miðvikudagur, mars 03, 2004

Daníel

Ég á vin sem heitir Daníel. Allavega kalla ég hann vin minn.
Ég á samt betri vin sem heitr Kristmundur. Enda er hann frændi minn og ég er búinn að þekkja hann lengur.
Danni kom bara í skólann okkar í 9. bekk, og hefur eiginlega dröslast með mér og Krissa síðan þá. Eiginlega svona óvart. Hann byrjaði bara að elta Krissa alltaf heim úr skólanum og fyrr en varði fóru ég og Krissi að venjast því að hafa hann alltaf. Hann var alls ekki skemmtilegur, en maður var svosem ekkert að drepast úr leiðindum að hafa hann. Tilfinningin var svipuð og þegar manni er kalt á eyrunum - óþægilegt en maður lætur sig hafa það.

Síðan þegar við komum í framhaldsskóla ætluðum við Krissi að hætta að tala við Danna. En hann varð var við það og keypti sér þá vináttu okkar með því að kaupa sér bíl. Hann skutlaði okkur um allar trissur og var, eins og sagt er í fangelsum, tíkin okkar. Það var gaman að eiga tík. Tík hafði ég aldrei átt áður.

Nú eru mörg ár liðin. Ég og Krissi eigum nú okkar eigin bíla, en samt tölum við ennþá við Danna. Ég minna en Krissi vegna fjarlægðarinnar. Að því leytinu er ég feginn að búa á Raufarhöfn.

Eitt sem mér finnst ótrúlega pirrandi við Danna er...hann sjálfur. Já, eiginlega allt við hann er pirrandi. Tónlistarsmekkurinn hans er þó að mestu leyti ágætur, en er dreginn niður af laginu Daniel með Elton John. En hann Danni heldur einmitt að það sé gott lag og raular það í tíma og ótíma - sérstaklega fullur.

Mér finnst einnig pirrandi við Danna er að hann heldur að hann sé betri en við. Rausar í sífellu um varmafræði, burðarþol og mengjareikning. Skilur síðan ekkert í því að við skiljum þetta ekki.

Það sem mér finnst samt mest pirrandi við Danna er að hann er ekki búinn að stilla upp fótboltaliði gegn liðinu mínu og Krissa.
Alla hina lestina get ég þolað, en það að hann skuli ekki stilla upp fótboltaliði fyllti mælinn.

joiskag

Engin ummæli: