fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Úff... Ég veit að þetta er kannski ekki rétti tíminn, Jói... en þetta fann ég á Baggalúti. Bið að heilsa á Sléttuna.

"Melrakkaslétta enn ömurlegust

Það kom fáum á óvart þegar Melrakkaslétta var valin ömurlegasti staður heims á stóru alheimssýningunni, sem haldin var í stjörnuþoku langt, langt í burtu - áttunda árið í röð.

Jörðin hefur verið ósigrandi í þessari keppni allt frá því að Melrakkasléttu var fyrst teflt fram, en fyrir það hafði Jörðin náð bestum árangri árið 1856 þegar hún keppti með konunglega rússneska geldingarklefann í Síberíu og lenti í 1267. sæti.

Í öðru sæti að þessu sinni urðu íbúar plánetunnar Twxw en þeir kepptu með lítið fjallaþorp sem hópur risavaxinna geimdreka hefur fyrir sið að skeina sig á."

Engin ummæli: