föstudagur, apríl 09, 2004

VÍN 7. apríl 2004
Þar sem enginn hefur lagt í að fjalla um síðasta matarklúbb, eða fjallað um nokkuð yfir höfuð, þá skal ég taka það að mér að þessu sinni. Landið að þessu sinni var Páskaeyja sem er austasti hluti pólinesísku eyjanna í Austur-Kyrrahafi. Verður að segjast að landið sé vel valið (klassa tímasetning) og var boðið því í bland hefðir frá Páskaeyju og íslenskir páskasiðir, því að á boðstólum var íslenskur páskabjór, tortilla kökur og snittur í forrétt (fékk reyndar aldrei að smakk þessar tortilla kökur). Í aðalrétt voru grillaðar lambalærissneiðar með grilluðum kartöflum og maís ásamt fersku salati (sem náði nýjum hæðum með furuhnetunum). Allt saman afar ljúfengt og segja má að Einar Andri hafi komið mjög á óvart því að hann er ekki þekktur fyrir mikla reynslu í eldamennskunni en Þorgeir verður að teljast meiri reynslubolti. Eftirrétturinn var einnig mjög góður, en það var grillaður banani með snikkers, ís og rjóma. Nægur mjöður var á svæðinu sem er þeim félögum til framdráttar. Því gef ég þeim félögum Einari Andra og Þorgeiri Arnari fjórar stjörnur af fimm sem verður að teljast mjög gott.

Yfir í annað, þá lærði ég nýtt orð í gær, þetta er orð sem lýsir e-u sem er flott, töff eða kúl... og aðeins örfáir vita hvað þýðir, þar til nú. Þetta orð var notað fyrir mörgum árum eða einum 10-15. Orðið lærði ég þegar ég fékk yfirfarna skýrslu frá kennara mínu í Tölvuvæddri hönnun og var það skrifað fyrir neðan mynd af hönnuninni minni. Jæja þá, orðið er SMÆKÓ, ég legg til að allir fari að nota þetta orð þegar þeir lýsa hrifninu sinni á e-u.

Engin ummæli: