sunnudagur, febrúar 22, 2004

Testing, testing, testing.
Jæja, þá er búið að koma þessari síðu af stað og hún orðin skrifhæf, hægt að "commenta" ef fólk hefur einhverju að bæta við tilheyrandi pistla.
Fyrsta málefni mitt sem vert er að koma á framfæri er í raun viðvörun til núverandi og verðandi gsm símtækja notendur. Mín reynsla er sú að ekkert er öruggt í þeim málum. Ætlaði að hringja í félaga minn í mestu makindum um daginn, en hvað, allt í einu búið að loka símanum, hvorki hægt að hringja úr né í símann og ég orðinn algerlega sambandslaus.....

Það að hafa lokaðan síma þarf í sjálfu sér ekki að vera svo slæmt, frábært að þurfa ekkert að hugsa um hvar síminn er eða hvort þetta sé þinn 'eigins' sími sem er að hringja og trufla allt á meðan þú ert hálfsofandi í fyrirlestri.

Allavega, eftir að síminn hafði verið lokaður í nokkra daga, fór ég að spá hvort ég hafi ekki bara gleymt að borga síðasta símreiknig og hringi til símfyrirtækisins og spyr hvað ég skulda, þá heyrist "pikk, pikk, pikk"....."pikk, pikk, pikk" og vandræðaleg rödd segir "þú skuldar 118. þús. allt fá árinu 2000", HA.... ´"Ég get ekki sagt þér meira gegnum síma, þú verður að koma til fyrirtækisins og semja um hvernig þú vilt greiða þetta".
Ég fer inneftir og spyr hvaða mistök þetta séu og fæ þær uppýsingar að þetta passi allt saman og að ég skuldi 118. þús. í gömlum símreikningum allt frá árinu 2000. Ég spyr kelluna hvort þetta séu ekki mistök, og hvernig ég hafi getað hringt í nokkur ár þó að ég skuldaði svona mikið, þá horfir hún á mig eins og hún viti minna en ég, lítur á tölvuna og pikkar á músina eins og ég sé allt í einu ekki þarna, ég spyr aftur hvernig þetta hafi getað gerst, þá lyftir hún öxlum upp að hálsi og segir: "Þú verður bara að tala við yfirmann minn".....FRÁBÆRT, TAKK FYRIR EKKERT.
Ég kem heim til mín og finn gamal reikninga stimlaða úr banka sem áttu að vera ógreiddir og hringi inneftir og þá kemur í ljós að þetta eru mistök í kerfinu, blablabla, hún gat séð það þegar ég hringi en það var ekki hægt að sjá þetta fyrr, t.d. þegar ég stóð fyrir framan starfsmann fyrirtækisins... ég búinn að gramsa í gegnum þrjú ár af uppsöfnuðum VISA reikningum og greiðsluseðlum.

Það sem ég hef lært af þessu er að skoða alltaf símreikning með gagnrýnum augum og að sumt fólk á ekki að vinna þar sem það þarf að hafa samskipti við annað fólk.

Ef þú er að lesa þetta hér byð ég þig afsökunar á tímaeyðslu þinni vegna lengdar þessa pistils sem er helst til of mikill en vegna mikillar reiði innra með mér fann ég mig knúinn til þess að segja frá þessu óheppilega atviki.

Engin ummæli: