þriðjudagur, júlí 06, 2004

TÓNLISTARGETRAUN!!!

Hér kemur getraun vikunnar, spurt er um lag og flytjanda/-endur.

i)
We are what we're supposed to be
illusions of your fantasy
All dots and lines that speak and say
what we do
is what you wish to do

We are the color symphony
we do the things you want to see
Frame by frame
to the extreme


ii)
Heads are hanging from the garbage man trees
Mouthwash jukebox gasoline
Pistols are pointing at a poor man's pockets
Smiling eyes ripping out of his sockets

iii)
Another mother's breakin'
Heart is taking over
When the violence causes silence
We must be mistaken
It's the same old theme since 1916
In your head,

iv)
I didn't hear you leave
I wonder how am I still here,
I don't want to move a thing,
it might change my memory
Oh I am what I am,
I'll do what I want,
but I can't hide
I won't go,
I won't sleep,
I can't breathe

(aukaspurning)
Hvert er mynstrið á flytendum???

mánudagur, júlí 05, 2004

Djúpavík

Ég fór í ferðalag til Djúpuvíkur, lítils þorps þar sem faðir minn ólst upp. Fyrsti áfangi ferðarinnar hófst seinni part þriðjudags, en þá var keyrt til Akureyrar. Annar áfanginn hófst svo á miðvikudagsmorgun, reyndar mun seinna heldur en ferðalangar höfðu áætlað. Við vorum komin á Hólmavík um hálf þrjú leytið. Þaðan er aðeins einn og hálfur tími til Djúpuvíkur. En af illri nauðsyn þurftum við að bíða á Hólmavík til fimm. Við áttum nefnilega eftir að kaupa áfengi í ferðina og ríkið nýopnaða á Hólmavík opnar ekki fyrr en þá. Það er ekki mikið að gera á Hólmavík þannig eftir að við gerðum allt sem er hægt að gera þar lögðum við bílnum niður við bryggju og fórum bara að gera…krossgátu í klukkutíma. Loksin var hægt að halda áfram. Ekkert markvert gerðist á leið til Djúpuvíkur nema að við pikkuðum upp einhvern Ungverja og gáfum honum far áleiðis. Hann var nokkuð skrítinn.
Djúpuvíkurdvölin var öll hin ánægjulegasta. Grillað á hverju kvöldi, farið í sund á Krossnesi og skoðað sig um í nágreninu. Fengum til okkar heiðursfólkið Olgu og Ragga á fimmtudeginum og börnin þeirra tvö. Gústi stórfrændi var líka á svæðinu og bauð okkur í massa húsbíla/gítarpartý á föstudagskvöldinu. Var það partý hið besta. Á laugardagskvöldinu skelltum við okkur norður í næsta fjörð, en sá fjörður heitir einmitt Norðurfjörður. Þar var hið prýðilegasta sveitaball með tilheyrandi öfögnuði. Það má með sanni segja að rollurnar hafi átt fótum fjör að launa þessa nótt.
Síðan lagði ég bara af stað frá Djúpuvík klukkan tvö á sunnudag og var ekki kominn heim fyrr en korter í tólf. Tímann sem ferðalagið tók má útskýra með miður góðu ástandi bílstjórans. Tvennt stórfurðulegt gerðist á leiðinni heim, annað skemmtilegt en hitt leiðinlegt. Í Staðarskala gleymdi ég fimmtán þúsund króna peysu sem ég á en það gleymdist allt þegar ég var kominn á Melrakkasléttuna því þá náði ég norskri útvarpsstöð sem var helvíti góð. Held meira að segja að gaurarnir tveir sem voru með þáttinn hafi bara verið nokkuð fyndnir.
Fréttir af heimkomu minni munu birtast í pistil hér á pagecannotbefound á næstu dögum.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Síðuræksni hið versta

Frægðarsól pagecannotbefoundvefsetursins er hnigin. Nú hef ég kíkt á síðuna tuttuguogfimm sinnum síðustu daga, aldrei séð neitt ferskt eða skemmtilegt og alltaf endað á því að skoða Emil hinn þýska enn einn ganginn. Nú vil ég síst meina að Emil sé ekki flottur kappi eða að músíkin hans höfði ekki til mín en öllu má ofgera og er Emil þar engin undantekning.

Legg ég til að bragarbót verði gerð á þessu öllu saman og hefst sú bragarbót á fimmþættri lausn:
a) Hvet ég Jóhann Skagfjörð til að gera grein fyrir Djúpuvíkurferð sinni hér á vefnum. Einnig mætti hann gera grein fyrir hvenær hann komi til byggða og hver áform hans eru þegar komið er í Fjörðinn.
b) Hvet ég Daníel til að hrista fram úr ermum sínum tónlistargetraun og það sem líklega er enn mikilvægara að finna fleiri myndir af Emil og sýna okkur. Mættu þær jafnvel vera enn djarfari.
c) Hvet ég Einar Andra til að byrja að drekka á ný.
d) Hvet ég Magnús Inga til að rita fáein orð um Stóra matarklúbbsmálið sem mikill ófriður hefur staðið um á vefnum. Vil ég að hann rói matarklúbbsmenn og tilkynni loks hvenær hann ætlar að halda næsta boð.
e) Hvet ég Þorgeir til að gefa skýrslu um hvernig hegðun Einars Andra hefur breyst eftir að hann ákvað að hætta að drekka. Vil ég að hann noti mannfræðileg hugtök og byrji allar setningar á bókstafnum ‘f’.
Þori að veðja að gaurinn sem hljóp inn á völlinn áðan og henti Barcafána í hausinn á landsliðsfyrirliða Portúgals fyrir framan alla portúgölsku þjóðina lifi ekki af vikuna. Er jafnvel til í að leggja pylsu og kók undir.