"First we take Manhattan, then we take Berlin"
-Leonard Cohen
Bombaði mér á bókasafnið áðan að læra. Hitti þar fyrir Randver Randversson, Manhattara og heimspeking. Hann var orðinn eirðarlaus á lærdómnum og tók upp á því að kasta í mig blaðsnifsum með klárum svívirðingum um undirritaðan. Ég hunsaði hann bara en þegar hann stökk fram á gang tók ég glósurnar hans, ljósritaði þær, reif ljósritið af þeim í tætlur og dreifði yfir bókina hans. Með þessu var svo miði sem á stóð: 'Hver er fíflið núna?'
Raunverulegu glósurnar geymdi ég svo í töskunni minni.
Svo fór ég að læra og hátt í hálftími leið. Ég tók svo sjálfur pásu og fór að lesa mesta sorapésa Íslands, DV, en sá þá á eftir Randa rölta niður stigann í fullum skrúða á leið í vinnu. Ég ákvað að slá á létta strengi og ná tali af spaðanum en hann reyndist fýldur og vildi ekkert hafa með glósurnar að gera. Sagðist ætla að prenta þær sjálfur út aftur.
Allavega, þetta minnti mig allt saman á þá daga er við komum öðrum Manhattan-manni, Svavari Erni, sífellt fyrir kattarnef. Það var gott grín. Við þurfum að komast að því hvar Svavar vinnur og fokka svolítið í honum.
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli