föstudagur, febrúar 27, 2004

Raufarhafnarmafían lætur til sín taka!

Fréttin um Melrakkasléttu sem birtist á baggalutur.is ( og reyndar í blogginu fyrir neðan) hefur heldur betur vakið upp gömlu Rafarhafnarmafíuna. Margir héldu að mafía þessi væri nú dauð en atburðir dagsins hafa sýnt að svo sé ekki. Við skulum rekja þá í stuttu máli.
1. í gær birtir baggalutur.is niðrandi grein um Melrakkasléttuna
2. í morgun sýni ég sveitarstjóra Raufarhafnarhrepps fréttina
3. í tíu frímínótum sýni ég samstarfsmönnum mínum í grunnskólanum
4. í síðasta tímanum mínum í dag (kenndi 8-10. bekk) las ég upp greinina fyrir bekkinn
Skemmst er frá því að segja að viðbrögð fólksins í liðum 2, 3, og 4 voru vægast sagt góð. Fannst fólki almennt talað um Melrakkasléttuna af mikilli ósanngirni. Aðgerðum var hótað.
5. kl. 20:15 fer ég inn á síðuna baggalutur.is, en mér til mikils undurs er búið að loka síðunni.

Allt afar dularfullt.

Hér er greinilegt að Raufarhafnarmafían hefur tekið í taumana og látið loka baggalut.is.
Meira um þetta mál á næstu dögum.

joiskag

Engin ummæli: