laugardagur, maí 01, 2004

Þar sem að Krissi kann ekki að setja greinar á netið án þess að birta þær þrisvar og setja allt í rugl, þá geri ég það fyrir hann, en hann reyndi að birta eftirfarandi grein fyrr í kvöld:

Miklar umræður hafa verið í gangi á pagecannotbefound undanfarið sem hafa snúið að kynhneigð bloggverja. Þessar umræður hafa verið mismálefnalegar en þar sem ég tel mikilvægt að fá botn í málið vil ég bomba af stað könnun sem hljóðar svo:

Ef einhver okkar væri samkynhneigður, hver myndi það nú vera?

Þar sem dúndurkönnun er í gangi um þessar mundir verður að greiða atkvæði undir nafni í játningar hér að neðan. Atkvæði verða svo talin og niðurstaða fengin við fyrsta tækifæri. Kandídatar eru (í stafrófsröð):

I) Daníel Scheving. Sönnunargagn A:

II) Jói Skag (takið eftir að Skag rímar við drag). Þrjár dragkeppnir á bakinu, tveir sigrar. Semur söngleiki, hleypur Kvennahlaup og hefur verið boðinn leigusamningur á knæpum.
III) Krissi. Á vafasama fortíð með fastagestum Mannsbars. Var hársbreidd frá því að lenda í leðurhommateiti.
IV) Magnús Ingi (G)AYnarsson. Var sópranrödd í kór Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Er áskrifandi að Gays‘n Holes.
Kristmundur skrifaði 22:21

fimmtudagur, apríl 29, 2004

ALLT AÐ GERAST Á RAUFARHÖFN
Æsifrétt sem birtist á mbl.is.

Fyrsta Mandarínkollan á Íslandi gestkomandi á Raufarhöfn
Sjaldséður gestur var komin á andapollinn hjá Erlingi B. Thoroddsen, hótelstjóra hjá Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn, í gær. Hann fékk ekki betur séð en þarna væri komin Mandarínönd, og það meira að segja kolla, sem ekki hefur áður greinst á Íslandi.
Frá þessu segir á heimasíðu Raufarhafnar á Netinu en þar segir að til þess að vera viss fékk Erlingur Gauk Hjartarson á Húsavík til að rannsaka málið með sér og sameiginleg niðurstaða þeirra er sem sagt: Þann 28.04. 2004 var fyrsta Mandarínandarkollan á Íslandi greind á andapollinum við Hótel Norðurljós á Raufarhöfn.
Fleiri sjaldséðir gesti úr hópi fiðurfénaðar hafa gert vart við sig á Raufarhöfn undanfarið. Hefur gráþrastapar verið á sveimi upp í svonefndum Fenjum og þar var einnig á ferðinni hringdúfa.
Smellið hér til þess að sjá mynd af mandarínkollunni

Jói, hvernig er að vera í miðri hringiðu svona spennandi atburða?
Hart mætir hörðu - 10 ástæður af hverju frændi minn er hommi!
Set hérna fram lítinn lista. Hann er ekki í neinni ákveðinni röð, enda erfitt að segja hvað skiptir mestu máli hjá hommanum Krissa.
10. Þú daðraðir mjög oft við homma á MannsBar og lést þá bjóða þér drykk. Gera streit gaurar það?
9. Þegar gamall maður spurði mig hvort hann mætti leigja mig varst þú hissa á að ég hafi ekki spurt hvað hann væri til í að borga! Gera streit gaurar það?
8. Þú átt ekki kærustu.
7. Þú varst fúll út í Danna þegar hann vildi ekki koma með þér í partý hjá fullt af leðurhommum. Gera streit gaurar það?
6. Þú ert nú helvíti hommalegur, við skulum ekkert reyna að neita því!
5. Þú tönnglast endalaust á að aðrir séu hommar – af hverju ætli það sé? Eigin óöruggi kannski?
4. Þú ert með mynd af Jared Leto í bakgrunn á tölvunni þinni (allavega síðast þegar ég var í heimsókn, spurning hvort þú sért búinn að skipta honum út fyrir Justin Timberlake!!). Það er ekkert karlmannlegt við það!
3. Mér hefur alltaf fundist þú horfa girndaraugum á mig þegar við erum í sturtu í sundlauginni. Þessvegna hef ég alltaf “gleymt” sundfötunum mínum á Riben þegar ég kem í bæinn.
2. Þú hefur sjálfur samið söngleik, manstu eftir "Skiptinemanum Günther"???
1. Þú syngur eins og kelling og samdir þar að auki lag sem heitir "Stelpustrákur". Gera streit gaurar það?

Þú kallaðir þetta yfir þig.
Ekki vera hræddur að koma út úr skápnum, ég er ekki haldinn neinum fordómum, ég verð áfram vinur þinn. Bara svo lengi sem þú hættir að horfa svona á mig í sturtu helvítis hommatitturinn þinn!!!
Topp tíu ástæður fyrir því að Jóhann Skagfjörð sé samkynhneigður

Það er alltaf leiðinlegt þegar menn fara í felur með hneigðir sínar og tilfinningar og því ákvað ég að birta nokkur atriði því til stuðnings að Jói hætti sínum gagnslausa feluleik. Ég vil árétta að þessi atriði eru ætluð Jóa sem hvatning enda kominn tími til að hann geri e-ð í sínum málum. Þá ítreka ég að þetta er ekki hugsað sem niðrandi grein fyrir einn né neinn enda margir af mínum bestu vinum samkynhneigðir. T.d. Jói.

10. Jói samdi nýlega söngleik.
9. Um daginn spurði hann mig hvort ég gæti reddað honum miðum á tónleika með söngkonu sem heitir Pink.
8. Hann er alltaf að tala um að fylla vel upp í holur. Meira að segja í fjölmiðlum.
7. Dæmi eru um að menn hafi reynt að borga honum fyrir kynlíf á börum.
6. Fyrirsögnin á blogginu hans er ‘sætur, sexý og kolbrjálaður’.
5. Þegar hann talar hreyfir hann hendurnar eins og hann sé að dansa.
4. Hann hefur þrívegis tekið þátt í dragkeppnum og unnið tvisvar.
3. Hann hefur sungið lag með Bee Gees á opinberum vettvangi.
2. Hann notar orð eins og ‘ömó’ og ‘örbó’ á blogginu sínu.
1. Í sumar mun hann hlaupa Kvennahlaupið.
Útlönd
Var að tala við Krissa í gær og hann sagði mér að hann væri að fara á bikarúrslitaleikinn á Englandi í maí. Síðan er Danni auðvitað að fara til Thailands á svipuðum tíma.
Ég er alveg nett fúll yfir að þið séuð að fara út en ekki ég.
Og ég er líka alveg nett fúll yfir því að ég er búinn að vinna eins og svín í allan vetur en á samt engan pening, sérstaklega ekki til að sólunda í útlöndum. Þið eruð hins vegar búnir að hafa það rólegt í skóla en samt virðist þið eiga nægan pening. Eruð þið að díla eða hvað?

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Hér kemur getraun dagsins...

I) spurt er um heiti lags og hljómsveitar
I'm on my way. Can't settle down. I'm stuck in ways of being an ass and I got a lot of nerve that I'm ready to pass. I'm on my way. I'm on my way. Can't settle down. I'm stuck in ways of sadistic joy and my talent only goes as far as to annoy. I'm on my way.

II) auðvitað er aftur spurt um heiti lags og bands
Sits like a man but he smiles like a reptile
She loves him, she loves him but just for a short while
She'll scratch in the sand, won't let go his hand
He says he's a beautician and sells you nutrition
And keeps all your dead hair for making up underwear
Poor little Greenie

III) heiti lags og bands
awake to find no peace of mind,
I said, how do you live as a fugitive?
Down here where I cannot see so clear.
I said, what do I know?
Show me the right way to go

hér kemur eitt svona til að rifja upp gamla tíma. Þið eruð lélegir ef þið þekkið það ekki...

IV)
So I guess the fortune teller's right
Should have seen just what was there
And not some holy light
Which crawled beneath my veins
And now I don't care
I had no luckþriðjudagur, apríl 27, 2004

Spennan eykst...

Já það er ljóst að spennan eykst mínútu eftir mínútu.
Það verður spennandi að sjá hvaða ákaflega heppni einstaklingur það er sem verður þess heiðurs aðnjótandi að fá að mæta í næsta matarklúbb.
En spennan eykst einnig á öðrum vígstöðvum. Mun skussinn hann Jói klikka enn einn miðvikudaginn og gleyma að setja inn tónlistargetraun?
Við komumst að því klukkan 08:00 í fyrramálið!

joiskag

mánudagur, apríl 26, 2004

Jæja, þá er komin niðurstaða á því hver lesendur telja að verði síðastur að fá háskólagráðu af e-u tagi?
Kristmundur tapaði naumlega fyrir Jóhanni með 26% atkvæða gegn 24%. Aðrir fengu minna!
Að þessu sinni verður leitast eftir áliti lesenda á því hver ætti að fá þann heiður að verða fyrsti heiðursfégi matarklúbbsins og er vert að taka fram að hér er ekki um spaug að ræða svo vanda skal valið...

Ég kemst ekki í matarklúbb þann 19. júni, sem er væntanlega þriðja á helginni í júní, er upptekinn maður þann dag.

Krissi! Hvaða fíflalæti eru þetta? Þú kastar hér fram e-m nöfnum sem huglsanlegum kandídötum óhugsað!!! Þetta er hvoki þér né nokkrum af þessum aðilum til framdráttar.
Jói talar um matarklúbb. Sjálfur er ég klár aðra eða þriðju helgina í júní. Að öðru leyti skil ég ekki hvað okkur kemur við hvernig matur verður. Og ekki heldur hverju það skiptir hvenær ‘deildin’ byrji. Ég vil minna á að utandeildin byrjar einnig um sama leyti þar sem ég verð í eldlínunni. Og ef menn eru e-ð að hugsa um hag Magga held ég að best væri að skoða 1. flokksleikina í sumar þar sem Óli Jó gæti allt eins stillt upp fuglahræðu í hægri bakverði rétt eins og þessum mannlega sorphaugi. Er ekki að reyna að vera með stæla en gaurinn hefur bara alltaf verið ofmetinn.
Hins vegar er áhugaverðar vangavelturnar um nýja félaga. Best væri samt að bjóða einhverjum nýjum og prufukeyra hann. Ef hann er ekki fyndinn eða skemmtilegur verður hann bara ekki með næst. Svo er spurning um að alltaf þegar við myndum segja “dansaðu!” þyrfti gaurinn að dansa fyrir okkur alveg þangað til við segjum honum að stoppa.

Einnig hægt að taka bara einn heiðursfélaga hvert kvöld. Frumskilyrði er samt að svona kallar séu FH-ingar. Kandídatar eins og Sigurjón Marteinn, Boris Sigtryggsson, Fiddi, Unni (?), Þorgils Óttar, Tryggvi Rafns, Jón Þór Brands, Siggi stormur, Eggert Boga, Orri Þórðar og Dr. Slavko Bambir kæmu því til greina. Legg til að við komum nýrri könnun í gagnið varðandi nýja félaga þar sem ég virðist vera að skíttapa í núverandi könnun.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Matarboð
Ef ég man rétt þá eigum við Maggi að sjá um næsta matarboð. Spurning um að fara að huga að því hvenær það á að vera. Finnst ykkur of langt að bíða með það þangað til í júní? Allavega, ég er kominn með drög að magnaðasta matseðli í heimi. Þetta matarboð á eftir að slá öllum öðrum út.
Síðan er það hitt. Vorum við ekki að tala um að færa út kvíarnar? Bjóða einhverjum fleirum að taka þátt í þessum ágæta félagsskap. Spurning hver það gæti verið? Einhverjar hugmyndir???