Er að gera ferilskrárhelvíti fyrir KHÍ. Jói vildi meina að maður ætti að setja allt inn í skrána. “Eitt lítið smáatriði gæti gert það að verkum að þú komist inn”, sagði hann með alvöruþrunginni rödd. Því er ég að spá hvað eigi heima þarna og hvað ekki. Flokkast það t.d. ekki undir félagsstörf að vera stofnandi matarklúbbs? Þyrfti ég ekki að segja frá störfum mínum í hinum og þessum hljómsveitum í gegnum árin? Eða kannski bara þeim frægustu; Görlíbojs, Spilabandi Snúlla frænda, Júel Júel Júel og Auswitz? Og hvað með Hjólabrettafélagið sem við Grjóni vorum í í æsku, fótboltafélagið Fálka og strákasamtökin VHS (Við hötum stelpur)? Snúinn andskoti að þurfa að velja svona og hafna hvað kemst inn í skrána.
Get þó huggað mig við það að vera ekki Jói. Ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér þarf hann að setja inn titla sína í dragkeppnum, kórsetu og þá þarf hann að geta þess að hann er framsóknarmaður. Og ef hann ætlar að vera fullkomlega heiðarlegur þarf hann auðvitað að segja frá því er gamli kallinn ætlaði að leigja hann.
Annars eru öll ráð vel þegin! Hvað á ég að setja inn og hverju er best að sleppa?
mánudagur, maí 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli