fimmtudagur, maí 06, 2004

Viltu segja mér sögu?
Á this.is/fh er goðsögnin pattaralega Höddi Magg að skrifa um knattspyrnuferil sinn. Hann birtir herlegheitin í þremur hlutum. Mér fannst þetta nokkuð sniðug hugmynd og datt í hug hvort Snúlli frændi allra landsmanna gæti ekki gert svipað honum Hödda. Ég er þó ekki að biðja Snúlla um að rifja upp stuttan og vesældarlegan feril sinn í fótbolta heldur datt mér í hug að hann gæti sagt frá Þýskalandsdvölinni hér á pagecannotbefound.com í tveimur eða þremur pörtum.
Gæti verið nokkuð spennandi að heyra gut abend, gut habend söguna á nýjan leik.

Hvað segir Snúllinn um þetta?

Engin ummæli: