miðvikudagur, maí 12, 2004

Tja... Berlín Berlín.. svo sem ágætis pleis... já Guthaben/gut abend atvikið er ágætis byrjun... ég var nýkominn út og vantaði frelsi í þýska númerið mitt sem ég hafði fengið lánað. Mér hafð verið sagt að ég ætti bara að biðja um “Guthaben” en það væri einmitt símafrelsi á þýsku. Svo ég rölti í næstu tyrkjabúllu og ákvað að láta reyna á þýskukunnáttuna. “Uhh... Guthaben.....” tyrkjinn var augljóslega einnig nýr í landinu en svaraði “ja.. Gut abend...” ég var snöggur að taka undir... “ja ja Guthaben..” hann “Gut abend...” svona gekk þetta í smástund þar til kærastan kom og útskýrði miskilninginn. Við hlóum báðir að heimsku okkar og tungumálamiskilningi. Í framtíðinni beindi ég samt viðskiptum mínum annað.
Í Berlín gerði ég annars lítið, las nokkrara skólabækur en var annars bara heimavinnandi húsmóðir eða eins og ég endurbætti starfsheitið heimadrekkandi húsmóðir. Nokkrir kaldir rétt eftir hádegi lífga talsvert upp á annars litlausan dag við heimilsistörfin. Og þegar kalt var í veðri mallaði ég mér heitt kókó með skvettu af ódýru Captain Jack rommi. Varð samt að passa upp á að vera búinn að vaska upp eftir mig áður en stelpurnar kæmu heim úr vinnunni. Þegar ég heyrði þær snúa lyklinum í skránni hljóp ég inn í rúm og þóttist vera nývaknaður. Það virkaði venjulega. En svo skrapp ég stundum út í almenningsgarðinn í götunni. Skemmtilegt að sjá hvernig allir gátu unað sáttir við sitt. Leikskóli með smáfólk hlaupandi út um allt, fólk í lautarferð á grasinu, löng röð í ping/pong borðin, rónarnir ælandi í blómabeðin og ekkert vesen. Enginn skipti sér af öðrum, tja nema máski róninn Róland. Hann öskraði og vældi allann daginn, sníkti sígarettur, bjór eða sopa af hverju sem maður var með. Um sextugt, gráhærður með skegg og venjulega með peysu bundna um höfuðið. Tom Waits-viskíröddin hans yfirgnæfði flest annað í götunni. Ágætis granni Roland. Jæja.. nóg í bili.
Snúlli.

Engin ummæli: