mánudagur, maí 24, 2004

Í matarklúbb
Þegar matarklúbburinn hittist er talað um allt milli himins og jarðar; hver okkar missti sveindóminn með súkkulaðistykki, hver okkar vildi fara í leðurhommapartý, hver okkar klæðist g-streng svona svo að fátt eitt sé nefnt. En af öllum þeim uppbyggjandi samtölum sem við félagarnir höfum átt á þessu rólegu kvöldstundum stendur tvennt upp úr.
Í fyrsta lagi er mér mjög minnistætt í síðasta matarklúbb heima hjá Einari Andra þegar hann var að segja mér í hvaða stólum í stofunni hann hafði riðið stelpum í. Þessar upplýsingar reyndust mér gríðarmikilvægar þegar ákveðið var í hvaða stól ætti að sitja.
Í öðrum lagi eru yfirlýsingar aríans Magga minnistæðar. Fór hann sérstaklega á kostum heima hjá Togga í kringum áramótin. Þessi drengur hefur sterkar skoðanir á litarhafti leikmanna og telur litinn einmitt tengjast getu þeirra á knattspyrnuvellinum. Seinna um kvöldið upphófst svo mikið rifrildi milli mín og Magga um hið ágæta lið Arsenal. Maggi vildi meina að Wenger hefði enga stjórn á þeim, og að Arsenal væri grófasta lið deildarinnar. Ég vildi meina að það væri alrangt. Þetta kvöld man ég að ég tapaði rifrildinu, enda einn Arsenal maður á móti fimm. En í kvöld breytast hlutirnir rækilega, hinir síðustu munu seinna verða fyrstir, eins og segir í svörtu bókinni. Með meðfylgjandi frétt lýsi ég hér með yfir sigri.

"Fair Play deildin er deild þar sem liðum eru gefin stig fyrir rauð og gul spjöld ásamt því hvernig framkoman við dómara er og svo eru stuðningsmennirnir metnir eftir prúðleika. Liðið sem fær fæst stig vinnur og í þetta skiptið þrátt fyrir óleik á Old Trafford í haust var Arsenal á toppi þessarar deildar.

Wenger lýsti mikilli ánægju með að hafa orðið í efsta sæti í Fair Play deildinni og sagði að ekki einungis hefðum við unnið deildinna hefldur hefðum við unnið hana á mjög heiðarlegann máta og þessi verðlaun sanna það"

kv. joiskag

Engin ummæli: