miðvikudagur, júlí 16, 2008

Þorgeirs Jónssonar í fréttunum

Þorgeir félagi minn birtist á íþróttasvæði mbl.is í dag að handsala samning við kappann knáa Magnús Sigmundsson. Það er óneitanlega góð frétt fyrir okkur FH-inga að fá Magnús heim og svo skemmdi ekki fyrir að myndin af þeim félögum var svo góð að Brad Pitt og George Clooney myndu skammast sín.



Höfundur fréttarinnar virðist hins vegar hafa lent í töluverðum vandræðum með myndatextann.

"Þorgeirs Jónssonar formaður handknattleiksdeildar FH og Magnús handsamla samninginn. mbl.is"

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Næst...

...þegar einhver biður mig um að lækka hjá sér iðgjöldin er þetta freistandi svar:

Tenglar dagsins

Tónlistarmaðurinn, dagskrárgerðarmaðurinn, veitingahúsarýnirinn og Hafnfirðingurinn Hjörtur Howser býður upp á tengla dagsins.

Fyrst ber að nefna síðu helgaða þeim merka atburð þegar Djords Búss mun láta af embætti (og eigum við ekki að vona að Obama taki við). Á síðunni er Djords semsagt talinn niður (þó ekki talaður niður - það væri of venjulegt eitthvað). Smellið hér til að skoða.

Hin síðan er tileinkuð Hæstaréttarmáli númer 214, Guðmundar og Geirfinnsmálinu (sem gæti allt eins heitið Guðmundarmálið annarsvegar og svo Geirfinnsmálið hinsvegar). Nokkuð skemmtileg lesning ef maður hefur dauðan tíma (að segja dauður tími er næstum því jafn slæmt og að tala um að eitthvað sé fríkeypis) Smellið hér til að skoða.

Át.

sunnudagur, júlí 13, 2008

Skyldur bloggarans og of létt tónlistargetraun

Þar sem ég er bloggari ætti ég, blogglögum samkvæmt, að taka eindregna afstöðu í Paul Ramses málinu (og þá helst með Paul og á móti Útlendingastofnun).
Sem bloggari ætti ég einnig að skrifa um frábæran öfugmælaleiðara Binga í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag (og bæta við nokkrum harðorðum setningum um ríkisstjórnina).
Svo gæti ég líka kvartað og kveinað yfir Rússum og Kínverjum fyrir að spara ekki neitunarvaldið sitt í Öryggisráðinu, sagt frá lélegri þjónustu í 10/11 og frá því hvað ég gerði nú um helgina.

En það ætla ég alls ekki að gera. Í staðinn ætla ég að henda inn einni laufléttri músíkgetraun, fyrrum aðalsmerki þessarar síðu. Öll aðstoð Internetsins við öflun svara er með öllu óheimil. Sigurvegarinn fær að fara í sleik við Brynju. Að venju er spurt um heiti lags og flytjanda.

1.
Children waiting for the day they feel good,
Happy birthday, happy birthday,
Made to feel the way that every child should
Sit and listen, sit and listen.

2.
Ef börnin í þig ónotum hreyta,
æskirðu liðsinnis buguð af þraut.
Og bóndinn hann segir bless og er farinn
og búið það tekur að vanta graut.

3.
being attractive is the most important thing there is
if you want to catch the biggest fish in your pond
you have to be as attractive as possible
make sure to keep your hair spotlessly clean
wash it at least every two weeks
once every two weeks
and if you see johnny football hero in the hall
tell him he played a great game
(tell him you liked his article in the newspaper)


4.
Baby, can’t you see
I’m calling a guy like you
Should wear a warning,
it’s dangerous i’m fallin’

There’s no escape, I can’t wait
I need a hit, Baby, give me it
You’re dangerous, I’m lovin’ it

Held að þessi sé í léttari kantinum, en þar sem Daníel er lítið á netinu þessa dagana vegna anna við að redda álveri í Helguvík rafmagni og Krissi ekkert á netinu þessa dagana þar sem hann er í verslunarferð í H&M í Svíþjóð (og fáir aðrir vita um tilvist þessarar síðu) held ég þessari getraun opinni út vikuna.
Síðanfinnstekki er komin aftur!

Það er ljóst að í árdaga Internetsins var ein síða sem bar af öðrum. Það var bigblackwomengivethebestfuck.com. Alveg hreint frábær síða. Mörgum árum síðar kom svo fram á sjónarsviðið nokkuð lakari síða, en skemmtileg þó. Þetta var hin eina sanna pagecannotbefound.blogspot.com.

Hér mátti finna níðskrif í hæsta gæðaflokki um ýmsa meðlimi VÍN hópsins, vafasamar og gríðarlega fordómafullar færslur um minnihlutahópa og magnaðar tónlistargetraunir.

Síðastliðið föstudagskvöld kom Krissa frænka í heimsókn og eftir stíf fundarhöld og átök var tekin ákvörðun um að hefja á ný skrif á þessa fornfrægu síðu. Eins og á blómaskeiði síðunnar má búast við að knattspyrnuhomminn, markaðshomminn og handboltahomminn muni lítið leggja af mörkum. Síðan mun því standa og falla með Krissu frænku, Danna munk og mér sjálfum.

Virðingarfyllst,
Jóhann S. M.