Öskudagur
Mér tókst að klúðra öskudeginum, var að spá í að smella mér í kærleiksbjarnagallann í tilefni dagsins og mæta í varmaflutningsfræði tíma klukkan 8:00. En viti menn, tókst enn einusinni að sofa yfir mig til rúmlega 10, þrátt fyrir að hafa skutlað mömmu í vinnuna rúmlega 8 (fór bara aftur heim að sofa), en náði loks að drulla mér í skólann í hádeginu búningalaus og vitlaus....
En afhverju ætli að maður sé þannig úr garði gerður að manni finnst svona ógeðslega gott að sofa og gera ekki neitt. Afhverju vaknar maður ekki hress og kátur eins snemma og unnt er. Er eitthvað tilgangslausara en að sofa, í alvöru þetta er ótrúlega heimskulegt, eins og maður myndi frekar telja gula bíla eða horfa á málningu þorna heldur en að fara á pubbinn og fá sér einn bjóra. Og hvað er málið með gula bíla, hverjum dettur í hug að kaupa þá, er e-r bíllitur ljótari en gulur, að keyra um á gulum bíl er eins og að ganga um Kringluna í gulum samfesting, hverjum finnst það flott???
Allaveg, farinn heim, ætla að reyna að sofna snemma svona til tilbreytingar svo að ég hafa löngun til að mæta í tíma í fyrramálið.
En Jói, spurning um að þú breytir notendanafni þínu í íslenska stafi, frekar asnalegt að láta fólk giska í eyðurnar....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli