Lundúnaferð, dagar 1-4
Fór til London um helgina. Þessi ferð var að mörgu leyti ólík bullferðinni sem við félagarnir fórum er við vorum 17 ára. Þá sáum við akfeitan Gazza og eina fyllibyttu. Núna sá maður allt sem borgin hefur upp á að bjóða. Nenni samt ekki að telja það upp en tók magnaðan túristaböss og siglingu á Thamesfljóti. Þannig var fimmtudagurinn. Á föstudegi fór ég svo ásamt stórfrændunum og sjúkraþjálfurunum Robba og Þórði að skoða aðstæður á æfingasvæði Arsenal. Kíkti t.d. inn á skrifstofu til Hr. Wenger og skoðaði klefann hjá strákunum. Þegar enginn var að horfa náði ég að sleikja herðartré Frakkans Henry og hlaut af því slæmt munnangur sem kýs stoltur að kalla Henrymunnangrið. Tók það heim sem minjagrip (þ.e. munnangrið) svo áhugasamir geta skoðað á heimili mínu frá kl. 17-19 (frítt er fyrir 12 ára og yngri). Ræddum svo við fantanettan húsvörð og sjúkraþjálfara. Fórum í búðir og svona seinni partinn.
Laugardeginum eyddum við svo í Wales þar sem barist var um enska bikarinn. Stemmningin fyrir leikinn var engu lík og léku þar Millwallbullukollar stóra rullu. Það voru nett sjötíuogtvö þúsund manns á vellinum þennan daginn og Manchestermenn voru geipilega góðir þó við dvergvaxinn spámann væri að etja. Það var eins og Ronaldo væri að spila úti í garði við ráðvillta leikskólastráka, slíkur virtist getumunurinn vera... Við Þórður vorum í massasætum við miðjan völl en Robbi var uppstrílaður í einhverju spaðapartíi með Sveini Jörundi landsliðsþjálfara og fleiri höfðingjum sem hæglega gætu þurrkað út heilu þjóðirnar með einu pennastriki. Allavega einhver lúseralönd í þriðja heiminum... jafnvel þessi skítalönd sem Danni er að heimsækja. Þegar leikurinn var úti vorum við svo samferða hinum fræga labbakúti, Michael Owen út af svæðinu sem hreinlega hlýtur að vera undir dvergamörkum. Ég hefði kallað að honum að hann væri helvítis dvergur og undirmálsmaður ef Henrymunnangrið hefði ekki stoppað mig.
Sunnudagurinn fór svo í búðir og vitleysu auk þess að maður þurfti að koma sér heim. Ferðin var djöfulli góð, tíminn vel nýttur og mikið gert.
Þá að öðru. Nú tekur við fyrsti leikur í utandeild í kveld gegn Morgan Kane (sem er mikið snilldarnafn á knattspyrnuliði) og svo var ég að fatta að ég á miða á konsert á miðvikudag með boltanum Frank Black og vinum hans í Pixies. Enginn aumingjabragur á því. Annars er þessi síða orðin frekar döpur og vil ég meina að það sé Jóa “I’ve been bloody robbed” Skagfjörð að kenna þar sem hann er hættur að leggja sitt að mörkum. Hvet ég kauða til að ráða bót á því.
mánudagur, maí 24, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli