Undanfarið hafa stórtíðindi hrunið yfir landsmenn, Fjölmiðlafrumvarp, Dabbi kóngur veikur, höfðulaust lík í Írak og Logi Dregur sig úr landsliðshópnum. En það eru allt smáfréttir í samanburði við það að á morgun munu VÍN meðlimir loks hittast og halda langþráðann matarklúbb!!!! Óvíst er með óákveðinn Jóhannes hvort að hann mætir en aðrir munu ekki láta það á sig fá og hyggjast mæta gallvaskir eins og ekkert hafi í skorist. Halda mætti að Jói geri sér ekki grein fyrir því að þetta er síðasti matarklúbbskvöld Magnúsar í bili og að það hafi verið í hans verkahring að halda það með Magnúsi, allavega hans mál!!!
Sjálfur geri ég miklar væntingar til kvöldsins og hlakka mikið til og efast ekki um að aðrir meðlimir hlakki til sömuleiðis.
Þar sem að klúbburinn er ungur og enn í mótun legg ég til að menn komi með hugmyndir að nýjum hefðum og siðum sem skulu tíðkast í kringum matarkvöld! Hugmyndum skal skila í komment hér að neðan.
Að lokum langar mig til að taka það sérstaklega fram að enn hef ég ekki kosið sjálfan MIG í kosningunni hér til hliðar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli