Jæjanú. Allir með aðgang og svona. Ég var farinn að taka léttan ringófíling á þetta, þið með aðgang en ég úti í kuldanum.
Þetta er sveindómsbloggið mitt svo að þau eru mörg málefnin sem ég finn mig knúinn til að tæta í mig. Af hverju mega hommar ekki giftast? Þyrfti að steggja báða hommana eða gæsa annan? Af hverju er alltaf á tali þegar ég reyni að hringja í sjálfan mig? Hvað eru eggjastokkar?
Bráðum verður tími og tækifæri til að koma öllum mínum helstu baráttumálum til skila en ég ætla að láta mér eina pælingu nægja að sinni.
Ég þakka Jóa fyrir snjalla dagbókarsíðu en vonast samt eftir örlítið meira rokki og róli af hans hálfu í framtíðinni. Ég vissi t.d. ekki að setningar eins og "dagurinn í gær var yndislegur" (!) og "það er svo góð lykt af mýkingarkremi" væru til í orðaforða Jóa (eða Þrumunnar eins og hann var kallaðir í menntaskóla). Sá grunur um að hann sé að þiggja estrógensprautur á Riben er orðinn ansi sterkur. Varð bara að minnast á þetta áður setningar á borð við "þegar ég sé strákana í bræðslunni líður mér eins og jólin séu komin" eða "nei, ég er bara að fara að skoða söfnin í Frisco" dynja yfir okkur.
Kannski fullhörð gagnrýni. Menn geta þá bara svarað fyrir sig...
Hilsen
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli