mánudagur, apríl 12, 2004

Eftir að Jói taldi mínar sígildu tónlistargetraunir vera óboðlegar fyrir þetta vefsetur sóttist hann eftir að fá að sjá um þær. Hann hefur hins vegar klikkað tvívegis á að smella getraun á vefinn og því finn ég mig knúinn til að bæta úr þessu getraunaleysi. Getraun dagsins er þó að þessu sinni ekki í neinum tenglsum við tónlist.

Hver mælti svo?

“Ég myndi rústa þér í hvaða keppni sem er Krissi minn.”

“Ég er fullviss um sigur á meiðslamanninum mikla!”

“Við þekkjum öll meiðslasögu Krissa og ég þori að veðja að hann meiðist fyrir hlaupið, ja allavega á hann eftir að þykjast hafa meiðst því hann veit að hann getur ekki unnið mig.”

“Ég trúi því statt og stöðugt að ég þurfi engar æfingar til þess að vinna Krissa.”

“Hvaða flón eru það sem trúa því að Krissi muni vinna, hann er aumingi!?”

“ …hvað svo sem þið segið um íslandsmetin mín þá er nokkuð ljóst að ég pakka Krissa saman og sendi hann samanbögglaðan í Kvennahlaupið.”

Engin ummæli: