laugardagur, mars 27, 2004

Örvænting
Svo virðist sem keppendur áskorunarinnar séu að fyllast örvæntingu og trúleysi á eigin getu. Báðir aðilar gera fátt annað þessa dagana en að afsaka sig og nýjasta ráðið hjá þeim félögum fellst í því að skora á mig til þess að taka einnig þátt í þessari áskorun!!! Þetta lýsir þessari örvæntingu sem virðist ríkja í hugum keppenda, þetta er svo gegnsætt hjá ykkur "hei, bjóðum feita seina gaurnum að vera með, við vinnum hann pottþétt!!!", hversu lélegt er þetta, þið eruð aumkunarverðir!!!
En þið megið búast við því að ég verðir fyrstur að mæta að horfa á annan ykkar taka þátt í kvennahlaupinu!!!

föstudagur, mars 26, 2004

REGLUR
Hér eru reglur sem snúa að hlaupinu.

1. Einungis er heimilt að keppa á skóm með háum hæl, lágmark 4cm
2. Keppendur skulu vera í mislitum keppnisgöllum svo að auðveldlega megi greina á milli þeirra.
3. Aðeins er leyfilegt að taka eina vatnspásu á meðan hlaupi stendur.
4. Keppendur skulu mæta a.m.k. 15 mínútum fyrir hlaup til þess að koma í veg fyrir seinkun á móti.
5. Öll meðferð kóladrykkja og sælgætis er stanglega bönnuð á mótsstað.
6. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er æskilega á mótsstað.
7. Óheimilt er að láta annan en skráðan hlaupara hlaupa í áskoruninni.
8. Ef keppandi er lengur en 60 sek. að hlaupa 400 metrana þá þarf hann að hlaupa 10km í kvennahlaupinu næsta sumar, óháð því í hvaða sæti hann er.
9. Brot á þessum reglum gerir keppanda samstundis brottrækan úr áskorun og þarf hann að afplána dóm sinn með þáttöku í kvennahlaupinu næsta sumar.

Framkvæmdarstjórn Áskorunarinnar miklu

fimmtudagur, mars 25, 2004

ÁSKORUNIN MIKLA!!!
Stöðugt styttist í að áksorunin mikla fari fram...
Eftir fleirri stöðubirtingar á gengi æfinga hefur Jóhann tekið forystu með 42% atkvæða á móti 32% atkvæðum sem Kristmundur hefur hlotið!!! Enn geta lesendur haft áhrif á veðbankann með því að kjósa hér til hliðar.
Sjáum hver sigrar að lokum og hleypur meðal miðaldra kvenna á meðan aðrir fylgjast með og drekka öl.


miðvikudagur, mars 24, 2004

Áskorunin mikla - Fréttir af undirbúningi

Þegar ég var búinn að þjálfa í dag ákvað ég að taka smá skokk til að ég vinni Krissa örugglega í Áskoruninni miklu. Ég ákvað að skokka að bóndabæ einum er Sveinungsvík heitir, minnti að það væri hæfilega langt.
Ég fór af stað og komst brátt að því að það er svolleiðis miklu lengra í Sveinugsvík en mig minnti. Þar að auki var sterkur vindur og brattar brekkur á leiðinni.
En ég ákvað að láta ekki deigan síga og hélt mig við fyrri áætlun. Einum og hálfum tíma síðar skreið ég inn á Raufarhöfn aftur, nær dauða en lífi. Komst að því að ég hafði tekið einhverja rúma 10 kílómetra!!!
Skemmst er frá því að segja að þegar ég kom heim titraði ég allur og skalf og enn er ástand mitt hræðilegt.
En ég hugga mig þó við það að Krissi gæti aldrei skokkað tíu kílómetra þó að hann fengi róbóta með slími fyrir það...
Undirbúningur fyrir Áskorunina miklu er því kominn á fullt skrið og Krissi má aldeilis passa sig.

joiskag
Babbarabú. Miðvikudagur er mættur og því komið að tónlistargetrauninni. Verði ykkur að góðu.

Hverjir sungu og af hvaða snilldarplötu er þetta nú?
“Caught by the fuzz
Well I was
Still on the buzz
In the back of the van
With my head in my hands
It's like a bad dream
I was only 15
If only my brother could be here now
He'd get me out and sort me out alright
I knew I should have stayed at home tonight”

Hvað heitir bandið og hvað heitir platan?
“Sit beside a mountain stream – see her waters rise.
Listen to the pretty sound of music as she flies.
Find me in my field of grass –
Mother Nature’s son.”

Hvert er þetta band og hvert er þetta lag?
“If you should ever leave me
Though life would still go on believe me
The world could show nothing to me
So what good would living do me”

Í lokin er það jú súkkulaðikleinan. Minni á að henni má maður ekki svara nema maður heiti Þorgeir Arnar. Kleinan hljómar svo:
Hvaða hljómsveit gerði Bítlaplötuna Beatles for sale?

mánudagur, mars 22, 2004

Einvígi spóaleggjanna
Undirbúningur Krissa - 1. hluti

Óhætt er að segja að undirbúningurinn fari brösulega af stað. Hef tvisvar farið að skoða hlaupabrautina í Krikanum en lítið hlaupið ennþá, meðal annars hætt við vegna magaverks og lélegs skóbúnaðar. Ég tel fullvíst að ef við værum að keppa í afsökunarkeppni myndi ég taka Jóhann í óæðri endann. Já, sama enda og maðurinn reyndi að leigja um árið á Hansen.

Síðustu dögum hef ég aftur á móti einkum eytt í fuglaskoðun og fengið úr henni fína hreyfingu. Ég hef mikið spekúlerað í hlaupastíl ýmissa fugla og reynt að læra af þeim. Sérstaklega þykir mér mikið til koma hlaupalags spóans og mun reyna að tileinka mér það eins fljótt og auðið er. Hraðar fótahreyfingar einkenna það og mun ég lítið beita hnjánum, sem hafa einmitt lengi verið minn akkilesarhæll. Gæsir þykja mér hlaupa hægt og mun ég forðast að hlaupa eins og þær. Þá er hlaupalag skúfandarinnar alveg út í hött.

Það er einnig ljóst að mitt helsta tromp í einvíginu verður markviss sálfræðihernaður. Ég ætla fyrst að segjast vera búinn að æfa þrisvar á dag undir stjórn Mumma Karls en byrja svo að haltra eins og sjóræningi þremur dögum fyrir hlaup. Í hlaupinu sjálfu mun ég svo láta eins og ég sé með Parkinson-veikina. Þessi aðferð gæti dugað til sigurs en byggir þó á nógu góðri upphitun á páskadag.
Loks kem ég til með að treysta mikið á heppni í undirbúningnum. Ég hef enga trú á næringarfræði enda á allra vitorði að eitt hamborgaratilboð á dag hamlar gegn grasofnæmi.

Þrátt fyrir örfá skakkaföll er ég bjartsýnn. Nægur tími er til stefnu og þó Jói hafi það framyfir mig að hafa e-n tíma hlaupið 400 m hlaup vil ég meina að ég hafi ákveðið sálfræðilegt forskot. Hvað sem verður heiti ég því að ef ég tapa á páskadag mun ég gera mitt besta við að vinna Kvennahlaupið.
Fréttir af æfingunum
Daníel skoraði á okkur Krissa að birta hér á blogginu fréttir að æfingum fyrir veðmálið mikla. Rifjum aðeins upp um hvað það snýst fyrir nýja lesendur. Krissi skoraði á mig í 400m hlaup á páskadagsmorgun kl. 10:00. Sigurvegarinn labbar burtu með einn kass af bjór, en sá sem tapar þarf að taka þátt í Kvennahlaupinu í sumar.
Það er því ljóst að það er til mikils að vinna.

Persónulega get ég ekki sagt að æfingar hafi verið stífar hjá mér þar sem ég býst ekki við að þufa að hlaupa þetta hlaup. Við þekkjum öll meiðslasögu Krissa og ég þori að veðja að hann meiðist fyrir hlaupið, ja allavega á hann eftir að þykjast hafa meiðst því hann veit að hann getur ekki unnið mig.
Ég treysti aðallega á forna frægð á frjálsíþróttvellinum. Kristmundur man eflaust ekki eftir því að 400m hlaup var mín sérgrein á árum áður, varð m.a. íslandsmeistari í flokki 19-22 ára þegar ég var 19 ára. Haha!!
Fornum afrekum mínum til staðfestingar birti ég hér smá brot úr metaskrá frjálsíþróttasambands Íslands sem sínir svart á hvítu þrjú glæsileg íslandsmet, m.a. eitt í 400m hlaupi.

Drengir 17 - 18 ára - Utanhúss
4x100 metra boðhlaup 44,6 Sveit FH FH Reykjavík 15/09/97
(Björn B. Björnsson, Aron F. Lúðvíksson, Jóhann Skagfjörð, Sveinn Þórarinsson)
4x200 metra boðhlaup 1:35,2 Sveit FH FH Reykjavík 15/09/97
(Björn Bragi Björnsson, Aron F. Lúðvíksson, Jóhann Skagförð, Sveinn Þórarinsson)
Sveinar 15 - 16 ára - Utanhúss
4x400 metra boðhlaup
3:43,8 Landssveit ISL Reykjavík 24/10/97
(Björgvin Víkingsson FH, Stefán Ág. Hafsteinsson ÍR, Jóhann Skagfjörð FH, Ívar Örn Indriðason Á)

Ég trúi því statt og stöðugt að ég þurfi engar æfingar til að sigra Krissa. Forn frægð mín á þessum vettvangi mun tryggja mér öruggan sigur og kassa af bjór.

joiskag

Vona að þetta áfall þitt, Krissi, verði ekki til þess að þú missir dampinn við þjálfunina fyrir áskorunina... En vegna þessa hrikalega atviks legg ég til að við tökum höndum saman og styrkjum Krissa með söfnun, því að þrátt fyrir stórt tilfinningalegt áfall þá er einnig um töluvert fjárhagstjón sem hlýst af atburði sem þessum. Krissi þú setur reikningsupplýsingar bara sem komment!
Maður skilur bara ekki svona hugsanagang að ef mann vanta pening þá sé besta ráðið að brjótast inn í bíla og rústa þeim fyrir nokkra þúsundkalla, áhætta sem er vel þess virði og samviksuleysið við að valda öðrum tjóni??? "Greinilega bara best að skilja bílinn eftir ólæstan" þá eyðileggst allavega ekkert...

Yfir í annað! Þá er spurning um að fá stöðu á því hvernig keppendum áskorunarinnar gengur að koma sér í form. Vona að enginn sé að kikkna undan þessari litlu keppni...
Ekkert hefur heyrst í 1000. gestinum!!!

sunnudagur, mars 21, 2004

Af glæpum

Stundum hef ég heyrt talað um óprúttna menn sem koma öðrum fyrir kattarnef með því að hnupla og eyðileggja. Ég hef meira að segja stundum heyrt um glæpaöldur. Hingað til hef ég hins vegar bara hlegið strákslega og farið með gamanyrði þegar ég heyri eins fjarlægar sögur. En það gamla strákslega sakleysi mitt dó í dag.

Þegar ég var búinn að þjálfa í Víðistaðaskóla kom á daginn að einhver hafði brotið rúðu í bílnum mínum, mölvað miðstöðina, stolið geislaspilaranum og allavega fimmtán diskum. Seinna kom í ljós að ribbaldarnir höfðu einnig tekið skólatöskuna mína sem hljóðkerfisfræðiprófessorinn minn fékk einhverra hluta vegna og geymir heima hjá sér. Sá durgur hringdi einmitt í mig í kvöld vegna þessa og gruna ég hann sterklega um verknaðinn.

Ég bombaði mér í snatri á löggustöðina og þar tók skondinn haukur á móti mér og ekki byrjaði hann með stæl. Fyrstu orð hans voru:
“Já... ég er samt ekkert að vinna hérna... sko, málið er að árshátíðin hjá löggunni er í kvöld og ég er bara á þessari einu vakt.” Í kjölfarið sagði hann um glæpinn:
“Jájá, þetta eru sko atvinnumenn. Þetta hefur tekið innan við mínútu... nokkrar sekúndur bara... bara inn og út.” Á þessum tímapunkti þurfti ég að bíta fast í kinnina á mér svo ég springi ekki úr hlátri. En svo kom reyndar í ljós að gaurinn var mesti fagmaður og hörkulögga. Vann bara yfirleitt annars staðar. Við áttum einmitt innilegt spjall í sama yfirheyrsluherbergi (bara venjuleg skrifstofa en hitt hljómar betur) og við Danni vorum í er við vorum 14 ára opptúnógúdvillingar.

Allavega. Andskoti vorkennir maður slíkum aumingjum sem finna sig knúna til að brjóta rúðuna mína og rústa bílnum mínum. Hvernig sofa svona menn? Hvernig geta þeir farið fram úr á morgnanna? Djöfull hlýtur þeim að líða illa.

Tók samt mynd af rústunum sem blöstu við er ég kom að bílnum enda var ég í því að taka myndir af FH-ingum mánaðarins hjá 6. flokki. Myndina getið þið ekki séð “HÉR” vegna þess að ég kann ekkert á tölvur.