Hver verður næsti heiðursfélagi?
Allæsileg þróun hefur verið í könnuninni hér til hliðar. Hinn mæti sjúkraþjálfari, Jón Þór Brands, tók snemma örugga forystu en nú eru menn eins og Boris og Unni farnir að saxa allhressilega á forskotið. Spurning hvort hérinn Jón Þór sé að gefa eftir á síðustu metrunum...
Legg ég til að nú á laugardaginn komi ný könnun og menn sjái þá hver hlýtur heiðursfélagatitilinn að þessu sinni.
Þá er ljóst að Þýskalandspistill Snúlla verður kominn í hús eftir örfáar mínútur en eins og lesendur vita eru Þýskir dagar á pagecannotbefound 13. - 15. maí. Þessa daga má einungis skrifa á þýsku inn á vefinn.
miðvikudagur, maí 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli