fara í leðurhommapartý, hver okkar klæðist g-streng svona svo að fátt eitt sé nefnt. En af öllum þeim uppbyggjandi samtölum sem við félagarnir höfum átt á þessu rólegu kvöldstundum stendur tvennt upp úr.
Í fyrsta lagi er mér mjög minnistætt í síðasta matarklúbb heima hjá Einari Andra þegar hann var að segja mér í hvaða stólum í stofunni hann hafði riðið stelpum í. Þessar upplýsingar reyndust mér gríðarmikilvægar þegar ákveðið var í hvaða stól ætti að sitja.
Í öðrum lagi eru yfirlýsingar aríans Magga minnistæðar. Fór hann sérstaklega á kostum heima hjá Togga í kringum áramótin. Þessi drengur hefur sterkar skoðanir á litarhafti leikmanna og telur litinn einmitt tengjast getu þeirra á knattspyrnuvellinum. Seinna um kvöldið upphófst svo mikið rifrildi milli mín og Magga um hið ágæta lið Arsenal. Maggi vildi meina að Wenger hefði enga stjórn á þeim, og að Arsenal væri grófasta lið deildarinnar. Ég vildi meina að það væri alrangt. Þetta kvöld man ég að ég tapaði rifrildinu, enda einn Arsenal maður á móti fimm. En í kvöld breytast hlutirnir rækilega, hinir síðustu munu seinna verða fyrstir, eins og segir í svörtu bókinni. Með meðfylgjandi frétt lýsi ég hér með yfir sigri.

"Fair Play deildin er deild þar sem liðum eru gefin stig fyrir rauð og gul spjöld ásamt því hvernig framkoman við dómara er og svo eru stuðningsmennirnir metnir eftir prúðleika. Liðið sem fær fæst stig vinnur og í þetta skiptið þrátt fyrir óleik á Old Trafford í haust var Arsenal á toppi þessarar deildar.

Wenger lýsti mikilli ánægju með að hafa orðið í efsta sæti í Fair Play deildinni og sagði að ekki einungis hefðum við unnið deildinna hefldur hefðum við unnið hana á mjög heiðarlegann máta og þessi verðlaun sanna það"

kv. joiskag
Lundúnaferð, dagar 1-4

Fór til London um helgina. Þessi ferð var að mörgu leyti ólík bullferðinni sem við félagarnir fórum er við vorum 17 ára. Þá sáum við akfeitan Gazza og eina fyllibyttu. Núna sá maður allt sem borgin hefur upp á að bjóða. Nenni samt ekki að telja það upp en tók magnaðan túristaböss og siglingu á Thamesfljóti. Þannig var fimmtudagurinn. Á föstudegi fór ég svo ásamt stórfrændunum og sjúkraþjálfurunum Robba og Þórði að skoða aðstæður á æfingasvæði Arsenal. Kíkti t.d. inn á skrifstofu til Hr. Wenger og skoðaði klefann hjá strákunum. Þegar enginn var að horfa náði ég að sleikja herðartré Frakkans Henry og hlaut af því slæmt munnangur sem kýs stoltur að kalla Henrymunnangrið. Tók það heim sem minjagrip (þ.e. munnangrið) svo áhugasamir geta skoðað á heimili mínu frá kl. 17-19 (frítt er fyrir 12 ára og yngri). Ræddum svo við fantanettan húsvörð og sjúkraþjálfara. Fórum í búðir og svona seinni partinn.
Laugardeginum eyddum við svo í Wales þar sem barist var um enska bikarinn. Stemmningin fyrir leikinn var engu lík og léku þar Millwallbullukollar stóra rullu. Það voru nett sjötíuogtvö þúsund manns á vellinum þennan daginn og Manchestermenn voru geipilega góðir þó við dvergvaxinn spámann væri að etja. Það var eins og Ronaldo væri að spila úti í garði við ráðvillta leikskólastráka, slíkur virtist getumunurinn vera... Við Þórður vorum í massasætum við miðjan völl en Robbi var uppstrílaður í einhverju spaðapartíi með Sveini Jörundi landsliðsþjálfara og fleiri höfðingjum sem hæglega gætu þurrkað út heilu þjóðirnar með einu pennastriki. Allavega einhver lúseralönd í þriðja heiminum... jafnvel þessi skítalönd sem Danni er að heimsækja. Þegar leikurinn var úti vorum við svo samferða hinum fræga labbakúti, Michael Owen út af svæðinu sem hreinlega hlýtur að vera undir dvergamörkum. Ég hefði kallað að honum að hann væri helvítis dvergur og undirmálsmaður ef Henrymunnangrið hefði ekki stoppað mig.
Sunnudagurinn fór svo í búðir og vitleysu auk þess að maður þurfti að koma sér heim. Ferðin var djöfulli góð, tíminn vel nýttur og mikið gert.

Þá að öðru. Nú tekur við fyrsti leikur í utandeild í kveld gegn Morgan Kane (sem er mikið snilldarnafn á knattspyrnuliði) og svo var ég að fatta að ég á miða á konsert á miðvikudag með boltanum Frank Black og vinum hans í Pixies. Enginn aumingjabragur á því. Annars er þessi síða orðin frekar döpur og vil ég meina að það sé Jóa “I’ve been bloody robbed” Skagfjörð að kenna þar sem hann er hættur að leggja sitt að mörkum. Hvet ég kauða til að ráða bót á því.